Peningamál - 04.05.2022, Síða 19

Peningamál - 04.05.2022, Síða 19
PENINGAMÁL 2022 / 2 19 í takt við aukin efnahagsumsvif og sjást nú fyrstu merki um aukin útlán til byggingargeirans (sjá kafla III). Þá hefur bjartsýni stjórnenda fyrirtækja aukist þótt á móti vegi aukin óvissa vegna stríðsátaka í Evrópu og vaxandi áhrif framboðshnökra. Þrátt fyrir það búast viðskipta- bankarnir ekki við mikilli breytingu á eftirspurn eftir fyrirtækjalánum á árinu. Þá hefur hluti fyrirtækja sótt fjármögnun beint á markað eða í gegnum sérstaka fag- fjárfestasjóði. Sterk staða heimila og fyrirtækja Skuldir heimila hafa heldur aukist frá því fyrir faraldur- inn en skuldsetning heimila er þó enn hófleg (mynd II-9). Vanskil heimila hafa einnig minnkað og eru lítil í sögulegu samhengi. Þá hefur eignastaða heimila batnað í gegnum faraldurinn og sparnaðarhlutfall þeirra er enn yfir sögulegu meðaltali (sjá kafla III). Því má ætla að við- námsþróttur heimila sé heilt yfir nokkur, m.a. til að mæta áhrifum hærri vaxta og hækkun verðlags. Væntingar um frekari hækkun vaxta virðast hafa beint fleiri heimilum í óverðtryggð lán með föstum vöxt- um þótt vextir þeirra séu hærri en á lánum með breyti- legum vöxtum. Vaxtaálag á óverðtryggð húsnæðislán hefur auk þess minnkað lítillega þar sem vextir á nýjum húsnæðislánum hafa hækkað minna en innlánsvextir og meginvextir Seðlabankans (mynd II-10). Þrátt fyrir efnahagssamdráttinn hafa skuldir fyrir- tækja minnkað lítillega frá því fyrir faraldurinn og staða fyrirtækja virðist betri en útlit var fyrir við upphaf farsótt- arinnar. Þótt þau fyrirtæki sem urðu fyrir mestum áhrif- um af farsóttinni standi enn höllum fæti hefur rekstur fyrirtækja sem urðu fyrir minni áhrifum af faraldrinum í mörgum tilfellum gengið vel. Sum af stærri fyrirtækjum landsins nýttu betra aðgengi að fjármagni og lægri vexti til endurfjármögnunar á betri kjörum þótt vaxtaálag á ný útlán hafi almennt heldur hækkað miðað við þá inn- lánsvexti sem þeim standa til boða (mynd II-10). Þá hafa útlánatöp bankanna vegna fyrirtækjalána verið minni en gert var ráð fyrir í upphafi faraldursins og vanskil fyrir- tækja minnkuðu á síðasta ári. Eignaverð Lítið framboð íbúða og áframhaldandi hækkun húsnæðisverðs … Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarið en umsvif á fasteignamarkaði tóku að aukast seint á árinu 2020 og náðu hámarki á fyrri hluta síðasta árs. Lægri vextir, mikill uppsafnaður sparnaður og meiri ráðstöfunartekj- ur auðvelduðu kaup á stærra húsnæði og gerðu fleiri fyrstu kaupendum kleift að kaupa sína fyrstu eign. Í Vaxtaálag á útlánum1 Mars 2015 - mars 2022 1. Mismunur á vegnum meðalvöxtum á óverðtryggðum útlánum stóru viðskipta- bankanna þriggja og meginvöxtum Seðlabankans annars vegar og vegnum meðalvöxtum á nýjum innlánum hins vegar. Þriggja mánaða hreyfanleg meðaltöl. Heimild: Seðlabanki Íslands. Miðað við innlánsvexti Miðað við meginvexti Prósentur Mynd II-10 0 1 2 3 4 5 6 7 Ný húsnæðislán Ný fyrirtækjalán ‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘20‘19‘18‘17‘16‘15 ‘21 ‘21 Skuldir heimila og fyrirtækja1 2003-2021 1. Skuldir við fjármálafyrirtæki og útgefin markaðsskuldabréf. Án fjármálafyrirtækja og eignarhaldsfélaga. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Heimili % af VLF Mynd II-9 Fyrirtæki 0 50 100 150 200 250 300 350 400 ‘21‘19‘17‘15‘13‘11‘09‘07‘05‘03

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.