Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 77 von á? Hvernig breytist saga jafnréttis miðað við það sem alþýðuvitneskja eða hugboð myndi segja okkur að hún væri á þessum langa tíma? Í fyrsta lagi hefur til langs tíma verið hreyfing í átt að meiri jöfnuði, bæði í tekjum og auði. Meginniðurstaðan er að þessi hreyfing í átt að meiri jöfnuði hefst ekki fyrr en eftir fyrri heimsstyrjöld og seinni heimsstyrjöld, á tímanum 1940 til 1945. Þriðja niðurstaðan er að ef þú berð saman stöðuna í dag við ástandið 1910, 1914, búum við við meiri jöfnuð í heiminum út frá auðjöfnuði og sérstaklega launajöfnuði. Umfang þessarar hreyfingar hefur þó verið mjög takmarkað þar sem samþjöppun auðs er enn mjög mikil. Þótt samþjöppun auðs virðist mjög mikil nú, var hún jafnvel enn öfgakenndari fyrir einni öld. Ef horft er á Evrópu árið 1900 eða 1910 áttu efnamestu 10 prósentin 90 prósent auðsins, en nú er hlutfallið 60 prósent auðsins. Þessi 50 prósent fyrir ofan miðju voru næstum jafn fátæk og 50 prósentin á botninum. Þau áttu á milli fimm og tíu prósent af heildarauðnum. Og 50 prósentin á botninum eitt til tvö prósent. Það var eins og millistéttin væri ekki til. Þannig að það hafa orðið markverðar umbætur til lengri tíma litið í þeim skilningi að þessi 40 prósent fyrir ofan miðju eiga nú næstum 40 prósent af öllum auði í Evrópu og aðeins minna en 30 prósent í Bandaríkjunum. Og það er mjög erfitt að endurskrifa söguna um hvað hefði gerst án fyrri og síðari heims- styrjaldar. Það mætti vissulega færa rök að því að kreppan mikla hefði jafnvel haft meiri áhrif á hið pólitíska og félagslega landslag í Bandaríkj- unum en stríðið. Síðan eru lönd eins og Svíþjóð þar sem heimsstyrjaldirnar skiptu ekki jafn miklu máli og í öðrum löndum og voru samt með þessa hreyfingu í átt að meiri jöfnuði og að einhverju leyti jafnvel í meira mæli hin löndin. Ég vil því ekki segja að það hafi verið stríðið sjálft. Það var frekar allt þetta ferli á fyrri hluta 20. aldar sem leiddi til gerbreytingar á pólitíska, félagslega og fjárhagslega kerfinu sem varð til þess að það varð takmörkuð aukning á dreifingu auðs og takmörkuð aukning jafnaðar. Eitt sem ég kann vel að meta við þess bók er að í henni er ekki bara þurr upptalning á margvíslegri þróun heldur eru þar tillögur um ýmsar nokkuð af- gerandi breytingar, sem ég held að eins og þú sérð það myndu færa frjálslyndisstefnuna nær mörgu af því sem hampað hefur verið í hennar nafni en ekki tekist að ná fram. Segðu mér frá því sem þú kallar þátttökusósíalisma. Með hvaða hætti er þátttökusósíalismi frábrugðinn hefðbundnu félagslýðræði? Í mínum huga er þetta í raun framhald á félagslýðræði inn í 21. öldina. Félagslýðræðinu eru mikil takmörk sett, meðal annars að takmarkaður árangur hefur náðst þegar kemur að samþjöppun auðs. 50 prósentin á botninum í dag, þrátt fyrir hærri tekjur og styrkingu vel- ferðarsamfélagsins; auðvitað er líf þeirra mun betra en fyrir einni öld. Það er mjög augljóst þegar horft er á aðgang að menntun, heilbrigð- isþjónustu, eftirlaunum og tekjum. Það eru miklar framfarir. En þegar kemur að auði eiga þau tvö prósent af heildarauðnum, fjögur prósent af heildar- auðnum. Ég held því fram í bókinni að eina leiðin fram á við sé að allir hljóti lágmarksarf. Hann kæmi ekki í staðinn fyrir grunntekjur, ókeypis menntun, ókeypis heilbrigðisþjónustu. Hann legðist ofan á það allt og það væri kannski lokaskrefið, eða eitt af lokaskrefunum í þessari löngu þróun. Kannski ættu allir að fá 120.000 evrur við 25 ára aldur, sem í evrópsku samhengi væri um 60 prósent af meðalauði, sem nú er um 200.000 evrur á hvern fullorðinn einstakling. Við værum samt mjög langt frá því að ná jöfnuði í tækifærum í þeim skilningi að 50 prósentin á botninum, sem nú fá nánast ekkert, myndu fá 120.000 evrur. Fólk í efstu 10 prósentunum, sem í dag erfir að meðaltali eina milljón evra, myndi samt fá 600.000 evrur eftir að lagður hefur verið skattur á arf og auð til að borga fyrir þetta allt saman. Þannig að enn væri samt talsvert misvægi tækifæra milli þessara tveggja stóru hópa. Ef þú vilt vita hvað mér finnst, þá ættum við að ganga mun lengra í þessa átt. En þetta mundi samt muna miklu vegna þess að 50 prósentin á botninum fengju samt meiri völd og tækifæri. Ég verð alltaf mjög hissa þegar fólk segist vera hlynnt því að allir njóti jafnra tækifæra í kenningunni, en þegar maður leggur til skýrar aðgerðir til að fara í þessa átt verða margir, sérstaklega þeir sem eru í efri stigum dreifingarinnar, alveg óðir og segja: „Ha, hvað, þú ætlar að gefa þessum vesalings börnum peninga?“, að þau muni gera hræðilega hluti við þessa peninga, eins og auðug börn hafi alltaf tekið góðar ákvarðanir um hvernig þau nota peningana sem þau fá. Ef fólk vill setja mörk á hvað fólk mætti gera við lágmarksarfinn hef ég ekkert við það að athuga svo lengi sem sömu mörk gildi um alla erfingja. Annars væri það mjög ófrjálslynd og gerræðisleg nálgun við tækifæri í samfélaginu. Getur þú farið í gegnum hvað samstjórnun er og hvers vegna þú telur að hún sé svona mikilvæg? Hér er ég aftur að gera nokkuð að útgangs- punkti sem gaf góða raun á tuttugustu öldinni og sjá hvort hægt sé að taka það lengra. Á tuttugustu öldinni átti sér stað áhugaverð nýbreytni ásamt skattlagningu eftir efnum í Bandaríkjunum og mörgum Evrópulöndum, sem stundum hefur verið kallað samstjórn- un, sem snýst um að fulltrúar starfsmanna hafi atkvæðarétt sem skiptir máli í stjórnum fyrirtækja, jafnvel þótt þeir eigi engan hlut í fyrirtækinu. Í Þýskalandi virkar þetta þannig að fulltrúar starfsmanna geta verið með allt að helming atkvæðisréttar í stjórn stórs fyrirtækis, í Þýskalandi sem sagt. Hluthafar eru áfram með 50 prósent plús einn. Þannig að ef það er jafnt geta þeir ráðið úrslitum. Þetta þýðir hins vegar að eigi starfsmennirnir að auki lítið brot af hlutabréfum í fyrirtækinu, segjum 10 prósenta eða 20 prósenta hlut – eða eigi stjórnvöld á staðnum, sveitarfélagi eða sambandslandi, 10 prósenta eða 20 prósenta hlut – þá getur það ráðið úrslitum um meirihluta. Þannig er hægt að ná meirihluta atkvæða, jafnvel í trássi við hluthafa, sem á 80 prósent eða 90 prósent atkvæða. Ég get sagt þér að frá sjónarhóli hlutafans hljómar þetta eins og kommúnismi. Og hluthaf- ar í Frakklandi, Bretlandi eða Bandaríkjunum munu alls ekki kunna að meta þetta kerfi. Hins vegar hefur þetta verið notað og það var ekki í einhverjum litlum, afskekktum löndum – þessu var í raun beitt í Svíþjóð, í Þýskalandi og hefur verið við lýði allt frá því snemma á sjötta áratugnum. Á sínum tíma vildu hluthafar ekki sjá þetta. En valdajafnvægið í þessum löndum eftir síðari heimsstyrjöld leiddi til þessarar umbreytingar á þessum grundvallarþætti. Og sjötíu árum síðar vill enginn breyta þessu í Þýskalandi og Svíþjóð. Það gæti enginn breytt þessu. Fólk hefur séð að það er ekki bara að þetta hafi ekki eyðilagt hið kapítalíska kerfi, þetta hefur bætt úr því hvernig starfsmenn taka þátt í að skilgreina hvernig reka á fyrirtæki til lengri tíma litið. Og starfsmennirnir eru með ákveðnum hætti fjárfestar í vinnunni í fyrirtækinu. Og stundum eru þeir langtíma- fjárfestar af meiri alvöru og skuldbindingu en margir skammtímafjárfestar sem við sjáum. Hvernig getum við farið lengra í þessa átt? Í bók minni ræði ég ýmsa möguleika, en ég segi að við eigum að byrja á að færa þetta út til annarra landa og fyrirtækja sem eru smærri í sniðum. Og ef við viljum ganga lengra í þessa átt, gætum við sagt, „allt í lagi, fulltrúar starfsmanna eru með 50 prósenta atkvæðisrétt, hluthafar 50 prósent. Og meðal þessara 50 prósenta atkvæðisréttarins, sem hluthafar eiga, má einn hluthafi kannski hafa 10 prósent eða fimm prósent atkvæðisréttarins í mjög stóru fyrirtæki.“ Við lifum í mjög menntuðu samfélagi þar sem milljónir verkfræðinga, tæknimenntaðra manna og stjórnenda hafa eitthvað fram að færa. Sú hugmynd að við séum með valdafyrirkomulag eins og í konungdæmi í fyrirtækjum er alger- lega á skjön við raunveruleika okkar tíma. Hvers vegna heldur þú að samstjórn myndi breyta svo miklu? Hvers vegna hefur þú á tilfinn- ingunni að þetta yrði meira en jaðarbreyting á því hvernig hagkerfið virkar? Ég er ekki að segja að þetta sé töfralausn. Ég held að það verði að fylgja stærri pakka í stefnumótun, þar með talið að endurdreifa auðnum sjálfum. Þess vegna eru lágmarksarfur og sköttun auðs eftir efnum, sem ekki er til staðar í Þýskalandi, svona mikilvæg atriði. Ef auðnum sjálfum er ekki dreift upp á nýtt mun samstjórn fyrirtækja ekki duga til. Því þarf að fylgja kerfi sem veitir sannan aðgang að hágæðamenntun sem ekki er fyrir hendi í neinu landi. Að lokum má ekki gleyma því að samstjórnar- reglurnar í Þýskalandi eiga enn sem komið er aðeins við um mjög stór fyrirtæki. Þrátt fyrir sínar takmarkanir held ég að samstjórnar- reglurnar hafi bæði í Þýskalandi og Svíþjóð átt þátt í að takmarka hinar gríðarlegu hækk- anir launa á toppnum, sérstaklega miðað við Bandaríkin og Bretland. En hugmyndin er að ganga lengra í þessa átt með því að búa þannig um hnútana að 50 prósenta atkvæðisrétturinn nái til allra fyrirtækja, lítilla og stórra, og setja einnig mörk á vald einstakra hluthafa. Vegna þess að í sumum tilfellum er það þannig með samstjórnunarregluna eins og hún er í dag að hluthafarnir hafa úrslitaatkvæðið þegar upp er staðið – svo að áhrifin eru ekki jafn mikil og þau gætu verið. Þetta eru miklar tillögur sem myndu hafa í för með sér mikla tilfærslu á peningum. Og um leið erum við að ganga í gegnummjög óvenjulegt, þótt það sé það kannski ekki sögulega, verðbólgukast. Það viðhorf hefur verið ríkjandi, sérstaklega í Bandaríkjunum og kemur frá Larry Summers og fleirum, að sumt af því sé vegna of mikillar endur- dreifingar á peningum, of mikilla efnahagshvata. Hvernig sérð þú verðbólgu og verðlag í þessu samhengi? Og hver er þinn skilningur á hættunni á verðbólgu? Stutta svarið er að ég vil fjármagna endur- dreifingu fjár með skattlagningu eftir efnum, ekki með því að búa til peninga. Þannig að það að búa til peninga og efna til opinberra skulda er réttlætanlegt í einhverju samhengi, en virkar augljóslega ekki til lengri tíma litið. Við vitum það. Að minni hyggju á að borga fyrir endur- dreifingu með skattlagningu eftir efnum og hinum ríku. Og góðu fréttirnar eru þær að hinir ríku eru mjög ríkir. Ef þú horfir á milljarðamæringa í dag á ríkasta fólkið í kringum 200 milljarða dollara eða svo. Fyrir tíu árum áttu þeir 30 eða 40 milljarða dollara eða svo. Og tíu árum fyrir það áttu þeir aðeins tíu milljarða dollara eða svo. Þannig að þú sérð strax að uppgangur þessa fólks á hátindinum kemur ekkert við vextinum á efnahag heimsins. Því að þeirra auður vex miklu hraðar. Þannig að það er ekki hægt að halda svona áfram. Og það – auðvitað er það leiðin til að endurdreifa auðnum. Ég er ekki að segja að allt eigi að koma frá milljarðamæringum. Milljóna- mæringar munu einnig þurfa að borga. En ef þú byrjar ekki á að biðja milljarðamæringana um sanngjarnan skerf verður mjög erfitt að sannfæra milljónamæringa um að þeir þurfi líka að borga. Caitlin Ochs/Reuters „Skattleggjum hina ríku,“ stendur á skilti þátttakanda í mótmælum gegn loftslags- breytingum í New York. Þriðja niðurstaðan er að ef þú berð saman stöðuna í dag við ástandið 1910, 1914, búum við við meiri jöfnuð í heiminum út frá auðjöfnuði og sérstaklega launajöfnuði. Umfang þessarar hreyfingar hefur þó verið mjög takmarkað þar sem samþjöppun auðs er enn mjög mikil. © 2022, The New York Times Company. Timothy A. Clary/AFP gegnum Getty Images Vegfarandi gengur fram hjá manni, sem situr á gangstétt á Fimmtu breið- götu í New York og biður um peninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.