Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 Ljósmynd/Szilvia Micheller Íslensku landsliðsmennirnir fagna sætum stórsigri á Frökkum á Evrópumótinu í Búdapest í janúarmánuði 2022. Ljósmynd/Szilvia Micheller Viktor Gísli Hallgrímsson var valinn efnilegasti markmaður heims. Ljósmynd/Szilvia Micheller Ómar Ingi Magnússon er kominn í hóp þeirra bestu í heiminum. Innistæða fyrir bjartsýninni? Mörg ár eru liðin síðan jafn mikil spenna hefur ríkt í samfélaginu fyrir þátttöku íslenska karlalandsliðsins í handbolta á stórmóti og finna hefur mátt fyrir að undanförnu. VÍÐIR SIGURÐSSON hefur verið fréttastjóri íþróttafrétta á Morgunblað- inu og mbl.is frá 2008 og starfað hjá Árvakri frá 2000. Áður var hann íþróttafréttamaður hjá DV, Þjóðviljanum og Dagblaðinu. Eftir góða frammistöðu á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar 2022 þar sem Ísland lagði sterka mótherja á borð við Portúgal, Ungverjaland og Frakkland að velli, þrátt fyrir stöðugt fleiri forföll vegna kórónu- veirusmita, hafa margir orðið til þess að spá Guðmundi Þ. Guðmundssyni og hans mönnum enn betra gengi á heimsmeistaramótinu sem hefst í Svíþjóð og Póllandi 11. janúar. Þeir bjartsýnustu tala um raunhæfa möguleika á verðlaunasæti. Handboltaáhugamenn ætla að fjölmenna á leiki Íslands í Kristianstad og Gauta- borg og ljóst er að langt er síðan stuðningur við liðið á stórmóti erlendis hefur verið jafnöflugur og útlit er fyrir á leikjunum í Svíþjóð. Er innistæða fyrir þessari miklu bjartsýni? Eigum við landslið í dag sem getur fetað í fótspor „gullaldarliðsins“ sem náði í silfur á Ólympíuleik- unum í Peking 2008 og brons á Evrópumótinu í Austurríki 2010? Eða í það minnsta endað eina ferðina enn í hópi sex efstu liða á stórmóti? Það fer ekki á milli mála að íslenska lands- liðið er á réttri leið og það var afrek að ná sjötta sætinu á Evrópumótinu 2022. Þar komst Ísland í fyrsta skipti í átta ár í hóp sex efstu liðanna á stórmóti en það er lengsti biðtíminn eftir slíkum árangri frá því íslenska handbolta- ævintýrið hófst fyrir alvöru með sjötta sætinu á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984. Tvö lykilatriði vega þungt Tvö lykilatriði vega þungt hjá íslenska landsliðinu í dag og gefa fyrirheit um að það geti náð stigvaxandi árangri á næstu árum. Annars vegar er stærsti hluti leikmannanna á mjög góðum aldri. Þeir eru flestir á aldrin- um 22-28 ára og eiga því möguleika á að eiga langan og farsælan feril fyrir höndum. Hins vegar eru flestir þeirra á mála hjá mjög sterkum félagsliðum í Evrópu. Átta leikmenn í hópnum sem fer á HM spila í þýsku 1. deildinni, sem er tvímælalaust sterkasta deild heims, og hinir spila í Frakklandi, Danmörku og Ungverjalandi og með toppliðum í Noregi og Sviss. Einn með Íslands- og bikarmeisturum Vals sem hafa gert það gott í Evrópudeildinni í vetur. Fimm landsliðsmannanna sem eru á leið til Svíþjóðar leika með liðum sem spila í Meist- aradeild Evrópu í vetur en í þeirri keppni eru aðeins sextán af bestu liðum álfunnar. Íslenska landsliðið hefur sennilega sjaldan eða aldrei átt jafn breiðan hóp leikmanna sem spila með félagsliðum í fremstu röð í Evrópu, og þar með í heiminum. Öflugt byrjunarlið Skoðum aðeins byrjunarliðið sem Guðmund- ur getur stillt upp í fyrsta leik á HM í Svíþjóð: Markmaður: Viktor Gísli Hallgrímsson, 21 árs og leikur með Nantes sem er í 3. sæti í Frakklandi og í 3. sæti í sínum riðli í Meistara- deildinni. Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, 32 ára og leikur með Veszprém sem er efst í Ungverja- landi og í 2. sæti í sínum riðli í Meistara- deildinni. Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, 32 ára og leikur með Aalborg sem er í 2. sæti í Dan- mörku og í 6. sæti í sínum riðli í Meistara- deildinni. Miðjumaður: Gísli Þorgeir Kristjánsson, 23 ára og leikur með Þýskalands- og heimsmeisturum Magdeburg sem eru í 4. sæti í Þýskalandi og í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni. Hægri skytta: Ómar Ingi Magnússon, 25 ára, samherji Gísla hjá Magdeburg sem var kjörinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar á síðasta tímabili og varð næstmarkahæstur, ásamt því að verða markakóngur EM 2022. Hægra horn: Sigvaldi Björn Guðjónsson, 28 ára og leikur með Kolstad sem hefur unnið alla leiki sína í norsku úrvalsdeildinni í vetur. Lína: Ýmir Örn Gíslason, 25 ára og leikur með Rhein-Neckar Löwen sem er í 3. sæti í Þýskalandi. Síðan er hægt að stilla upp byrjunarliði númer tvö og í því gætu verið Björgvin Páll Gústavsson, Hákon Daði Styrmisson, Elvar Örn Jónsson, Janus Daði Smárason, Viggó Kristjánsson, Óðinn Ríkharðsson og Arnar Freyr Arnarsson. Góð blanda af þessum tveimur liðum, auk öflugra manna sem einnig eru í hópnum, Ólafs Guðmundssonar, Elvars Ásgeirssonar, Kristjáns Arnar Kristjánssonar og Elliða Snæs Viðarssonar, er vissulega til þess fallin að auka tiltrú handboltaáhugafólks á því að landsliðið í dag geti komist í allra fremstu röð. Tíu sinnum meðal sex bestu Væntingar eru eitt, frammistaða er ann- að. Ísland hefur verið framarlega í flokki í heiminum, tiltölulega samfleytt, frá árinu 1984. Frá þeim tíma hefur íslenska karlalandsliðið tíu sinnum hafnað í sjötta sæti eða ofar á einhverju stórmótanna þriggja, Ólympíuleik- um, Evrópukeppni og heimsmeistarakeppni. Áður náði Ísland sjötta sæti á HM árið 1961 og stimplaði sig þá inn í hóp handboltaþjóða þótt biðin eftir sambærilegum árangri yrði löng. Fjórum sinnum hefur Ísland komist í undan- úrslit, tvisvar á Ólympíuleikum og tvisvar í Evrópukeppni. Á heimsmeistaramótinu er hins vegar fimmta sætið enn sem komið er besti ár- angur Íslands frá upphafi en þeim áfanga náði liðið árið 1997, í Kumamoto í Japan. Inn á milli hafa síðan komið stórmót þar sem væntingarn- ar voru gríðarlega miklar en liðið náði síðan ekki að standa undir þeim. Ómar tekinn við af Ólafi Núverandi landsliðsmenn geta eftir sem áður horft til árangurs forvera sinna, mátað sig við þá og mætt til leiks á HM með það að keppikefli að ná svipuðum eða betri árangri. Rétt eins og þegar Ólafur Stefánsson fór fyrir íslenska liðinu sem komst tvisvar á verðlauna- pall og var einn besti leikmaður heims, er örvhent skytta í forystuhlutverkinu. Nú er það Ómar Ingi Magnússon, sem hefur víða verið settur í hóp fimm til tíu bestu handboltamanna heims um þessar mundir, og þó hann sé ólíkur Ólafi sem leikmaður og karakter þá er hann á sama hátt sá sem getur dregið vagninn og gert samherja sína betri. Liðið þarf að fara vel af stað á HM. Fyrstu tveir leikirnir, gegn Portúgal og Ungverjalandi, eru lykilleikirnir, því ef allt þróast á eðlilegan hátt tekur liðið úrslitin í þeim með sér í milli- riðilinn. Þar verða Evrópumeistarar Svíþjóðar og Suður-Ameríkumeistarar Brasilíu stóru hindranirnar. Til að komast í átta liða úrslit, og sýna að það hafi verið innistæða fyrir bjart- sýninni, þarf íslenska liðið líklega að vinna þrjá af þessum fjórum leikjum, og má ekki misstíga sig gegn lægra skrifuðum mótherjum. TÍMAMÓT HEIMSMEISTARAMÓT KARLA Í HANDBOLTA FER FRAM Í JANÚAR OG MARGIR SPÁ ÍSLANDI GÓÐU GENGI Tvö lykilatriði vega þungt hjá íslenska landsliðinu í dag og gefa fyrirheit um að það geti náð stigvaxandi árangri á næstu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.