Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 14

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 14
PENINGAMÁL 2022 / 2 14 enn frekar vegna stríðsátakanna. Hrávöruverð mæld- ist um 18% hærra í mars en undir lok síðasta árs og hafði aldrei mælst hærra. Endurspeglar þróunin miklar áhyggjur af áhrifum átakanna og viðskiptaþvingana á framboð hrávöru þar sem bæði Rússland og Úkraína eru mikilvægir framleiðendur á mörgum hrávörum, m.a. á málmum, landbúnaðarafurðum og áburði (sjá ramma- grein 2). Útlit er fyrir að verð á annarri hrávöru en orku- gjöfum hækki um 15,4% að meðaltali í ár en í febrúarspá bankans var gert ráð fyrir ríflega 1% lækkun. Hins vegar er búist við meiri verðlækkun á næstu tveimur árum en að það verði talsvert hærra á öllum spátímanum en spáð var í febrúar. Útlit fyrir meiri bata viðskiptakjara Viðskiptakjör vöru og þjónustu bötnuðu um 3,7% í fyrra líkt og spáð var í febrúar (myndir I-13 og I-15). Skýrist batinn að mestu leyti af mikilli hækkun álverðs en verð sjávarafurða og annars vöruútflutnings, einkum kísilafurða, hækkaði einnig. Útlit er fyrir að viðskiptakjör hafi batnað enn frekar á fyrsta fjórðungi í ár og er talið að þau muni batna um 2,3% á árinu öllu sem er 1,2 prósentum meiri bati en spáð var í febrúar. Horfur um viðskiptakjör hafa því batnað þrátt fyrir mikla hækkun olíu- og hrávöruverðs í kjölfar stríðsátakanna í Úkraínu. Talið er að útflutningsverð helstu viðskiptalanda hækki um tæplega 10% í ár sem er tvöfalt meiri hækkun en spáð var í febrúar. Meiri hækkun útflutningsverðlags Íslands vegur hins vegar þyngra vegna töluvert meiri verðhækkana á ál- og sjávarafurðum. Þótt búist sé við meiri rýrnun viðskiptakjara á næsta ári verða þau samt sem áður heldur hagfelldari en gert var ráð fyrir í febrúar á öllum spátímanum. Viðskiptakjör vöru og þjónustu 2015-2024¹ 1. Grunnspá Seðlabankans 2022-2024. Brotalína sýnir spá frá PM 2022/1. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-15 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 2024202320222021202020192018201720162015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.