Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022
Emile Ducke/The New York Times
Fólk bíður við umferðarmiðstöð í miðborg Kænugarðs í kjölfar þess að Rússar byrjuðu að skjóta sprengiflaugum á
höfuðborgina eftir að innrás þeirra hófst í febrúar á þessu ári.
Sergei Supinsky/AFP í gegnum Getty Images
Fólk safnast saman í Kænugarði 2019 í tilefni af því að 110 ár voru
liðin frá fæðingu úkraínska stjórnmálamannsins Stepans Bandera,
eins leiðtoga úkraínskrar sjálfstæðishreyfingar.
Sergei Supinsky/AFP í gegnum Getty Images
Bækur á rússnesku búnar til endurvinnslu í Kænugarði í september
til að safna fé fyrir úkraínska herinn.
Í klemmu á milli ættjarðar-
ástar og þjóðernishyggju
Skilgreiningin á því hvað það þýðir
að vera Úkraínumaður hefur alltaf
verið á reiki, en innrás Rússa í
landið hefur gert það að verkum að
sú deila veldur meiri sundrungu en
nokkru sinni.
ANDREJ KÚRKOV
er rithöfundur, blaðamaður og núverandi forseti
rithöfundasamtakanna PEN í Úkraínu. Hans
nýjasta bók heitir „Diary of an Invasion“.
Síðan í febrúar á þessu ári hefur spurningin
um hver maður er oft verið mér hugleikin.
Hvað mig varðar lít ég á mig sem Úkra-
ínumann, en einn þáttur í því hver ég er
hefur sömu áhrif á suma af félögum mínum
í röðum úkraínskra menntamanna og rauð
dula á naut: Ég er rússneskur að uppruna,
móðurmál mitt er rússneska og ég skrifa á
rússnesku.
Fyrir vikið er ég lentur á milli míns úkra-
ínska sjálfs og ættjarðarástar annars vegar og
hins vegar sterkrar undiröldu þjóðernishyggju,
sem virðist jafn áfjáð í að kljúfa landið og Vlad-
imír Pútín, forseti Rússlands.
Í rúm 30 ár hafa jafnt vinir mínir sem
ókunnugir gefið sig að mér með kröfu um að ég
fari að skrifa á úkraínsku. Stundum fallast þeir
á þá skýringu mína að ég skrifi á móðurmáli
mínu og eigi rétt á því. Stundum mæti ég skiln-
ingsleysi eða jafnvel andstöðu. En yfirleitt eru
þessi samtöl á vinsamlegum nótum.
Að sama skapi hafa nafnlausir andstæðingar
stundum sett inn færslur á félagsmiðlum og
fullyrt að ég sé ekki úkraínskur rithöfundur,
heldur rússneskur.
Ef hægt væri að líta fram hjá því að ég tala
rússnesku og er af rússneskum uppruna
grunar mig að ég fengi hlýjar viðtökur hjá
Úkraínumönnum, sem verja miklum tíma á fé-
lagsmiðlum í að skilgreina opinberlega hverjir
séu og séu ekki alvöru Úkraínumenn og hverjir
séu alls ekki úkraínskir.
Sjálf er Úkraína fallegt land með flókinn
persónuleika og sögu. Hver og einn gerir sér
sína eigin mynd af úkraínska ríkinu og allir
eru á því að þeirra mynd sé sú eina rétta. Með
öðrum orðum erum við samfélag einstaklings-
hyggjumanna.
Sönnun þess sé ég í því að – með öllum sín-
um mót- og þversögnum – eru mörg hundruð
stjórnmálaflokkar skráðir hjá dómsmálaráðu-
neytinu.
Í þokkabót eru tugir ólíkra þjóðernishyggju-
hópa, sem oft rífast sín á milli um hvernig eigi
að skilgreina hina „réttu þjóðernishyggju“.
Þeir eiga hins vegar ekki fulltrúa á úkraínska
þinginu vegna þess að ekki einum einasta
þjóðernisflokki tókst að ná fimm af hundraði
atkvæða í kosningunum 2019. Þar sem þeir
eiga ekki sæti á þingi er erfitt að segja hversu
mikil pólitísk ítök þessir hópar hafa.
Úkraínsk ættjarðarást er öfugt við þjóð-
ernishyggjuna sértækari og meðal þeirra
eiginleika sem föðurlandsvinir hafa til að bera
er ekki krafa um að nota eingöngu úkraínsku.
Aðgerðarsinnar úr röðum krímverskra tatara,
sem rússneskar leyniþjónustur hafa tekið
fyrir, tala flestir rússnesku og móðurmál sitt,
krím-tatörsku. Enginn dregur þó ættjarðarást
þeirra í efa.
Ég er líka föðurlandsvinur. Og nánast sama
hvernig á það er litið hef ég þau persónuein-
kenni sem þegar á þau er litið í heild eru það
sem margir líta á sem hina úkraínsku fyrir-
mynd. Ég hlusta ekki á skoðanir meirihlutans.
Frelsi – sérstaklega málfrelsi og sköpunar-
frelsi – er mér dýrmætara en peningar og
stöðugleiki. Mér líkar ekki ríkisvaldið og ég er
óhræddur við að gagnrýna það. Að auki studdi
ég ekki Volodimír Selenskí forseta fyrir stríðið
og ég kaus hann ekki í forsetakosningunum
(þótt ég styðji hann nú).
Ég hef orðið vitni að því hvernig Úkraína
hefur þroskast sem sjálfstætt ríki. Ég bjó
í Sovét-Úkraínu í næstum 30 ár og hef nú
búið í sjálfstæðri Úkraínu í 31 ár. Úkraínskar
bókmenntir og menning hafa ekki bara lifnað
við að nýju eftir fall Sovétríkjanna, heldur
blómstrað. Nú er gerólík, evrópsk kynslóð
nýrra Úkraínumanna vaxin úr grasi og í henn-
ar augum er allt sovéskt framandi.
Í höndum þessarar kynslóðar er úkraínsk
tunga og bókmenntir skrifaðar á henni komnar
í tísku. Árið 2012 voru rússneska og úkraínska
útgáfan af skáldsögu minni „Jimmy Hendrix
á tónleikum í Lvív“ gefnar út samtímis í Úkra-
ínu. Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir
að í Úkraínu myndi bók á úkraínsku seljast
betur en sama verk á rússnesku. Síðan þá hafa
bækur mínar þýddar á úkraínsku alltaf selst
betur en útgáfurnar á rússneskri tungu. Rúss-
neska er að glata stöðu sinni í Úkraínu og í
hreinskilni sagt veldur það mér ekki uppnámi.
Ungir Úkraínumenn lesa minna og minna á
rússnesku sem þýðir að þeir kaupa færri bæk-
ur á rússnesku.
Í febrúar ákvað ég að gefa bækur mínar ekki
út á upprunalega málinu – rússnesku. Þær
gátu komið út á úkraínsku, á ensku, á frönsku.
Eftir 2014 hefur rússneskum bókabúðum jafn-
vel verið bannað að flytja þær inn frá Úkra-
ínu. Útgáfa bóka minna í Rússlandi var fyrst
stöðvuð 2005 eftir appelsínugulu byltinguna,
sem ég tók þátt í. Aftur gerðist það 2008 eftir
stutta „þíðu“ þegar margar skáldsagna minna
voru endurútgefnar.
En ég er vanur þeirri hugmynd að sem
rithöfundur sé ég ekki til í Rússlandi. Ég á ekki
lesendur þar og ég harma það ekki. Í mínum
huga sprettur sú hugsjón af ættjarðarást,
fremur en rótum þjóðernishyggju, en fyrir
suma virðist það ekki vera nóg.
Undanfarið hefur borið á því í vaxandi mæli
á úkraínska hlutanum af Facebook að vísað
hefur verið til rússnesku sem „tungumáls
óvinarins“. Tungumáladeilan hefur verið og
er enn bundin við hinn pólitíska vettvang.
Áður en stríðið hófst 2014 kljáðust málsvarar
úkraínsku við málsvara rússnesku – og rúss-
neskra áhrifa – í Úkraínu. En yfirstandandi
innrás hefur fjarlægt raddir þessa fólks úr
umræðunni. Gjörðir Kremlverja hafa komið
því til leiðar, sem virtist útilokað meðal þess-
ar þjóðar einstaklingshyggjunnar: þær hafa
orðið rússneskumælandi Úkraínumönnum
hvatning til að skipta yfir í úkraínsku svo lítið
beri á.
Það er hins vegar kaldhæðnislegt að
Vladimír Pútín hefur alltaf gert þá sem eru
rússneskumælandi ábyrga fyrir stríðinu
með því að halda fram að þessi „sérstaka
hernaðaraðgerð“ sín hafi verið nauðsynleg
til að verja rússneskumælandi fólk í útlendu
landi, sem væri fjandsamlegt tilveru þeirra.
Nú líta sumir úkraínskir menntamenn svo
á að allir rússneskumælandi Úkraínumenn
beri að hluta til ábyrgð á þessu stríði. Ef
engir væru rússneskumælandi í Úkraínu,
segja þeir, væri ekkert stríð! Fyrir mér eru
Pútín og þessir þjóðernissinnar tvær hliðar á
sömu myntinni.
Raunveruleikinn er sá að Úkraína er og
hefur alltaf verið fjölmenningarríki með
rúmlega tylft þjóðahópa. Það er gjá í úkra-
ínsku samfélagi á milli hugmyndafræðilegra
þjóðernissinna og raunsærra föðurlandsvina
og hinn fjölbreytti meirihluti þjóðarinnar situr
nú í klemmu mitt á milli.
Ef hægt væri að líta fram hjá því að ég tala
rússnesku og er af rússneskum uppruna
grunar mig að ég fengi hlýjar viðtökur hjá
Úkraínumönnum, sem verja miklum tíma á félags-
miðlum í að skilgreina opinberlega hverjir séu alvöru
Úkraínumenn og hverjir séu alls ekki úkraínskir.
TÍMAMÓT Í FEBRÚAR RÉÐUST RÚSSAR INN Í ÚKRAÍNU OG FÆRÐU ÚT KVÍAR STRÍÐS, SEM ÞEGAR HEFUR KOSTAÐ
TUGI ÞÚSUNDA MANNSLÍFA OG VALDIÐ ÞVÍ AÐ MILLJÓNIR MANNA ERU Á VERGANGI Í EVRÓPU.
© 2022 The New York Times Company og
Andrej Kúrkov