Peningamál - 04.05.2022, Síða 36

Peningamál - 04.05.2022, Síða 36
PENINGAMÁL 2022 / 2 36 VVerðbólga Nýleg verðbólguþróun Verðbólga hefur ekki verið meiri síðan árið 2010 ... Verðbólga hefur aukist töluvert að undanförnu og mæld- ist 6,2% á fyrsta ársfjórðungi en í febrúar var spáð að hún yrði 5,8%. Hækkun húsnæðisliðar vísitölu neyslu- verðs hafði líkt og í fyrra mest áhrif á þróun verðlags á fjórðungnum enda hefur húsnæðisverð áfram hækkað hratt. Verðhækkun innfluttrar vöru hafði þó nánast álíka mikil áhrif og húsnæðisliðurinn sem mátti einkum rekja til verðhækkunar eldsneytis, húsgagna og heimilisbúnaðar. Innlent eldsneytisverð hafði í mars hækkað um tæplega fjórðung frá því á sama tíma í fyrra en það hækkaði veru- lega á heimsmarkaði í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu (sjá kafla I og rammagrein 2). Verðbólga mældist 7,2% í apríl og hafði aukist úr 5,7% í janúar sl. (mynd V-1). Rekja mátti rúmlega þriðj- ung mánaðarhækkunar vísitölunnar til hækkunar kostn- aðar vegna eigin húsnæðis. Verðbólga án húsnæðis var 5,3% og hefur einnig aukist hratt. Verðbólga miðað við samræmdu neysluverðsvísitöluna (sem einnig undanskil- ur kostnað vegna eigin húsnæðis) sýnir sömu þróun en á þann mælikvarða var 5% verðbólga í mars. ... og undirliggjandi verðbólga hefur jafnframt aukist undanfarið Undirliggjandi verðbólga var 5,3% í apríl sé miðað við meðaltal ólíkra mælikvarða og jókst úr 4,4% í janúar sl. (mynd V-2). Vísbendingar eru um að verðbólgu- þrýstingur sé orðinn almennari en hann var í fyrra. Allir mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu hafa hækkað að undanförnu en munurinn á milli þeirra hefur jafnframt aukist sem bendir til meiri óvissu um matið. Á sama tíma er hlutfall undirliða sem hækka mánaðarlega í verði komið vel yfir sögulegt meðaltal (mynd V-3). Verðbólga á ýmsa mælikvarða Janúar 2016 - apríl 2022 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. VNV VNV án húsnæðis 12 mánaða breyting (%) Mynd V-1 Samræmd vísitala neysluverðs Verðbólgumarkmið -4 -2 0 2 4 6 8 202120202019201820172016 ‘22 Mæld og undirliggjandi verðbólga1 Janúar 2016 - apríl 2022 1. Undirliggjandi verðbólga er mæld með kjarnavísitölu (áhrif óbeinna skatta, sveiflu- kenndra matvöruliða, bensíns, opinberrar þjónustu og raunvaxtakostnaðar húsnæðislána eru undanskilin) og tölfræðilegum mælikvörðum (vegið miðgildi, klippt meðaltal, kvikt þáttalíkan og sameiginlegur þáttur vísitölu neysluverðs). Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. VNV Meðaltal mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu 12 mánaða breyting (%) Mynd V-2 2016 2017 2018 2019 2020 2021 ‘22 Verðbólgumarkmið Bil hæsta og lægsta mats á undirliggjandi verðbólgu 0 1 2 3 4 5 6 7 8

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.