Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 24

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 24
PENINGAMÁL 2022 / 2 24 vegafjárfestingar. Vöxtur atvinnuvegafjárfestingar í fyrra var heldur meiri en gert hafði verið ráð fyrir í febrúarspá bankans. ... og útlit fyrir áframhaldandi vöxt í ár Horfur eru á að fjármunamyndun hafi einnig verið sterk á fyrsta fjórðungi þessa árs þrátt fyrir að vísbendingar séu um að dregið hafi úr ársvextinum frá fyrri fjórðungi. Innflutningur almennra fjárfestingarvara jókst t.d. minna milli ára á fjórðungnum en á sama tíma í fyrra (mynd III-6). Þá kunna umsvif í byggingarstarfsemi og mann- virkjagerð að hafa verið minni á fyrsta ársfjórðungi en í venjulegu árferði vegna slæms tíðarfars. Könnun Seðlabankans á fjárfestingaráformum fyrir- tækja sem framkvæmd var í febrúar og mars bendir til þess að þau áformi að auka við fjárfestingu í ár um u.þ.b. 30% að nafnvirði frá fyrra ári (mynd III-7). Það er mun meiri aukning fjárfestingarútgjalda en kom fram í samsvarandi könnun frá því í september. Niðurstöðurnar benda til þess að vöxtur verði í flestum atvinnugrein- um en framlag fjármunamyndunar í ferðaþjónustu og flutningastarfsemi vegur þyngst. Niðurstöður fyrirtækja- könnunar Gallup á meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem framkvæmd var í febrúar og mars benda einnig til þess að stjórnendur séu bjartsýnir um fjárfestingu ársins. Samkvæmt þeirri könnun telur um þriðjungur stjórnenda að fjárfesting í ár verði meiri en í fyrra, tvöfalt fleiri en þeir sem telja að fjárfesting verði minni í ár. Þessar kannanir voru ýmist gerðar fyrir innrás Rússa í Úkraínu eða stuttu eftir að hún hófst en óvíst er hver áhrif hennar verða á fjárfestingaráform fyrirtækja (sjá rammagrein 2). Einhver fyrirtæki kunna þó að fresta áformum sínum vegna aukinnar óvissu um innlenda og erlenda eftirspurn, hækkandi aðfangaverðs eða skorts á aðföngum. Vísbendingar gefa engu að síður tilefni til að ætla að fjárfesting atvinnuveganna verði meiri í ár en talið var í febrúarspá bankans. Nú er gert ráð fyrir 9,5% vexti milli ára sem er liðlega 6 prósentum meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í febrúar. Talið er að almenn atvinnuvegafjár- festing hafi aukist um 12,7% á fyrsta ársfjórðungi sem er minni vöxtur en í síðustu spá en að vöxtur á árinu öllu verði ívið meiri en í febrúar eða 10,8%. Við þetta bætist kröftugur vöxtur stóriðjufjárfestingar en sam- kvæmt áætlunum fyrirtækja í orkufrekum iðnaði eykst hún um 43% á árinu. Þá er búist við minni samdrætti atvinnuvegafjárfestingar á næsta ári en í fyrri spá en mikil fjárfesting í flugvélum og skipum í ár veldur því að fjárfestingarstigið lækkar milli ára. Vísbendingar um almenna atvinnuvegafjárfestingu 1. ársfj. 2018 - 1. ársfj. 2022 1. Samanlögð velta í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. Gögnin eru eftir tveggja mánaða virðisaukaskattstímabilum og staðvirt með byggingavísitölu. 2. Samanlagt innflutningsverðmæti almennra fjárfestingarvara og flutningatækja til atvinnurekstrar, þó ekki skipa og flugvéla, staðvirt með gengisvísitölu. 3. Punkturinn sýnir áætlun fyrir fyrsta ársfj. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Velta í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð (v. ás)¹ Innflutningur almennra fjárfestingarvara (v. ás)² Umsóknir um nýskráningar bílaleigubíla (h. ás)3 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-6 Breyting frá fyrra ári (%) 2018 2019 2020 2021 ‘22 -300 -200 -100 0 100 200 300 400 500 600 700 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 70 Fjárfestingaráform fyrirtækja 20221 1. Könnun Seðlabankans á fjárfestingaráformum fyrirtækja (að undanskilinni fjár- festingu í skipum og flugvélum). Könnun Gallup á fjárfestingaráformum 400 stærstu fyrirtækja landsins. Sýnd eru hlutföll fyrirtækja sem ætla að auka og minnka fjárfestingu. Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands. Sjávarútvegur Iðnaður Flutningar og ferðaþj. Verslun Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-7 Fjölm. og upplýsingat. Þjónusta og annað Alls Hlutfall (%) Könnun Seðlabankans Könnun Gallup -20 -10 0 10 20 30 40 20222022 -20 -10 0 10 20 30 40 Auka Minnka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.