Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 8

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 8
PENINGAMÁL 2022 / 2 8 Víða verið slakað á sóttvarnaraðgerðum og hafa efnahagsleg áhrif farsóttarinnar dvínað Mikil fjölgun smita og hertar sóttvarnaraðgerðir í kjölfar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis veirunnar hægðu enn frekar á alþjóðlegum hagvexti í upphafi þessa árs. Efnahagsumsvif tóku hins vegar fljótlega við sér eftir að ljóst var að Ómíkron-afbrigðið olli síður alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði. Stjórnvöld í helstu viðskiptalöndum hófu því að slaka á sóttvörnum á ný þrátt fyrir mikinn fjölda smita og hefur nú víða verið dregið mikið úr þeim eða þær aflagðar að öllu leyti. PMI-vísitölur í helstu iðnríkjum hækkuðu í kjölfarið, einkum í þjónustugreinum, og smásala jókst á ný (myndir I-3 og I-4). Atvinnuleysi minnkaði einnig áfram í takt við aukin efnahagsumsvif og vísbendingar eru um aukna spennu á vinnumarkaði. Þótt álag á alþjóðlegar aðfangakeðjur sé enn mikið voru jafnframt vísbendingar um að framleiðslutruflanir væru í rénun eftir að hafa náð hámarki undir lok síðasta árs (sjá einnig rammagrein 1). Endurspeglast það í könnunum meðal forsvarsmanna fyrir- tækja sem segja að heldur hafi dregið úr skorti á hrávörum og afhendingartími styst auk þess sem iðnframleiðsla hafði aukist (mynd I-4). Fjölgun smita í Kína undanfarna tvo mánuði og hörð sóttvarnarviðbrögð stjórnvalda þar kunna þó að hafa valdið bakslagi í úrlausn framleiðsluhnökra. Óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur hefur hins vegar aukist í kjölfar stríðsátakanna í Úkraínu … Alþjóðlegar efnahagshorfur hafa versnað mikið og óvissa aukist í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu seint í febrúar sl. og þeirra viðskiptaþvingana sem Vesturlönd hafa beitt gegn Rússlandi. Þrátt fyrir að Úkraína og Rússland vegi ekki þungt í heimsbúskapnum, alþjóðaviðskiptum eða í hinu alþjóðlega fjármálakerfi eru þau veigamiklir fram- leiðendur á ýmissi hrávöru (sjá nánar síðar í kaflanum og í rammagrein 2). Stríðið og refsiaðgerðirnar hafa því aukið óvissu um framboð hrávöru sem leitt hefur til mikillar hækkunar hrávöruverðs. Átökin hafa einnig valdið auknu álagi á aðfangakeðjur og truflunum í sjó- og loftflutningum, m.a. sakir lokunar lofthelgi Rússlands. Sjóflutningar um Svartahaf hafa nú þegar raskast og kostnaður við að flytja hrávöru aukist. Átökin munu því hafa víðtæk áhrif á heimsbúskapinn. … og hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum versnað Eins og rakið er í rammagrein 2 koma neikvæð efna- hagsleg áhrif innrásarinnar á heimsbúskapinn líklega fyrst og fremst fram í formi mikilla verðhækkana á hrávöru. Verðhækkun þeirra mun leiða til hækkunar innflutningsverðs og aukins verðbólguþrýstings sem var þegar orðinn mikill. Kostnaður heimila og fyrirtækja mun því aukast sem hefur neikvæð áhrif á innlenda eftirspurn. PMI-framleiðsluvísitala1 Janúar 2018 - apríl 2022 1. PMI-framleiðsluvísitala IHS Markit fyrir framleiðslu og þjónustu (Composite Output Purchasing Managers' Index). Vísitalan er birt mánaðarlega og er árstíðarleiðrétt. Þegar gildi vísitölunnar er yfir 50 gefur það vísbendingar um vöxt í framleiðslu milli mánaða en samdrátt ef hún er undir 50. Heimild: Refinitiv Datastream. Bandaríkin Bretland Vísitala Mynd I-3 0 10 20 30 40 50 60 70 20222021202020192018 Evrusvæðið Iðnframleiðsla og smásala1 Janúar 2019 - mars 2022 1. Árstíðarleiðréttar magnvísitölur (2016 = 100). Heimild: Refinitiv Datastream. Bandaríkin Bretland Iðnframleiðsla Mynd I-4 Evrusvæðið 60 70 80 90 100 110 120 202120202019 80 90 100 110 120 130 140 202120202019 Smásala ‘22 ‘22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.