Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 100

Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 100
PAT: Svona er farið með mann. ((Hryggð- in heltekur hann.) GILCHRIST: Ég hef alltaf sagt, að hers- höfðingjar ásamt tilheyrandi skothrið séu bezta ráðið til að láta ykkur gleyma erf- iðleikum okkar. MEG: Já, ekki hvað sízt þegar vöruverðið er komið upp úr öllu valdi. GILCHRIST: Fátækt er það hjarta sem aldrei gleðst. PAT: Þeir hafa að minnsta kosti engan rétt til að laumast upp að landamærunum og ræna ungum mönnum eins og þessum og koma með hann hingað. MEG: Þeir hafa alveg eins mikinn rétt til að skilja eftir lappirnar á sér uppi við landamærin, eins og þú hafðir til að skilja eftir þína löpp hjá Mullingar eða Cork eða hvar það nú annars var. (Þau drekka. Miss Gilchrist ætlar að færa Leslie glas, en sjálfboðaliðinn kastar henni út.) SJÁLFBOÐALIÐINN: Var ég ekki búinn að banna yður? MEG: Láttu hana vera. PAT: Nei, burt með hana. Kemur hingað til að hafa í frammi dónaskap og frekju við örkumla mann sem aldrei hefur gert flugu mein. MEG: Já, burt með hana! PAT: Svo ég tali nú ekki um þau ár sem ég sat í fangelsi með öllum hinum írsku frelsishetjunum, en þær þrautir þekkir Guð einn og talið getur. MEG: Yss. Tugthúsið er eins og hver ann- ar heimavistarskóli fyrir þig og þína líka. Og ég ætla bara að segja þér eitt og það er það að síðan þú hættir að vinna fyrir þér eins og heiðarlegur maður og tókst að þér að reka þetta hús fyrir Monsjur og fórst að spila selskapsherra fyrir kven- sniftir eins og hana þessa, þá hefur þú ekki verið annað en viljalaust himpin- gimpi, herbergisþjóim og stofustúlka hjá hverjum þeim uppreisnardela sem hefur haft lyst á að brúka þig.. . GILCHRIST: En það orðbragð! PAT: Já, gjörðu svo vel, haltu bara áfram að svívirða mig, manninn þinn sem dró þig upp úr rennusteininum einn sunnu- dagsmorgun, þegar allar búlur voru lok- aðar. MEG: 0, éttu það sem úti frýs. Þú hefur aldrei lifað fyrir neitt nema þetta írland þitt og svo andskotans letina í sjálfum þér. PAT: Af hverju ertu þá að hanga hérna hjá mér? MEG: Það má Guð vita. (Fólk er að lognast út af í stiga og göng- um. Pat og Meg tala ekki saman lengur. Hermaðurinn hugsar um morgundaginn og reynir að hressa sig með söng. Offiser kemur í könnunarferð.) HERMAÐUR: Lýs milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, Því nú er nótt og harla langt er heim, ó, hjálpin min. (Miss Gilchrist setur svarta sorgarslæðu yfir höfuðið, kveikir á kerti og gengur hægt til hermannsins, með vælusöng. Sjálfboðaliðinn fær ekkert að gert.) MEG: Hún ætlar strax að byrja líkvakt- ina yfir aumingja stráknum og hann er ekki dauður ennþá. (Þegar hún fer framhjá Pat blæs hann á kertið, mikið áfall fyrir Miss Gilchrist.) PAT: Ef þú þarft endilega að syngja, syngdu þá eitthvað fjörugt. HERMAÐUR: Ég kann ekkert fjörugt. SJÁLFBOÐALIÐINN: Þegiðu þá! (Miss Gilchrist er nú komin inn, og er kyrr þar.) GILCHRIST: Ég veit hvað það er að dvelj- ast í útlegð. Ég á ekki heima hér í Dyfl- inni. MEG: Það eru þó alltaf nokkur meðmæli með þessari borg. GILCHRIST: Ég kom hingað til að hafa forstöðu fyrir húsi, hr. Pat. MEG: Sagði ég ykkur ekki hvers konar manneskja hún væri. GILCHRIST: Það var í mjög fínu hverfi, og við leigðum bara guðfræðistúdentum. Það voru yndislegir piltar, miklu viðkunn- anlegri en læknastúdentarnir. PAT: Trúi því vel. Læknastúdentarnir eru alltaf á því. GILCHRIST: Að sjálfsögðu vísuðu mínir piltar áfengisdjöflinum alveg á bug. Þar sem þeir voru að búa sig undir þjónustu við Drottinn, þá höfðu þeir auðvitað ann- að og betra við tímann að gera. MEG: Hvað annað? PAT: Nei, heyrðu nú Meg. Þú veizt að þeir eru alltaf á kafi í náminu, lesandi um „þennan sem lagðist með þessari" og „Einn gat annan“ og „Annar gat hinn“ og „Sá þriðji gat ekki neitt“, svo maður tali nú ekki um þann gamla sem lagðist með dætrum sínum. MEG: Og á meðan fá þeir að háma í sig kræsingar og þamba dýrustu vín. Mesta furða að það skuli vera hægt að hafa nokkurn hemil á þeim. GILCHRIST: Það er nú heldur ekki alltaf hægt. Æjá lífið geymir sínar bitru minn- ingar. Og síðan hefur starfið í víngarð- inum verið köllun mín. að reisa við fallna og færa syndugum frelsið. MEG: Meinarðu ekki, að færa frelsuðum syndina ? GILCHRIST (virðuleg): Ég fylgi þeirri kennisetningu sem okkar elskaði Frelsari boðaði að „skakkir og bæklaðir skulu fá að ganga, hver með sínu lagi, svo framar- lega sem þeir æsa ekki til verkfalla, ræna, stela eða velta Franco úr valda- sessi". MEG: En það er hins vegar allt í lagi að þú veltir þér með þessum kærleiksríka friðli þínum. GELCHRIST: Má ég spyrja við hvern þér eigið ? MEG: Postulanum Pál á þriðju hæð. GILCHRIST: Þér meinið Mr. Mulleady? MEG: Ég meina hann. GILCHRIST: Hann er vinur minn og fél- agi. Ég leitaðist við að leysa sál hans úr hlekkjum freistinganna, svo að hún mætti svífa í fögnuði frelsunarinnar óháð tíma og rúmi. MEG: Líka rúmi? GILCHRIIST: Það sem við máttum stríða saman! — gegn vélabrögðum djöfulsins. (Syngur.) „Guðs stóra ríka alheimsást hún streymir fram, hún streymir fram“. (Eltir Leslie, Sjálfboðaliðinn eltir hana.) PAT: Látið hann vera. Hann er alltof ungur fyrir yður mín fróma. GILCHRIST: Mr. Pat. Ég er eins hrein og nýfallin snjór. (Sjálfboðaliðinn slær hana í rassinn með byssuskeftinu.) MEG: Ætli þú sért ekki að minnsta kosti búin að vera nýfallin oftar en einu sinni. PAT: Hæ! Feargus! Komdu og fáðu þér einn. SJÁLFBOÐALIÐINN: Beztu þakkir. PAT: Og hann líka! HERMAÐUR: Hver djöfullinn er að ykk- ur? Það er auðvitað allt í þessu fína að bjóða mér upp á þennan gambra ykkar og gapa um að ekkert verði við mig gert, en ég er sko ekkert alheimsfífl, skal ég segja ykkur. PAT: Svona drekktu, strákur. HERMAÐUR: Af hverju eruð þið svona æst í að skjóta mig? Hvað hef ég eigin- lega gert ykkur? PAT: Hvað hefurðu eiginlega gert okkur? Ég skal segja þér dálitla sögu. í hungurs- neyðinni miklu hérna um árið, þegar fólk hrundi niður eins og flugur, þá sendi gamla drottningin ykkar — Viktoria hét hún — hún sendi slitin fimm pund til að hressa við írsku beinagrindurnar, og til þess að enginn skyldi misskilja þetta og halda að hún væri orðinn vitlaus upp- reisnarseggur, þá sendi hún með sama pósti fimm pund, handa kjölturökkunum á hundaspítalanum í London. Það vantaði sem sagt ekki flottheitin í kerlinguna, eða hvað finnst þér? MEG: Já, en blessaður góði Pat, þetta var þegar spámaðurinn Moses var í brunaliðinu. PAT: Það sakar samt ekki að hann viti það. GILCHRIST: Þeir hefðu bara átt að láta okkur hafa þessa eyju okkar í friði. HERMAÐUR: Viltu segja mér eitt, maður við mann. Af hverju sögðu þeir mér ekki til hvers þeir nöppuðu mér? PAT: Gerðu þeir það ekki? HERMAÐUR: Nei. PAT: Nú, það er stríð í Norður-írlandi! Þú ert hermaður og þú varst tekinn til fanga. 98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.