Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 97

Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 97
(Þau leggjast í rúmið. Miss Gilchrist kem- uh hlaupandi inn í sviðsljós.) MISS GILCHRIST: Þau eru horfin! Má ég fá undirspil, takk fyrir. (Syngur „Only a box of Matches") Af sonarást, mamma, ég sendi þér soldinn eldspýtnastokk, svo að þú sjáir til við að sveifla þínum rokk. Einn gamlingja gelskan ég hitti, sem grátandi barði sér: „Ó, steina þá ég seint mun sjá sem Saxarnir stálu frá mér. (Patrekur dregur hana út. Meg heyrist kalla.) MEG: Teresa! Teresa! SJÁLFBOÐALIÐINN: Stopp! Ekki lengra. Sir! (Offiserinn kemur.) OFFISER: Já. SJÁLFBOÐALIÐINN: Það er hérna enn einn kvenmaður að reyna að komast inn til hans. OFFISE: Þér fáið það alls ekki. Það sam- rýmist ekki öryggisreglunni. SJÁLFBOÐALIÐINN: Það samrýmist ekki almennu velsæmi. Hann er kannski kom- inn úr buxunum. MEG: Ja, svei — þið haldið þó ekki að ég hafi aldrei séð buxnalausan karlmann? OFFISER: Nei, hitt væri liklegra að þér hefðuð aldrei séð karlmann í buxum. MEG: Þakka yður fyrir. SJÁLFBOÐALIÐINN: Þetta er siðprúður piltur, jafnvel þó hann sé brezkur her- maður. MEG: Uss, já, hvað ætli menn geti sosum ekki verið beztu skinn, þó svo þeir hafi lent í vitlausu uniformi. SJÁLFBOÐALIÐINN: Það er talsvert til í þessu. Faðir minn var til að mynda í kon- unglega írska fótgönguliðinu. OFFISER: Minn var brezkur offiser. MEG: Og minn var írskur sóknarprestur. OFFISER (krossar sig): Þetta er guðlast, kona. Nú kemur ekki til mála að ég hleypi yður inn. MEG: O, það gerir ekert. Ég ætlaði mér aldrei inn, hvort sem var, heldur var ég bara að snúast svolítið fyrir sjálfa mig, þegar hann þarna stoppaði mig allt í einu. PAT: Blessaðir hleypið þér henni inn, kapteinn — aðeins ofurlitla stund — bara til að hressa strákinn svolítið upp. OFFISER: Ég dreg stórlega í efa að slíkt væri viðeigandi. Hann er í vörzlu okkar og við berum siðferðilega ábyrgð á and- legri velferð hans. SJÁLFBOÐALIÐINN: Og þó ekki nema í veraldlegum skilningi, Sir. MEG: Ég hafði heldur ekki hugsað mér að heilsa upp á hann nema í veraldlegum skilningi. OFFISER (við sjálfboðaliðann): Jesús, María og Josep, en það væri alveg hræði- legt fyrir hann að deyja eftir að hafa saurgað með syndsamlegu athæfi — HERMAÐUR (hleypr fram í sviðsljósið): Hvað eruð þið að segja? Deyja? Hver á að deyja? MEG: Við eigum öll að deyja, en þó von- andi ekki fyrir jól. PAT: Sjáið nú bara, hvað þér hafið gert. Nú verðið þér að hleypa henni inn. Ljóta klúðrið að þér skylduð segja þetta. OFFISER: Jæja þá, tvær mínútur. (Offiser og sjálfboðaliði víkja til hliðar. Herbergið lýst upp. Teresa stendur við rúmið, óttaslegin.) MEG: Nú, þarna er hún. Og hérna hefur hún sem sé verið allan tímann. TERESA: Ég kom bara hingað til að þurrka af, Meg. MEG: Já, því ekki að reyna að láta sér líða vel á dimmu vetrarkvöldi ? (Við her- manninn.) Hvernig liður? HERMAÐUR: Ó, segið mér það, i öllum lifandi bænum, hvað þeir ætla að gera við mig? MEG: Ég vildi bara að ég vissi það. HERMAÐUR: Gerið það fyrir mig að spyrja þessar blækur þarna, af hverju þeir nöppuðu mér? Ég held reyndar að þeir viti það ekki sjálfir. MEG: Nei, kannski vita þeir það ekki. Það er svo margt sem menn ekki vita ... eða hafa kannski gleymt. HERMAÐUR:: Ég er nú ekki alveg með á nótunum ? MEG: Sumu er ekki hægt að gleyma. HERMAÐUR: Gleyma? MEG: í Russel-stræti, í Dyflinni, rétt þar hjá sem ég fæddist, komu Bretarnir velt- andi á skriðdreka og skutu sprengikúlum inn á heimili fólksins. HERMAÐUR: Það hefur sjálfsagt verið stríð, frú mín MEG: Já, það var stríð. En stríð gegn hverjum, veiztu það? HERMAÐUR: Nei, frú mín. MEG: Gömlu fólki, rúmliggjandi fólki, far- lama fólki, sængurkonum með börn á brjósti. HERMAÐUR: Af hverju þeim? MEG: Allir sem gátu hreyft sig úr sporun- um voru flúnir. f einu herbergi rákust þeir á gamla konu; það hékk hjálmur og gasgríma á veggnum. Sonur hennar hafði barizt í Frakklandi með brezka hernum og fallið í orustunni við Somme. HERMAÐUR: Ég er alveg úti að aka og hef ekki hugmynd um neitt af þessu. MEG: Þá skal ég segja mér meira. Hlust- aðu! (Syngur „Who Fears to speak of Easter Week“.) Það bar svo við í borginni einn bjartan páskadag, að írlands knáa kappasveit af krafti gekk í slag. Með frelsisbál í brjóstinu og byssunar sér við hlið þeir eins og stormur æddu fram og unnu pósthúsið. En síðan Bretar sóttu að með sina vagna og hross og heimsins beztu byssur til að bombardera oss. Og hrausta kappa írlands á í erg þeir skutu og gríð, og það varð ýmsum þungt um brjóst í þeirri kúlnahríð. (Meðan á söngnum stendur, mjakast hitt fólkið inn.) í heila viku varðist þar hið vaska irska lið, en þá var fallin hetja hver og hrunið pósthúsið. En enskir spúðu eiturgas’ um allar götur og torg og kveiktu síðan eld við eld I okkar höfuðborg. Þeir brutu allt í mél og mask og myrtu börnin smá, og drápu marga konukind í kóngsins nafni þá. Svo grófu þeir alla afsíðis og enginn veit hvar það var, en írskan frelsisanda samt þeir ekki grófu þar Þetta hefði nú höfundurinn sjálfur átt að gaula. PAT: Ef þessi andskotans samsetningur hefur þá nokkurn höfund. HERMADUR: Brendan Behan. Hann er alveg óþolandi andbrezkur. OFFISER: Andírskur meinarðu. Bíðum bara þangað til hann kemur heim. Sá skal þá aldeilis fá að finna hvað það kostar að gera grín að hreyfingunni. HERMAÐUR (við áhorfendur): Ætli hann passi samt ekki að hirða sínar prósentur af því sem þið verðið að punga út með, sem er líklega ekkert smáræði, eins og leikhúsið okrar á aðgöngumiðunum. PAT: Uss, hann mundi með glöðu geði selja föðurland sitt fyrir einn viskipela. MEG: Já, enda er maðurinn alltaf á því. (Rokk og ról músík, allir dansa). PAT: Verið þið róleg andartak! Leslie, hef- urðu séð þetta? (Lætin hætta o.s.frv.) HERMAÐUR: Hvað er það. (Lítur á blað- ið). „Ríkisstjórn Norður-írlands hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún sjá enga ástæðu til að náða hið dauða- dæmda ungmenni. Lýðveldisherinn hefur tilkynnt að hermaðurinn Leslie A. Willi- ams......“ Nei sko, ég hef komizt í blöðin! Sko bara! PAT: Þú ættir að lesa svolítið meira. MISS GILCHRIST: Ég er hrædd um að það geti hugsast — að það séu miklar lík- ur á — að þér verðið skotinn. HERMAÐUR: Hver eruð þér? 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.