Peningamál - 04.05.2022, Side 17
PENINGAMÁL 2022 / 2 17
þegar það lækkaði skarpt á ný (mynd II-5). Hækkun á
gengi krónunnar fram að innrásinni endurspeglaði að
hluta aukna bjartsýni um slökun sóttvarnaraðgerða og
bjartari horfur í efnahagsmálum. Aukin framvirk sala
á gjaldeyri studdi enn frekar við gengi krónunnar en
heimildir til afleiðuviðskipta með krónuna voru auknar
töluvert um mitt síðasta ár. Útflutningsfyrirtæki hafa nýtt
þetta aukna svigrúm til að selja framtíðargjaldeyristekjur
sínar framvirkt en líklega hefur spákaupmennska með
krónuna einnig aukist. Innrásin í Úkraínu olli hins vegar
mikilli óvissu á fjármálamörkuðum og um tíma sóttu
fjárfestar í öruggar fjáreignir og gjaldmiðla sem eru eftir-
sóttir á óvissutímum. Í kjölfarið var töluverður þrýstingur
til lækkunar á gengi krónunnar og Seðlabankinn seldi
umtalsvert af gjaldeyri í lok febrúar og á fyrstu dögum
marsmánaðar í samræmi við inngripastefnu sína. Skörp
gengislækkun í kjölfar stríðsátakanna kann þó einnig
að skýrast af því að hluti þeirra fjárfesta sem höfðu selt
gjaldeyri framvirkt hafi lokað samningum sínum þegar
óvissa jókst. Gengi krónunnar tók þó að hækka á ný
snemma í mars en hafði þá lækkað um 3,3% frá upphafi
innrásarinnar. Það er nú 1% hærra en fyrir innrásina og
3,9% hærra en á sama tíma fyrir ári. Það er nú á svipuð-
um stað og það var rétt áður en farsóttin barst til landsins
seint í febrúar 2020.
Fjármagnsflæði vegna nýfjárfestingar var tiltölu-
lega takmarkað frá miðju síðasta ári fram í mars sl.
þegar það jókst lítillega, að hluta vegna sölu ríkissjóðs
á hluta í Íslandsbanka en einnig vegna aukinna kaupa á
ríkisbréfum. Ekki er útilokað að fjármagnsinnflæði aukist
enn frekar er líður á árið þar sem innlendur hlutabréfa-
markaður verður færður í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE-
Russell í september nk. Hrein gjaldeyriskaup innlendra
lífeyrissjóða námu 14,6 ma.kr. á fyrstu þremur mánuðum
ársins en gjaldeyriskaup þeirra hafa minnkað frá því sem
var fyrir faraldurinn þar sem erlendar eignir þeirra hafa
aukist töluvert og hluti lífeyrissjóða nálgast fjárfestingar-
markmið um hlutfall erlendra eigna.
… og helst svipað út spátímann
Gengisvísitala krónunnar var um 191 stig á fyrsta fjórð-
ungi ársins sem er rúmlega 1% hærra meðalgengi en
gert var ráð fyrir í febrúarspá Peningamála. Samkvæmt
grunnspánni helst hún svipuð út spátímann (mynd II-6)
og verður raungengið því tæplega 6% hærra árið 2024
en það var að meðaltali árið 2021 en ríflega 8% lægra
en það var hæst árið 2017.
Gengi krónunnar1
2. janúar 2015 - 29. april 2022
1. Verð erlendra gjaldmiðla í krónum. Þröng viðskiptavog.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Vísitala
Mynd II-5
140
160
180
200
220
2021202020192018201720162015 ‘22
Gengi krónunnar 2015-20241
1. Gengisvísitala er þröng viðskiptavog. Raungengi miðað við hlutfallslegt verðlag.
Grunnspá Seðlabankans 2022-2024. Brotalínur sýna spá frá PM 2022/1.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Gengisvísitala (v. ás, andhverfur) Raungengi (h. ás)
Vísitala
Mynd II-6
Vísitala, 2005 = 100
220
200
180
160
140
120
100
50
60
70
80
90
100
110
2024202320222021202020192018201720162015