Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022
í Frakklandi, Bretlandi eða Bandaríkjunum fyrir
meira 150 árum séu nógu haldgóðar til að segja
söguna með þessum hætti, draga þær ályktanir
sem þú dregur og greina eins og þú gerir?
Ég hugsa að upplýsingarnar sem við höfum
um auð og eignir síðla á átjándu og á nítjándu
öld séu sennilega betri en það sem við höfum
í dag. Á þeim tíma voru ekki skattaskjól, það
var ekki skattlagt eftir tekjum. Fólk hafði ekki
öfluga ástæðu til að fela auð sinn. Reyndar var
því þveröfugt farið. Auður og eignir voru á
þeim tíma oft leiðin til að tryggja sér pólitísk
réttindi. Satt að segja var þá stjórnmálakerfi
sem byggðist á því að eignir veittu réttinn til að
kjósa. Upplýsingarnar eru því nokkuð öruggar.
Nú þurfum við að leggja mikla vinnu á
okkur til að taka undanskot undan skatti með í
reikninginn, öll auð- og skattaskjólin. Stundum
ímyndum við okkur að í dag lifum við í heimi
þar sem allar upplýsingar liggja fyrir og allt sé
gagnsætt, en í raun safna nokkur einkafyrir-
tæki gríðarlegum upplýsingum, sem við vildum
stundum að þau söfnuðu ekki um okkur. En
hvað varðar opinbera tölfræði og opinberar
upplýsingar um hver eigi hvað og hvernig það
hefur breyst í tímans rás lifum við í raun á
tímum mikils ógagnsæis. Það þarf mikla orku
til að reyna að ná saman þeim upplýsingum um
nýliðinn tíma sem skipta máli.
Sagnfræðingar byrjuðu á þessari vinnu fyrir
löngu – mitt starf er í raun og veru framhald
á miklum sagnfræðilegum rannsóknum á
tekjum og auði og launum og verði, sem hófust
seint á nítjándu öld. En þegar ég byrjaði að
vinna í þessu seint á tíunda áratug tuttugustu
aldar og eftir 2000 tókst okkur að greina
mun meira magn af upplýsingum, til að fjölga
verulega í landahópnum. Og með því að vera
með 10, 20, 50, 100 lönd er hægt að gera sam-
anburð. Spyrja hvaða áhrif aukinn ójöfnuður
eða það að dró úr ójöfnuði hafði í einu landi
miðað við annað land. Við erum enn mjög
óviss um margar af niðurstöðunum. Við erum
í félagsvísindum og munum ekki setja saman
stærðfræðijöfnu.
Hvaða þrjá hluti hefur þú lært af því að horfa á
þess strauma til langs tíma sem fólk á kannski ekki
Justin Tallis/AFP gegnum Getty Images
Kröfufundur um aukin réttindi
til handa stéttarfélögum á
Trafalgar-torgi í miðborg London.
Joel Saget/AFP gegnum Getty Images
Thomas Piketty er
með ýmsar hugmynd-
ir til að auka jöfnuð.
Rök Thomasar Pikettys
fyrir „þátttökusósíalisma“
Í júní ræddi Ezra Klein í hlaðvarpi
sínu hjá The New York Times við
hinn 51 árs gamla franska hag-
fræðing Thomas Piketty, höfund
bókarinnar Kapítal á 21. öldinni.
EZRA KLEIN
Fyrir þá sem ekki þekkja Thomas Piketty
má halda fram að hann sé helsti skrásetjari
efnahagslegs misréttis í heimi. Í fjölda greina
hefur hann ásamt mörgum meðhöfundum tekið
saman nákvæmar upplýsingar landa á milli sem
sýna að ótrúlegar tekjur og auður hafa streymt
til eins af hundraði, ef ekki 0,1 og jafnvel 0,01 af
hundraði íbúa jarðar.
Í bók sinni Capital in the Twenty-First
Century (Kapítal á tuttugustu og fyrstu
öldinni) fer hann ofan í það hvernig kapítalismi
umbunar frekar fyrir auð en vinnu og náði hún
metsölu, sem er mjög fátítt um bækur af þessu
tagi. Hér er á ferðinni langt, tyrfið og flókið
hagfræðiverk. En Piketty er einn af þessum
mönnum sem hafa með því að sækja í reynslu-
heiminn og kenningar með sanni endurmótað
hvernig við hugsum um meginaflvaka hagkerfa.
Hann er hugsuður sem í raun markar tímamót.
Í nýrri bók sinni, A Brief History of Equality
(Saga jöfnuðar í stuttu máli), heldur hann fram
að nú eigi sér stað þróun í átt að jafnrétti, sem
mörg okkar vanmeti enn. Þar gætir meiri bjart-
sýni á þá framtíð sem við gætum átt, vegna
þess að Piketty heldur að við gætum mótað
mun róttækari stefnu en flestir hagfræðingar
og stjórnmálamenn eru tilbúnir að gangast
inn á, en gæti í raun lagt grunn að mun meiri
jöfnuði í heiminum.
Hér á eftir fylgir afrit af samtali milli Ezra
Kleins og Thomasar Pikettys úr The Ezra Klein
Show, sem hefur verið stytt og þjappað saman.
Hvað varð til þess að þú skrifaðir bók um jafn-
rétti, verk þar sem í grunninn gætir held ég meiri
bjartsýni en í mörgum af þínum fyrri verkum?
Ég hef alltaf litið svo á að verk mín og niður-
stöður mótuðust af nokkurri bjartsýni og var
dálítið dapur að sjá að fólk las þau á annan veg.
Síðustu tvær bækur mínar, Capital in the 21st
Century og Capital and Ideology, voru mjög
langar þannig að fólk gat týnst í röksemda-
færslunni. Mig langaði til að skrifa mun styttri
bók. Og með því að gera það tókst mér held ég
kannski að gera hugsun mína skýrari.
Ég er að skoða tvær aldir og hefst handa í
lok átjándu aldar – ég skoða í stórum dráttum
þróun pólitísks jafnréttis, félagslegs jafnrétt-
is, efnahagslegs ójafnréttis á þessum tíma.
Til langs tíma sé ég hreyfingu í átt að meira
jafnrétti. Það helgast af stóraukinni pólitískri
virkni, stundum í formi félagslegrar baráttu,
stundum þegar alvarlegar kreppur hafa dunið
yfir. En þegar upp er staðið er hér um að ræða
tilurð nýrra leikreglna í lagasetningu, menntun,
fjármálum og félagsmálum sem hafa gerbreytt
okkar samfélögum og aukið bæði jöfnuð og
velsæld.
Förum í gegnum röksemdafærsluna í bókinni. Í
upphafi kemur þú með mikilvæga ábendingu þegar
þú segir að þegar við hugsum um ójafnrétti höfum
við tilhneigingu til að einblína á tekjutölfræði. Þú
heldur fram að mikilvægara sé að horfa til ójafn-
ræðis í auði. Hvers vegna?
Ég held að auður sé með ákveðnum hætti betri
mælikvarði á tækifæri, á vald, en tekjur. Ef þú átt
engan auð, eða sem verra er, neikvæðan auð, verð-
ur þú að sætta þig við hvaða vinnuaðstæður, hvaða
tekjur sem er vegna þess að þú þarft að borga
leiguna, sjá fjölskyldu og ættingjum farborða. Þú
hefur í raun ekki um neitt að velja. Ef þú átt hins
vegar þó ekki væri nema 100.000, 200.000 eða
300.000 dollara eða evrur breytir það miklu miðað
við að eiga ekkert eða vera í mínus.
Ef þér er boðið starf og þér líkar það ekki
þarftu ekki að taka því strax. Þú getur hinkrað
aðeins. Þú getur reynt að stofna þitt eigið
fyrirtæki. Og þú getur byrjað á alls kyns ólíkum
verkefnum í lífinu. Svo að þetta er meira en
bara peningar. Í raun er þetta spurning um
samningsstöðu gagnvart restinni af samfé-
laginu og að ákveða hvernig lífi þú vilt lifa. Og
staðreyndin er sú að þessi hreyfing í átt að
meira jafnrétti, sem ég lýsi í bókinni, er fyrst
og fremst hreyfing þar sem fleiri og fleiri fá
meiri og meiri stjórn, umboð, vald og tækifæri
til að ráða eigin lífi. Og frá þessum sjónarhóli er
auður vissulega betri mælikvarði en tekjur.
Þú hefur rakið dreifingu auðs í samfélaginu
í fjölda landa yfir meira en 200 ár. Hvernig
upplýsingar notar þú til þess? Hvers vegna ætti ég
að trúa að upplýsingarnar sem við höfum um auð
Við lifum í mjög menntuðu samfélagi þar
semmilljónir verkfræðinga, tæknimennt-
aðra manna og stjórnenda hafa eitthvað
fram að færa. Sú hugmynd að við séummeð valda-
fyrirkomulag eins og í konungdæmi í fyrirtækjum
er algerlega á skjön við raunveruleika okkar tíma.
TÍMAMÓT SAMTALIÐ