Peningamál - 04.05.2022, Síða 21

Peningamál - 04.05.2022, Síða 21
PENINGAMÁL 2022 / 2 21 byrðar þeirra ásamt vaxtahækkunum Seðlabankans einnig að hægja á hækkun húsnæðisverðs. Samkvæmt grunnspá bankans eru horfur á að það hægi á verðhækkun húsnæðis á seinni hluta þessa árs en nokkur óvissa er þó til staðar. Þannig hafa stríðsátök í Evrópu leitt til mikillar verðhækkunar fjölda hrávara og skortur gæti orðið á aðföngum. Það gæti gert byggingar- verktökum erfitt fyrir og leitt til bakslags í framboði hús- næðis og frekari hækkunar húsnæðiskostnaðar. Þá er einnig nokkur óvissa um áhrif komandi kjarasamninga og efnahagshorfur almennt. Mikil fjölgun innflytjenda og aukin skammtímaleiga húsnæðis fyrir erlenda ferðamenn gæti einnig sett meiri þrýsting á húsnæðisverð en nú er gert ráð fyrir. Sveiflur á hlutabréfamarkaði í kjölfar innrásar Úrvalsvísitala Kauphallarinnar, OMXI10, hefur lækkað um tæp 11% frá áramótum (mynd II-16). Líkt og víða erlendis var töluverður órói á hlutabréfamarkaði eftir inn- rás Rússa í Úkraínu sem olli því að hlutabréfaverð skráðra félaga í kauphöll Nasdaq lækkaði þegar fjárfestar leituðu í öruggari eignir. Lækkunin í kjölfar innrásarinnar varð mest 12% snemma í mars og virðist mikið hafa verið um kröfur um auknar tryggingar og að framvirkum samn- ingum hafi verið lokað að fullu eða að hluta. Lækkunin hefur að stórum hluta gengið til baka en hlutabréfaverð er þó enn tæplega 7% lægra en það var fyrir innrásina. Velta á hlutabréfamarkaði var 357 ma.kr. á fyrsta fjórð- ungi þessa árs sem er 35% meiri velta en á sama tíma í fyrra. Húsnæðisverð í hlutfalli við leiguverð í völdum OECD-ríkjum1 1. Tölur fyrir Ísland á 1. ársfj. 2022 en 4. ársfj. 2021 fyrir önnur lönd nema Holland og Nýja-Sjáland á 3. ársfj. 2021 og Japan á 2. ársfj. 2021. Heimildir: Hagstofa Íslands, OECD, Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands. Frávik frá meðaltali (fjöldi staðalfrávika) Mynd II-14 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 Ít al ía Fi nn la nd Sp án n Sv íþ jó ð Ja pa n Po rt úg al K an ad a Br et la nd Þý sk al an d N or eg ur D an m ör k Lú xe m bo rg N ýj a- Sj ál an d Ís la nd Sv is s H ol la nd Be lg ía Fr ak kl an d Á st ra lía Ba nd ar ík in Raunverulegt og spáð húsnæðisverð1 1. ársfj. 2017 - 1. ársfj. 2022 1. Spáð ársbreyting húsnæðisverðs út frá kvikri (e. dynamic) spá frá 1. ársfj. 2020 til 1. ársfj. 2022 með húsnæðisverðsjöfnu áþekkri húsnæðisverðsjöfnu þjóðhagslíkans Seðlabankans metinni fyrir tímabilið 3. ársfj. 2001 - 4. ársfj. 2017. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands. Húsnæðisverð ± 1 staðalfrávik Spáð húsnæðisverð ± 2 staðalfrávik Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-15 20212020201920182017 0 5 10 15 20 25 Gengi hlutabréfa fyrirtækja eftir tegund atvinnurekstrar1 2. janúar 2020 - 29. apríl 2022 1. Meðaltal breytinga gengis hlutabréfa skráðra fyrirtækja eftir tegund atvinnurekstrar, leiðrétt fyrir arðgreiðslum og hlutafjárlækkunum. Heimildir: Kodiak Pro, Nasdaq Ísland. Úrvalsvísitala (OMXI10) Útflutningsfyrirtæki Fasteignafélög Vísitala, 2. janúar 2020 = 100 Mynd II-16 50 75 100 125 150 175 200 225 250 202220212020 Fjármálafyrirtæki Fjarskipta- og tæknifyrirtæki Heild- og smásölufyrirtæki

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.