Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 101

Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 101
HERMAÐUR: Olræt. Þetta er sem sé al- veg klárt mál. Ég er stríðsfangi. PAT: Já. HERMAÐUR: Og þið getið ekki skotið stríðsfanga! PAT: Nei, enda hefur ekki nokkrum lif- andi manni dottið í hug að skjóta þig. HERMAÐUR: En yfirlýsingin í blöðunum? PAT: Tómt kjaftæði. Blöff. Og færðu hér ekki allt sem hjartað gimist? Rótsterkan bjór og huggulega stelpu sem vill allt fyrir þig gera. Þú lifir eins og blóm í eggi. HERMAÐUR: Já, þangað til þeir fíra hleranum undan blókinni þarna í Belfast í fyrramálið, þá verður aumingja Leslie Williams afgreiddur fyrir fullt og allt — og ég sem á frí um næstu helgi. PAT: Tómt kjaftæði, maður. Áróðurs- bragð. Þér verður kannski haldið hér í fáeina daga, annað ekki. MEG: Og hver veit nema þeir náði hann á síðustu stundu. HERMAÐUR: Hvem? Mig? MEG: Strákgreyið í Belfast. HERMAÐUR: Það er þá líka von til þess! PAT: Brezka stjórnin mundi kannski hugsa sig tvisvar um, núna þegar hún veit að við höfum þig í haldi. SJÁLFBOÐALIÐINN: Þeir vita að ef písl- arvotturinn í Belfast deyr, þá verður þeirra eigin manni kálað. HERMABUR: Hvað ert þú að tala um að kála — kálhaus! PAT (við Sjálfboðaliðann): Já, þegiðu, fíflið þitt. (Við hermanninn.) Taktu ekk- ert mark á kjaftæðinu í honum. HERMAÐUR: Þú ert álíka vitlaus og hann ef þú heldur að brezka stjórnin sé með magapínu af áhyggjum út af dátanum Leslie Williams. Þú heldur kannski að þeir sitji allir á klúbbunum sínum í West End snýtandi sér í gríð og erg og grát- andi niður í viskiglösin sín, jú, mér er sem ég sjái gamla hermálaráðherrann vekja kerlinguna sína um miðja nótt „0, Isabella Cynþia", segir hann, ,,„mér kem- ur ekki dúr á auga, ég er svo eyðilagður út af greyangaskinninu honum Williams". GILCHRIST: Veslings drengurinn! Vitið þið hvað mér finnst; mér finnst þeir ættu að birta æfisögu hans í sunnudagsblað- inu. Sjáið þið bara til, hann kemur ábyggilega líka í sjónvarpið. Já, hann á eftir að verða frægur eins og hún Diana Dorn — eða hann þessi sem skar fórnar- lamb sitt í sundur og kastaði stykkjunum út úr flugvél. Hann er einmitt a, skrifa um sig framhaldssögu í blöðin núna. HERMAÐUR: Ég hef alltaf heyrt að írar væru kolvitlausir. En þetta slær öll met. PAT: Við skulum fá okkur einn. MEG: Ég vil fara að hátta, Pat. Ég er orðin þreytt á þessu þambi. HERMAÐUR: Heyrið þér — (Kemur út úr herberginu.) PAT: Hvert ertu að fara? HERMAÐUR: Ég þarf að tala við hana — PAT: Nei, nú hagar þú þér eins og góður og veluppalinn fangi. Bíddu hægur. MEG (byrjar að syngja): Það elskar engin mamma mig og enginn pabbi vill skamma mig En vinkonu ég á, sem er ung og smá. Hver skyldi fá að sofa henni hjá? PAT: Sko, nú kríta ég hring í kring um þið, svona sérðu. Og ef þú ferð út úr hon- um, þá ertu dauðans matur, skilurðu það? Hafðu auga með honum, Feargus. (Sjálfboðaliðinn beinir byssu sinni á Les- lie.) HERMAÐUR: Ég þori að veðja að skarfur- inn í Belfast er ekki með því að mér verði stútað. PAT: Auðvitað ekki. HERMAÐUR: Hvaða gagn gæti hann haft af þvx? MEG: Ja, það er von að hann spyrji, þeg- ar búið væri að hengja hann, til hvers væri þá að skjóta þennan? Hinn mundi varla spretta upp sprelllifandi við það? HERMAÐUR: Þetta er annars meiri djöf- uls dellan. Ég kem labbandi sallarólegur út af balli — (Stígur út úr hringnum.) PAT: Iim í hringinn með þig! HERMABUR (aftur inn): Þá kemur þessi jólasveinn og rífur í mig „Hvað viltu?“ segi ég. „Upplýsingar", segir hann. „Ég hef engar upplýsingar", segi ég, „nema nafnið og númerið á mér og svo síma- númer hjá fáeinum stelpum sem ég þekki“. ,,01ræt“, segir þá blókin, „nú kemurðu með okkur til Dyflinnar. Leyni- þjónusta okkar þarf að tala svolítið við þig. Og það eru gáfnahausar sem ekki láta neinn snúa á sig, að þú vitir það, kalli minn“. PAT: „Gáfnahausar" Já! Drottinn minn dýri! Bíddu þangað til þeir koma að hitta þig. Hann þarna er hreinn og klár Ein- stein í samanburði við þá. HERMAÐUR: En hvenær koma þeir? PAT: Þeir tromma hér sjálfsagt upp í fyrramálið til að spyrja þig um einhvern bölvaðan hégóma. HERMAÐUR: Til að spyrja mig hvort ég eigi ekki einhverja hinztu ósk, ætli það ekki! PAT: Ég er búinn að segja þér að vera ekki með þessa vitleysu. SJÁLFBOÐALIÐIINN: Hann er búinn að segja þér það. MISS GILCHRIST (syngur); Það elskar engin mamma mig og enginn pabbi vill skamma mig PAT: Æ, hættu þessu væli. Og inn í hring- inn þarna. (Drífur hana í hringinn.) Leslie, þú kemur hingað. Þessi gamla Gilitrutt er á góðri leið með að spangóla frá manni ráð og rænu. GILCHRIST (um leið og hún flytur sig): Ég ætla bara að láta ykkur vita það að ég hef lært söng hjá þekktum tónfræð- ingi, sem var auk þess hálærður vélfræð- ingur. MEG: Það er auðheyrt, að hann hefur ruglast á vélfræðinni og tónfræðinni með- an hann var að kenna þér. SJÁLFBOÐALIÐINN: Afsakið, kommand- ant, en ef þér ætlið að taka fangann að yður, þá er líklega bezt að ég noti tæki- færið til að sinn öðrum minum skyldu- störfum og kanni ástandið héma útifyrir. PAT: Já, gerðu það, Feargus. SJÁLFBOÐALIDINN: Engir nema vesal- menni og verstu úrhrök mundu bregðast skyldum sínum, Sir. PAT: Vel mælt og drengilega! Það er alveg gefið mál, Einstein, að þú verðxir alltaf maður til að stunda þína pligt með heiðri og sóma. SJÁLFBOÐALIÐINN: Ég vona það, Sir. En það er auðvitað Guð sem gefur okkur hæfileikana, og engin ástæða fyrir okkur sjálfa að miklast af þeim. PAT: Hógværðin er kóróna vitsmunanna. Og drífðu þig nú í að gera það sem skyld- an býður. SJÁLFBOÐALIÐINN: Án tafar, Sir, án tafar. (Hann heilsar glæsilega að hermannasið og marsérar burt.) PAT: Seztu. (Hermaður sezt hjá Pat). GILCHRIST: Mr. Pat: Ég er svo þurr í kverkunum. Það hlýtur að vera af söngn- um. Þið eigið víst ekki... (Lítur undir borðið). O, Mr. Pat, þér hafið svei mér ekki verið lengi að slátra þessum tólf bjórflöskum. PAT: Nei, en við skulum fyrir alla muni ekki fara að syngja „Allt eins og blómstr- ið eina“ yfir þeim. Leslie, stökktu niður á horn og sæktu okkur tólf bjóra — Já, svona komdu þér af stað — það er sjoppa á horninu — Þú hlýtur að finna hana — segðu það sé fyrir mig — og flýttu þér nú. (Leslie er dálitla stund að átta sig, sér svo tækifærið til að sleppa, laumast út. Allir eru að lognast út af. Löng þögn, síðan mikill skarkali). SJÁLFBOÐALIÐINN: Heyrðu góði. Hvert þykistu eiginlega vera að fara. LESLIE: Hann sagði mér að ... (Leslie kemur með sjálfboðaliðann á hæl- unum Pat er öskuvondur). SJÁLFBOÐALIÐINN: Ég náði fanganum, Sir, þegar hann var að reyna að flýja. PAT: Þú ert séní, Einstein. (Sjálfboðalið- inn ljómar). Og komdu nú og reiknaðu út þvermálið á þessum hring hérna. (Drífur sjálfboðaliðann, sem ekkert skilur inn í hringinn). Og stattu hér grafkyrr þangað til þú ert búinn að því. Leslie, þú kemur og sezt hérna hjá mér. HERMAÐUR: Þú varst búinn að spekúlera þetta allt saman út. Biðja mig að skreppa eftir bjór — ha — ha — og svo var meiningin að senda eina litla kúlu með kærri kveðju í hnakkann á mér „Skotinn á flótta" — bless og góða ferð! En ég ætla 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.