Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 Uppgangur alþjóðlegu þjóðernissinnanna Gianni Cipriano/The New York Times Giorgia Meloni stillir sér upp fyrir ljósmyndara í Róm eftir að hægra bandalag hennar náði meirihluta í þingkosningunum á Ítalíu 26. september. Hinar pólitísku og félagslegu orr- ustur sem nú eru háðar í Banda- ríkjunum og um Evrópu eru hluti af einum og sama ágreiningnum um eðli vestrænnar menningar. Í ræðu sem hann flutti á ráðstefnu Conservati- ve Political Action Committee í Dallas í ágúst undirstrikaði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, mikilvægi ársins 2024 vegna þess að þá færu saman forsetakosningar í Bandaríkjunum og kosningar til Evrópuþings- ins. Orban talaði um þessa viðburði eins og um væri að ræða tvennar vígstöðvar í sama stríðinu – stríðinu um gildin. „Vestrið á í stríði við sjálft sig,“ sagði Orban við hlustendur á hægri væng Repúblikana- flokksins. „Við þurfum að finna vini og bandamenn hver hjá öðrum. Við þurfum að samræma aðgerðir herja okkar vegna þess að við erum að glíma við sömu verkefnin.“ Ræða Orbans undirstrikar sláandi einkenni á þjóðernishyggju samtímans: hún er í grunninn alþjóðleg. Áður fyrr settu þjóð- ernisflokkar allt frá Ítalíu til Svíþjóðar fram tillögur um að ganga úr Evrópusambandinu, evrunni og NATO. Nú hafa hins vegar for- ustumenn allra þessara flokka áttað sig á að í heimi, sem verður fjandsamlegri með hverj- um deginum veitir aðild að þessum stofnun- um löndum þeirra ákveðið efnahagslegt og hernaðarlegt öryggi, sem ógerningur væri að ná utan þeirra. Þar sem aðild að þessum fjölþjóðlegu stofnunum krefst samhæfingar við aðra er eina vitið að starfa með stjórn- málamönnum sem deila skoðunum þeirra í pan-evrópskri togstreitu um að skilgreina Evrópu með ákveðnum hætti. Meira að segja Orban heldur þessa dagana fram að sú menningarlega vitund, sem hann sé staðráðinn í að verja, sé evrópsk, en ekki sérstaklega ungversk. Í fjölmiðlum sem nota ensku er Orban oft lýst þannig að hann sé „and-evrópskur“. Það eru mistök. Hann er alls ekki and-evrópskur. Hann er á móti því sem hann lítur á sem frjálslynda slagsíðu í stofnun- um Evrópusambandsins. Orban er í sínum huga ekki frekar and- evrópskur en repúblikanar, sem lumbra á frjálslyndisslagsíðu hinnar ráðandi stéttar í Washington, eru and-bandarískir. Þvert á móti lítur hann á sig sem hinn sanna kyndilbera Evrópu og alls þess sem hún stendur fyrir. Þrætan snýst í hvoru tilfelli fyrir sig um hvað það þýði að vera evrópskur eða bandarískur. Því er komin upp sú staða að alræmd- ustu þjóðernissinnar hins vestræna heims hópast nú saman á fjöldamótum með þátt- takendum frá tugum landa líkt og spænski hægri-pópúlistaflokkurinn Vox skipulagði í Madríd í janúar á þessu ári eða fundur Conservative Political Action Committee, sem Orban hélt í Búdapest nokkrum mánuðum síð- ar, og Fox News heiðraði með lotningarfullum útsendingum klukkustundum saman. Hinn gagnkvæmi stuðningur nær lengra en að skiptast á ábendingum og jákvæðri umfjöll- un í fjölmiðlum. Ungversk ríkisstofnun styrkti kosningabaráttu Marine Le Pen með rúmlega tíu milljónum evra þegar hún bauð sig fram til forseta á þessu ári. Svo reyndi Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, að setja á fót nokkurs konar úrvalsþjálfunarakademíu fyrir aðgerðasinna á hægri vængnum í 800 ára gömlu ítölsku klaustri – akademía sem hefði verið yfirlýst og vísvitandi alþjóðleg í inntaki sínu og metnaði – en ítölsk stjórnvöld lokuðu henni, að því er virðist vegna þess að ekki tókst að standa við umsamdar skuldbindingar. Skóli Bannons átti að bera nafnið Academy for the Judeo-ChristianWest og sóttist eftir um- sækjendum sem hefðu „á tilfinningunni að ógn steðjaði að vestrænni siðmenningu“. Nafn skól- ans veitir okkur innsýn í hvað einkum sameinar hina ýmsu þjóðernishópa: Flestir tengja við gildi og þjóðarvitund, sem lýsa mætti sem „kristinni“. Í ræðu árið 2019 fullyrti Orban að Evrópu yrði aðeins bjargað ef hún „sneri aftur til upp- sprettu sinna raunverulegu gilda: kristinnar vitundar“. Þá notaði hinn nýi forsætisráðherra Ítalíu, sem er pólitískur bandamaður Orbans, bók, sem kom út 2021, til að lofa Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir að „verja evrópsk gildi og kristilega vitund“. Meloni hef- ur síðan reynt að slíta á Pútín, en ekki gildin sem hún tengdi við hann. Jafnvel í Frakklandi, sem er veraldlegra að upplagi, hefur Marine Le Pen sagt að grunngildi landsins, liberté, égalité og fraternité, eigi þegar öllu er á botninn hvolft rætur í „kristilegri arfleifð“ Frakklands. Ein birtingarmynd þessarar tilfinningar um kristna vitund er andúð á múslimskum inn- flytjendum. Að vissu leyti er þessi óbeit á íslam afvegaleiðing – ef til vill bergmál þeirrar stað- reyndar að öldum saman markaðist evrópsk saga af átökum kristinna manna og múslíma. Í augum kristilegra þjóðernissinna okkar tíma eru „hinir“ ekki íslam – þeir tilheyra hinni veraldlegu menningu samtímans. Þessi veraldlega menning er augljóslega arftaki upplýsingarinnar í Evrópu á átjándu öld. Þaðan kemur sá vani að vísa til hinna siðferðislegu og félagslegu grunngilda sem hún talar um sem „upplýst“ gildi. Í vaxandi mæli virðast átökin milli gildiskerfa „kristninnar“ og „upplýsingarinnar“ fylgja sömu brautum, snúast um sömu málin og framsetningu sömu raka alls staðar og hefur hið landamæralausa net án efa ýtt undir það. Framsetningin er venjulega sú að verja þurfi hina hefðbundnu fjölskyldu gegn nýmælum sem með einhverjum hætti séu móðgun við kristilegt siðferði – þar er um að ræða lista sem orðinn er kunnuglegur og nær til hjónabanda samkynhneigðra, ættleiðinga para af sama kyni, fóstureyðinga og réttinda trans fólks, sem og orrustur íhaldsmanna og endurskoðunarsinna um framsetningu mannkynssögunnar. Allt frá Pétursborg í Rússlandi til St. Pet- ersburg í Flórída er „woke“-hugmyndafræðin og hagsmunasamtök hinsegin fólks óvinurinn. Þess vegna gat Orban kvatt sér hljóðs í Dallas og ávarpað salinn á nótum sem allir skildu um leið og af eðlisávísun. Þessi blöndun umræðu og ágreinings, sem einkennir stjórnmál þjóða, við hinn að því er virðist aðskilda heim alþjóðastjórnmála er vitaskuld farin að hafa sorglegar afleiðingar. Það er ekki ætlun mín að gera lítið úr gríðar- legum mannlegum harmleik þegar ég segi að stríðið í Úkraínu virðist stundum afskræmd stigmögnun á þessum „menningarstríðum“ í stríð milli ríkja. Rússar halda því fram að þeir séu að berjast til að verja kristna siðmenningu gegn úrkynj- aðri veraldlegri menningu, sem hafi tekið sér bólfestu í því sem þeir kalla „vestrið“. Á þeim grunni réttlætir Kírill patríarki, leiðtogi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, skýlausan og ákafan stuðning sinn við stríðið. Það sem meira er, hann heldur fram að syndir þeirra rússnesku hermanna sem deyja undir vopnum í Úkraínu muni skolast í burtu. Pútín óskapast yfir „hreinum og beinum satanisma“ vest- rænna landa og segir að þau hafi „varpað trú og hefðbundnum gildum fyrir róða“. Á hinn bóginn segjast Úkraínumenn og stuðningsmenn þeirra vera að berjast fyrir hinum „upplýstu“ gildum – og hinum ýmsu myndum persónu- og þjóðfrelsis, sem í þeim liggja – ekkert síður en að verja landmæri Úkraínu. Hik margra á hægri vængnum í Evrópu og Norður-Ameríku að fordæma stjórn Pútíns fullum hálsi eftir innrásina stafar, held ég, af vitund um að hann sé með einhverjum hætti bandamaður þeirra í þessu stríði um gildin. Og það er erfitt að verjast þeirri tilfinningu að í augum sumra þeirra sé mesti glæpur Pútíns sá að með því að grípa til grímulauss ofbeldis hafi hann kallað skömm yfir málstað þeirra og graf- ið undan honum og þar með fært andstæðing- um þeirra mikilvægan, siðferðilegan sigur. DAVID SZALAY er breskur rithöfundur með fjölskyldurætur í Ungverjalandi. Hann er höfundur nokkurra verðlaunabóka, þar á meðal All That Man Is og Turbulence. TÍMAMÓT KJÖR GIORGIU MELONI, NÝS FORSÆTISRÁÐHERRA ÍTALÍU OG BANDAMANNS VIKTORS ORBANS, LEIÐTOGA UNGVERJALANDS, OG FRANSKA STJÓRNMÁLAMANNSINS MARINE LE PEN, VAR ENN EINN SIGUR AFLANNA LENGST TIL HÆGRI Í STRÍÐI UM GILDISMAT SEM TEYGIR SIG YFIR LANDAMÆRI. Doug Mills/The New York Times Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, tekur í hönd Donalds Trumps forseta í Hvíta húsinu 13. maí 2019. Hikmargra á hægri vængnum í Evrópu ogNorður-Ameríku að fordæma stjórn Pútíns fullum hálsi eftir innrásina stafar, held ég, af vitund um að hann sémeð einhverjum hætti bandamaður þeirra í þessu stríði um gildin. © 2022 The New York Times Company og David Szalay.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.