Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 101
HERMAÐUR: Olræt. Þetta er sem sé al-
veg klárt mál. Ég er stríðsfangi.
PAT: Já.
HERMAÐUR: Og þið getið ekki skotið
stríðsfanga!
PAT: Nei, enda hefur ekki nokkrum lif-
andi manni dottið í hug að skjóta þig.
HERMAÐUR: En yfirlýsingin í blöðunum?
PAT: Tómt kjaftæði. Blöff. Og færðu hér
ekki allt sem hjartað gimist? Rótsterkan
bjór og huggulega stelpu sem vill allt
fyrir þig gera. Þú lifir eins og blóm í eggi.
HERMAÐUR: Já, þangað til þeir fíra
hleranum undan blókinni þarna í Belfast
í fyrramálið, þá verður aumingja Leslie
Williams afgreiddur fyrir fullt og allt —
og ég sem á frí um næstu helgi.
PAT: Tómt kjaftæði, maður. Áróðurs-
bragð. Þér verður kannski haldið hér í
fáeina daga, annað ekki.
MEG: Og hver veit nema þeir náði hann
á síðustu stundu.
HERMAÐUR: Hvem? Mig?
MEG: Strákgreyið í Belfast.
HERMAÐUR: Það er þá líka von til þess!
PAT: Brezka stjórnin mundi kannski
hugsa sig tvisvar um, núna þegar hún
veit að við höfum þig í haldi.
SJÁLFBOÐALIÐINN: Þeir vita að ef písl-
arvotturinn í Belfast deyr, þá verður
þeirra eigin manni kálað.
HERMABUR: Hvað ert þú að tala um að
kála — kálhaus!
PAT (við Sjálfboðaliðann): Já, þegiðu,
fíflið þitt. (Við hermanninn.) Taktu ekk-
ert mark á kjaftæðinu í honum.
HERMAÐUR: Þú ert álíka vitlaus og hann
ef þú heldur að brezka stjórnin sé með
magapínu af áhyggjum út af dátanum
Leslie Williams. Þú heldur kannski að
þeir sitji allir á klúbbunum sínum í West
End snýtandi sér í gríð og erg og grát-
andi niður í viskiglösin sín, jú, mér er
sem ég sjái gamla hermálaráðherrann
vekja kerlinguna sína um miðja nótt „0,
Isabella Cynþia", segir hann, ,,„mér kem-
ur ekki dúr á auga, ég er svo eyðilagður
út af greyangaskinninu honum Williams".
GILCHRIST: Veslings drengurinn! Vitið
þið hvað mér finnst; mér finnst þeir ættu
að birta æfisögu hans í sunnudagsblað-
inu. Sjáið þið bara til, hann kemur
ábyggilega líka í sjónvarpið. Já, hann á
eftir að verða frægur eins og hún Diana
Dorn — eða hann þessi sem skar fórnar-
lamb sitt í sundur og kastaði stykkjunum
út úr flugvél. Hann er einmitt a, skrifa
um sig framhaldssögu í blöðin núna.
HERMAÐUR: Ég hef alltaf heyrt að írar
væru kolvitlausir. En þetta slær öll met.
PAT: Við skulum fá okkur einn.
MEG: Ég vil fara að hátta, Pat. Ég er
orðin þreytt á þessu þambi.
HERMAÐUR: Heyrið þér — (Kemur út
úr herberginu.)
PAT: Hvert ertu að fara?
HERMAÐUR: Ég þarf að tala við hana —
PAT: Nei, nú hagar þú þér eins og góður
og veluppalinn fangi. Bíddu hægur.
MEG (byrjar að syngja):
Það elskar engin mamma mig
og enginn pabbi vill skamma mig
En vinkonu ég á,
sem er ung og smá.
Hver skyldi fá
að sofa henni hjá?
PAT: Sko, nú kríta ég hring í kring um
þið, svona sérðu. Og ef þú ferð út úr hon-
um, þá ertu dauðans matur, skilurðu
það? Hafðu auga með honum, Feargus.
(Sjálfboðaliðinn beinir byssu sinni á Les-
lie.)
HERMAÐUR: Ég þori að veðja að skarfur-
inn í Belfast er ekki með því að mér
verði stútað.
PAT: Auðvitað ekki.
HERMAÐUR: Hvaða gagn gæti hann haft
af þvx?
MEG: Ja, það er von að hann spyrji, þeg-
ar búið væri að hengja hann, til hvers
væri þá að skjóta þennan? Hinn mundi
varla spretta upp sprelllifandi við það?
HERMAÐUR: Þetta er annars meiri djöf-
uls dellan. Ég kem labbandi sallarólegur
út af balli — (Stígur út úr hringnum.)
PAT: Iim í hringinn með þig!
HERMABUR (aftur inn): Þá kemur þessi
jólasveinn og rífur í mig „Hvað viltu?“
segi ég. „Upplýsingar", segir hann. „Ég
hef engar upplýsingar", segi ég, „nema
nafnið og númerið á mér og svo síma-
númer hjá fáeinum stelpum sem ég
þekki“. ,,01ræt“, segir þá blókin, „nú
kemurðu með okkur til Dyflinnar. Leyni-
þjónusta okkar þarf að tala svolítið við
þig. Og það eru gáfnahausar sem ekki
láta neinn snúa á sig, að þú vitir það,
kalli minn“.
PAT: „Gáfnahausar" Já! Drottinn minn
dýri! Bíddu þangað til þeir koma að hitta
þig. Hann þarna er hreinn og klár Ein-
stein í samanburði við þá.
HERMAÐUR: En hvenær koma þeir?
PAT: Þeir tromma hér sjálfsagt upp í
fyrramálið til að spyrja þig um einhvern
bölvaðan hégóma.
HERMAÐUR: Til að spyrja mig hvort ég
eigi ekki einhverja hinztu ósk, ætli það
ekki!
PAT: Ég er búinn að segja þér að vera
ekki með þessa vitleysu.
SJÁLFBOÐALIÐIINN: Hann er búinn að
segja þér það.
MISS GILCHRIST (syngur);
Það elskar engin mamma mig
og enginn pabbi vill skamma mig
PAT: Æ, hættu þessu væli. Og inn í hring-
inn þarna. (Drífur hana í hringinn.)
Leslie, þú kemur hingað. Þessi gamla
Gilitrutt er á góðri leið með að spangóla
frá manni ráð og rænu.
GILCHRIST (um leið og hún flytur sig):
Ég ætla bara að láta ykkur vita það að
ég hef lært söng hjá þekktum tónfræð-
ingi, sem var auk þess hálærður vélfræð-
ingur.
MEG: Það er auðheyrt, að hann hefur
ruglast á vélfræðinni og tónfræðinni með-
an hann var að kenna þér.
SJÁLFBOÐALIÐINN: Afsakið, kommand-
ant, en ef þér ætlið að taka fangann að
yður, þá er líklega bezt að ég noti tæki-
færið til að sinn öðrum minum skyldu-
störfum og kanni ástandið héma útifyrir.
PAT: Já, gerðu það, Feargus.
SJÁLFBOÐALIDINN: Engir nema vesal-
menni og verstu úrhrök mundu bregðast
skyldum sínum, Sir.
PAT: Vel mælt og drengilega! Það er
alveg gefið mál, Einstein, að þú verðxir
alltaf maður til að stunda þína pligt með
heiðri og sóma.
SJÁLFBOÐALIÐINN: Ég vona það, Sir.
En það er auðvitað Guð sem gefur okkur
hæfileikana, og engin ástæða fyrir okkur
sjálfa að miklast af þeim.
PAT: Hógværðin er kóróna vitsmunanna.
Og drífðu þig nú í að gera það sem skyld-
an býður.
SJÁLFBOÐALIÐINN: Án tafar, Sir, án
tafar.
(Hann heilsar glæsilega að hermannasið
og marsérar burt.)
PAT: Seztu.
(Hermaður sezt hjá Pat).
GILCHRIST: Mr. Pat: Ég er svo þurr í
kverkunum. Það hlýtur að vera af söngn-
um. Þið eigið víst ekki... (Lítur undir
borðið). O, Mr. Pat, þér hafið svei mér
ekki verið lengi að slátra þessum tólf
bjórflöskum.
PAT: Nei, en við skulum fyrir alla muni
ekki fara að syngja „Allt eins og blómstr-
ið eina“ yfir þeim. Leslie, stökktu niður á
horn og sæktu okkur tólf bjóra — Já,
svona komdu þér af stað — það er sjoppa
á horninu — Þú hlýtur að finna hana —
segðu það sé fyrir mig — og flýttu þér nú.
(Leslie er dálitla stund að átta sig, sér svo
tækifærið til að sleppa, laumast út. Allir
eru að lognast út af. Löng þögn, síðan
mikill skarkali).
SJÁLFBOÐALIÐINN: Heyrðu góði. Hvert
þykistu eiginlega vera að fara.
LESLIE: Hann sagði mér að ...
(Leslie kemur með sjálfboðaliðann á hæl-
unum Pat er öskuvondur).
SJÁLFBOÐALIÐINN: Ég náði fanganum,
Sir, þegar hann var að reyna að flýja.
PAT: Þú ert séní, Einstein. (Sjálfboðalið-
inn ljómar). Og komdu nú og reiknaðu út
þvermálið á þessum hring hérna. (Drífur
sjálfboðaliðann, sem ekkert skilur inn í
hringinn). Og stattu hér grafkyrr þangað
til þú ert búinn að því. Leslie, þú kemur
og sezt hérna hjá mér.
HERMAÐUR: Þú varst búinn að spekúlera
þetta allt saman út. Biðja mig að skreppa
eftir bjór — ha — ha — og svo var
meiningin að senda eina litla kúlu með
kærri kveðju í hnakkann á mér „Skotinn
á flótta" — bless og góða ferð! En ég ætla
99