Peningamál - 04.05.2022, Side 14
PENINGAMÁL 2022 / 2 14
enn frekar vegna stríðsátakanna. Hrávöruverð mæld-
ist um 18% hærra í mars en undir lok síðasta árs og
hafði aldrei mælst hærra. Endurspeglar þróunin miklar
áhyggjur af áhrifum átakanna og viðskiptaþvingana á
framboð hrávöru þar sem bæði Rússland og Úkraína eru
mikilvægir framleiðendur á mörgum hrávörum, m.a. á
málmum, landbúnaðarafurðum og áburði (sjá ramma-
grein 2). Útlit er fyrir að verð á annarri hrávöru en orku-
gjöfum hækki um 15,4% að meðaltali í ár en í febrúarspá
bankans var gert ráð fyrir ríflega 1% lækkun. Hins vegar
er búist við meiri verðlækkun á næstu tveimur árum en
að það verði talsvert hærra á öllum spátímanum en spáð
var í febrúar.
Útlit fyrir meiri bata viðskiptakjara
Viðskiptakjör vöru og þjónustu bötnuðu um 3,7% í
fyrra líkt og spáð var í febrúar (myndir I-13 og I-15).
Skýrist batinn að mestu leyti af mikilli hækkun álverðs
en verð sjávarafurða og annars vöruútflutnings, einkum
kísilafurða, hækkaði einnig. Útlit er fyrir að viðskiptakjör
hafi batnað enn frekar á fyrsta fjórðungi í ár og er talið
að þau muni batna um 2,3% á árinu öllu sem er 1,2
prósentum meiri bati en spáð var í febrúar. Horfur um
viðskiptakjör hafa því batnað þrátt fyrir mikla hækkun
olíu- og hrávöruverðs í kjölfar stríðsátakanna í Úkraínu.
Talið er að útflutningsverð helstu viðskiptalanda hækki
um tæplega 10% í ár sem er tvöfalt meiri hækkun en
spáð var í febrúar. Meiri hækkun útflutningsverðlags
Íslands vegur hins vegar þyngra vegna töluvert meiri
verðhækkana á ál- og sjávarafurðum. Þótt búist sé við
meiri rýrnun viðskiptakjara á næsta ári verða þau samt
sem áður heldur hagfelldari en gert var ráð fyrir í febrúar
á öllum spátímanum.
Viðskiptakjör vöru og þjónustu 2015-2024¹
1. Grunnspá Seðlabankans 2022-2024. Brotalína sýnir spá frá PM 2022/1.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd I-15
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
2024202320222021202020192018201720162015