Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022
TÍMAMÓT VÍTT OG BREITT UM VERÖLDINA
Sirja Majaluoto/Oulu August Festival
Forfallnir áhugamenn um loftgítar munu sleppa fram af sér
beislinu í Oulu í Finnlandi í ágúst.
Febrúar
ÁSTRALÍA, 17. FEBRÚAR TIL 5. MARS: Grípið regn-
bogafánann og skjótið tappanum úr kampavínsflöskunni:
WorldPride er á leið til Sydney. Búist er við hálfri milljón
manna á gleðihátíðina, sem mun standa í 17 daga. Ekki
finnst þó öllum þeim sem eru í hinsegin samfélaginu að þeir
séu aufúsugestir. Sumir athugasemdaglaðir hafa sagt að
gleðidagarnir séu fyrir elítuna og vísa þar til miðaverðsins.
Aðgangur að þriggja daga mannréttindaráðstefnu kostar
til dæmis 215 þúsund krónur og ódýrustu miðar á partíið á
Bondi-ströndinni kosta 25 þúsund krónur.
BANDARÍKIN 12. FEBRÚAR: Næstum fimm árum eftir að
hún kom síðast fram á Grammy-verðlaunahátíðinni 2018 snýr
Rihanna – sem réð lögum og lofum frá fyrsta áratug aldarinnar
þar til síðasta platan hennar, Anti, kom út 2016 – aftur á sviðið
til að taka þátt í þeim tónlistarviðburði sem hvað mest er horft
á í heiminum. Hér er um að ræða hálfleik í ofurskálinni, úr-
slitaleiknum í bandaríska fótboltanum eða ruðningi. Hér þykir
fyrirtækið Apple Music, sem tekur nú við af Pepsi sem helsti
bakhjarl hálfleiksuppákomunnar, aldeilis hafa slegið sér upp.
Mars
BANDARÍKIN, 12. MARS: Klukkum verður flýtt um eina
klukkustund í Bandaríkjunum og verður það kannski í síðasta
skipti. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í mars á þessu
ári lög, sem kennd eru við sólarvörn, og hefðu í för með sér að
árstíðabundnar breytingar á klukkunni yrðu úr sögunni. Marco
A. Rubio, repúblikani frá Flórída, var meðal stuðningsmanna
laganna. Hann sagði að við þessa breytingu myndi draga úr
árekstrum í umferðinni og slysum, ránum myndi fækka um 27
af hundraði og orkunotkun minnka.
Apríl
FRAKKLAND, SPÁNN OG BANDARÍKIN, 8. APRÍL:
Í tilefni af því að 50 ár verða liðin frá andláti listamannsins
Pablos Picassos munu söfn um allan heim taka þátt í viðburði
sem nefnist „Hyllum Picasso 1973-2023“. Skipuleggjendur
eru Museé National Picasso í París og Bernard Ruiz-Picasso,
barnabarn listamannsins. Meðal sýninga af þessu tilefni
verða „Picasso 1969-72: Endir upphafsins“ í Picasso-safninu
í Antibes (8. apríl til 25. júní), „Picasso hinn ungi í París“ í
Guggenheim-safninu í New York (12. maí til 7. ágúst) og „Picasso
gegn Velasquez“ í Casa de Velasquez í Madríd (september til
nóvember).
Maí
BRETLAND, 6. MAÍ: Karl III., sem eitt sinn lýsti því að
eiga fyrir höndum að verða kóngur sem „hræðilega óvæginni“
lífsreynslu, verður krýndur í athöfn í Westminster Abbey. Buck-
ingham-höll hefur gefið til kynna að krýningin muni verða stutt
– rúmur klukkutími – og látlausari en krýning móður hans sem
stóð í næstum þrjár klukkustundir að viðstöddum átta þúsund
hefðarmönnum.
Júní
EGYPTALAND, 30. JÚNÍ: Áætluð lok fyrsta þáttarins í að
reisa nýja stjórnsýsluhöfuðborg Egyptalands. Helstu stjórnar-
stofnanir landsins verða þar til húsa austur af Kaíró. Fram-
kvæmdin á að kosta 30 milljarða dollara. Þarna eiga að vera
störf og híbýli fyrir íbúa Kaíró sem er að sprengja allt utan af
sér vegna mannmergðar auk þess að vera vettvangur metn-
aðarfullra áætlana á borð við ólympíuþorpið, sem yrði næst-
stærsta íþróttasvæði í Afríku og hluti af umsókn Egyptalands
um að fá að halda Ólympíuleikana árið 2036.
Júlí
LITHÁEN, 11. TIL 12. JÚLÍ: Atlantshafsbandalagið heldur
leiðtogafund aðildarríkjanna 30 í Vilnius, sem er aðeins 220 km
frá landamærum Rússlands. Þetta verður einn umfangsmesti
leiðtogafundur sem haldinn hefur verið í Eystrasaltsríkinu og
mun kosta um 30 milljónir evra (4,5 milljarða króna).
JAMAÍKA, 24. TIL 28. JÚLÍ: Alþjóðahafsbotnsstofnunin
mun gefa út alþjóðlegar reglur um djúpsjávarnámagröft. Þetta
er ört vaxandi grein og snýst meðal annars um að nema nikkel,
sem er mikilvægt í smíði rafgeyma, sem notaðir eru í mörgum
rafbílum. Samtök Kyrrahafsríkja, vísindamanna og samtaka á
borð við Greenpeace hafa sakað Alþjóðahafsbotnsstofnunina
um að semja reglurnar í of miklum flýti og vilja að bann verði
sett á greinina með þeim rökum að þessi námagröftur muni
eyðileggja einhver viðkvæmustu vistkerfi heims.
Ágúst
HEIMURINN: Fjórir dómarar á vegum Airbnb munu velja
100 sérviskulegustu heimilishugmyndirnar úr víðri veröld.
Bakhjarl þessa leiks er OMG!-sjóður Airbnb. Í keppninni verða
100 manns valdir og munu fá 100 þúsund dollara hver til að
hanna „sturlaðasta stað á jörðu“. Nokkrir hafa verið valdir úr
nú þegar, þar á meðal kartöfluhótel í Idaho og útilegurúta í
Portúgal, sem hönnuð er í anda sjöunda áratugarins.
FINNLAND, 23. TIL 25. ÁGÚST:Meistarar í keppni í
loftgítarleik – gítarleik án gítars – hér og þar um heiminn munu
safnast saman í Oulu til að keppa um heimsmeistaratitilinn í
loftgítarleik. Keppnin hefur verið haldin síðan 1966 og í fyrra
komu rúmlega 3.500 áhorfendur. Eru fleiri heimsmeistaramót
haldin í Finnlandi? Takk fyrir að spyrja. Finnar halda einnig
heimsmeistaramótið í mýrarbolta, heimsmeistaramótið í að
grýta farsímum og heimsmeistaramótið í að ríða rugguhestum,
svo eitthvað sé nefnt.
Calla Kessler fyrir The New York Times
Ofurstjarnan Rhianna
frá Barbados mun
stíga á svið í hálfleik
á Ofurskálinni 2023.
Andrew Testa fyrir The New York Times
Karl III. Bretakonungur
verður krýndur á árinu.
Stefnt er á látlausa athöfn.
Mohamed El-Shahed/Agence France-Presse — Getty Images
Al-Fattah al-Alim moskan
rís yfir nýrri stjórnsýsluhöf-
uðborg Egyptalands.