Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 89
B°rgfirðingabók 2006
87
í fyrsta lagi staðsetning svæðisins m.t.t. höfuðborgarinnar. Við
sjáum skýra þróun í uppbyggingu úthverfa hennar þar sem Kópavogur
vex t.a.m. hraðar en Reykjavík en vöxtur Mosfellsbæjar verður síðan
noeiri en Kópavogs. Vesturland er í raun að stærstum hluta orðið
að úthverfi Reykjavíkur með þeirri fólksfjölgun sem slíku fylgir. Á
síðasta ári Qölgaði fólki hlutfallslega meira í Borgarbyggð heldur en í
Reykjavík eða Kópavogi og nálgast fjölgun íbúa þar nú Mosfellsbæ.
í öðru lagi hjálpa greiðari samgöngur hér verulega, og með Sunda-
braut mun svæðið í heild færast nær höfuðborginni sem nemur 15 til
20 mínútum. Sundabrautin er þannig í raun ein aðalforsenda þessarar
mögulegu þróunar.
I þriðja lagi þá hefur BorgarQörðurinn yfir að ráða lykli að
vaxtarsviði framtíðarinnar. Ekkert annað landsvæði utan Reykjavíkur
hefur yfir tveimur háskólum að ráða og háskólar eru í nútímasamfélagi
vesturlanda aðgöngumiði að þekkingarsamfélagi morgundagsins.
Á því sviði verður vöxtur í störfum og verðmætasköpun næstu
áratuga. Einungis þar eru vexti engin takmörk sett. Við erum að ná
hámarki í nýtingu landgæða okkar og fiskimiða og einnig í nýtingu
orkunnar. Með stóriðju eru okkur takmörk sett, m.a. vegna alþjóð-
legra skuldbindinga. Einungis ein auðlind er ótakmörkuð, það er
mannauðurinn. Sú auðlind sem býr í þekkingu okkar, menntun, huga
og þjóð.
Og í fjórða lagi, þá eigum við Borgfirðingar okkar eigin fjármála-
stofnun, Sparisjóð Mýrasýslu, en slíkt skapar svæðinu forskot um-
fram önnur.
Á þessum þáttum eigum við að byggja okkar framtíð. En þrátt fyrir
framangreinda bjartsýni þá mun ekkert af þessu verða að veruleika
nema við búum þann veruleika til sjálf. Til þess þurfum við að marka
okkur skýra stefnu og það eru fyrst og síðast sveitarstjómarmenn sem
munu hér skipta máli.
í fyrsta Iagi skólamál. Til að laða að íbúa þekkingarsamfélagsins
frá höfuðborgarsvæðinu er sveitarfélögum nauðsyn að bjóða upp á
úrvalsskóla, allt frá leikskólum til háskóla. Gmnnskólar á Vesturlandi
standast að meðaltali í dag ekki samanburð við grunnskóla á
höfuðborgarsvæðinu. Þessu þarf að breyta. Við þurfum að setja
okkur það markmið að byggja upp bestu gmnnskóla landsins, en slíkt
verður ekki gert nema saman fari Qármagn og faglegur metnaður.