Peningamál - 04.05.2022, Qupperneq 18

Peningamál - 04.05.2022, Qupperneq 18
PENINGAMÁL 2022 / 2 18 Peningamagn og útlán Vöxtur peningamagns drifinn áfram af auknum innlánum fyrirtækja Ársvöxtur peningamagns mældist 11,8% á fyrsta fjórð- ungi ársins sem er nokkru meiri vöxtur en á árinu 2021 (mynd II-7). Vöxturinn sótti heldur í sig veðrið er leið á síðasta ár í takt við aukin innlán fyrirtækja. Innlán fyrir- tækja hafa aukist í nær öllum atvinnugreinum samhliða aukinni veltu en meginþorra aukningarinnar má þó rekja til þjónustufyrirtækja. Aukin umsvif í ferðaþjónustu kunna að skýra þá þróun að hluta en það er þó fjöl- breyttur hópur fyrirtækja sem heyrir undir þjónustu. Þá hafa innlán annarra fjármálafyrirtækja í innlánsstofnun- um aukist á ný en þau drógust saman nánast allt síðasta ár. Vöxtur innlána heimila er enn töluverður eða um 6,9% milli ára á fyrsta fjórðungi ársins þó að dregið hafi úr honum frá fyrsta fjórðungi síðasta árs þegar hann var tæplega 11%. Helst það í hendur við hægari vöxt íbúða- lána undir lok síðasta árs, minnkandi áhrif faraldursins á neyslugetu einstaklinga og minnkandi sparnað þeirra (sjá kafla III). Hægt hefur á vexti íbúðalána … Ársvöxtur útlána lánakerfisins hefur verið nokkuð stöð- ugur í um 6% undanfarið ár (mynd II-8). Útlán til heimila skýra sem fyrr bróðurpart aukningarinnar þó að tekið sé að hægja á vexti þeirra. Áætlað er að ársvöxtur útlána lánakerfisins til heimila hafi verið rúmlega 10% á fyrsta fjórðungi ársins en hægt hefur á vextinum frá miðju síðasta ári þegar hann náði hámarki og nam tæplega 11½%. Því er áhrifa vaxtahækkana á vöxt íbúðalána líklega farið að gæta og heimilin virðast í minna mæli nýta aukið veðrými til að fjármagna önnur neysluútgjöld. Niðurstaða nýrrar útlánakönnunar Seðlabankans frá því í apríl bendir einnig til þess að eftirspurn eftir íbúðalánum muni standa í stað eða minnka á árinu (sjá umfjöllun í rammagrein 3 í Fjármálastöðugleika 2022/1). Samfara því að hægt hefur á vexti íbúðalána viðskiptabank- anna hafa uppgreiðslur á sjóðsfélagalánum lífeyrissjóða minnkað enda bjóða sumir þeirra nú betri kjör en við- skiptabankarnir. … og samdráttur útlána til fyrirtækja hefur stöðvast Útlán lánakerfisins til fyrirtækja stóðu nánast í stað milli ára á fyrsta fjórðungi ársins en jukust lítillega að teknu tilliti til áhrifa gengisbreytinga á fyrirtækjalán í erlendum gjaldmiðlum. Hrein ný útlán til fyrirtækja hafa aukist að undanförnu og kann vöxtur útlána til þeirra því að vera að taka við sér eftir samfelldan samdrátt frá ársbyrjun 2021. Endurspeglar það líklega aukna fjárfestingarþörf Peningamagn1 1. ársfj. 2014 - 1. ársfj. 2022 1. M3 er leiðrétt fyrir innlánum fallinna fjármálafyrirtækja. Fyrirtæki eru atvinnufyrirtæki og félagasamtök sem þjóna heimilum. Heimild: Seðlabanki Íslands. Heimili Fyrirtæki M3 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-7 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 20212020201920182017201620152014 Fjármálageiri Sveitarfélög Útlán lánakerfis1 Janúar 2016 - mars 2022 1. Leiðrétt fyrir endurflokkun og skuldalækkunaraðgerðum stjórnvalda. Án útlána til innlánsstofnana, fallinna fjármálafyrirtækja og ríkissjóðs. Fyrirtæki eru atvinnufyrirtæki og félagasamtök sem þjóna heimilum. Tölur fyrir mars 2022 eru áætlun Seðlabankans en gögn um útlán fyrirtækja liggja ekki fyrir þann mánuð. Heimild: Seðlabanki Íslands. Heimili Heildarútlán Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-8 -5 0 5 10 15 20 ‘22202120202019201820172016 Fyrirtæki

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.