Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 Vincenzo Pinto/AFP gegnum Getty Images Konur í Róm sýna lófa sína – roðnar rauðri málningu til að tákna blóð – við hlið afskorinna hárlokka í mótmælaskyni. Ákall um frelsi sem ekki verður þaggað niður Opið bréf til femínista að láta meira í sér heyra í stuðningi sínum við réttindi kvenna í Íran. GOLSHIFTEH FARAHANI Kæru femínistar þessa heims. Ég er írönsk leikkona og listamaður. Ég hef verið í útlegð síðan 2008 þegar ég lék í myndinni „Body of Lies“ eftir Ridley Scott og írönsk yfirvöld sökuðu mig um að vinna fyrir bandarísku leyniþjónustuna, CIA. Ég skrifa fyrir hönd þeirra hugrökku ungu kvenna og karla, sem nú rísa upp gegn kúgun og misrétti í Íran. Sem útlagi hef ég ekkert um- boð til að kalla mig fulltrúa þessarar hugrökku uppreisnar. Ég er einfaldlega að reyna að bergmála tilfinningar systra minna og bræðra til að hjálpa heiminum að skilja það sem er að gerast. Ég vil þýða hið erlenda tungumál – ekki bara orðin, heldur merkinguna. Ég óx úr grasi í Íran til 25 ára aldurs og hef búið í útlegð undanfarin 14 ár. Sú reynsla hefur gert mér kleift að brúa tvo gerólíka menningarheima sem þó eiga meira sameiginlegt en margir í vestrinu gætu haldið. Þetta á sérstaklega við um kynslóðina, sem kennd hefur verið við bók- stafinn Z, ungt fólk fætt á milli 1997 og 2012, sem knýr áfram yfirstandandi byltingu. Leyfið mér að byrja á að segja að ég skil að það hafi tekið marga í vestrinu langan tíma að taka eftir þeirri sögulegu byltingu, sem nú á sér stað í landi mínu. Heimkynni mín, Íran, eru eitt af þeim svæðum, sem erfiðast er að skilja í heiminum. Mörkin á milli þess sem er rétt og rangt eru oft óskýr og þjóð mín hefur gengið í gegnum miklar þjáningar. Íran er að mörgu leyti vagga mannsandans í nútímaskilningi, en um leið er ekki hægt að ímynda sér flóknara samspil stjórnmála, félagsmála og trúar. Þetta á jafnvel betur við í Íran en nokkurs staðar annars staðar því að mótsagnir rista djúpt milli stétta, aldurshópa og jafnvel fjölskyldna. Einföld krafa: Frelsi Mótsagnir og ringulreið stjórnmála og menn- ingarheima í Mið-Austurlöndum eru aðeins ýkt endurspeglun þeirra mótsagna og ringul- reiðar, sem ráða ríkjum í umræðum ummarga mikilvæga þætti heimsmálanna á okkar tímum. Í stað þess að auðvelt sé að greina á milli þess sem er rétt og rangt virðist heimurinn fullur af endalausum blæbrigðum af gráu – eða litum regnbogans eins og ég kýs að stilla því upp. Að hvaða leyti er þessi uppreisn þá frábrugðin? Að þessu sinni eru engir gráir tónar. Krafa Z-kyn- slóðarinnar í Íran ermjög einföld: Frelsi. Frelsi til að velja. Frelsi íranskra kvenna til að hegða sér, klæða sig, ganga og tala sem jafnokar íranskra karla. Engin hugmyndafræði býr að baki, engin formleg pólitísk hreyfing til vinstri eða hægri. Einfaldleiki kröfunnar um frelsi gerir hana svo öfluga. Það eru engar tvær hliðar. Það eru engin flókin rök. Það getur ekkert valdið ruglingi. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að fyrri uppreisnir, sem sumar voru kæfðar með meira ofbeldi og grimmd, tókust ekki og vöktu ekki sömu athygli um allan heim. Það eru svomargar ranghugmyndir um okkar heimshluta að það er erfitt að trúa að hann geti einnig verið uppspretta innblásturs. Við erum vön að heyra um hryðjuverkamenn, sem sprengja sig í loft upp. Við lesum ummiðaldastjórnarfar Ríkis íslams og talíbana. Í sjónvarpi birtast okkur fréttir sem sýna konur, sem eru huldar frá hvirfli til ilja og fá hvorki að hjóla né keyra. Það sem vestrið sér ekki er að okkar Z-kynslóð er mjög lík ykkar. Hún setur myndskeið á Tik- Tok, fylgist með stjörnunum sínum á Instagram og elskar að syngja, dansa og njóta hamingjunn- ar. Hún leitar að andlegri merkingu í illskiljan- legum heimi. Og nú hefur hún fengið nóg af að lifa þessu tvöfalda lífi – lífi þar sem hún upplifir frelsi aðeins í sýndarveröld bak við luktar dyr og ungar stúlkur eru neyddar til að hylja hár sitt á almannafæri líkt og þær lifðu á miðöldum. Frá upphafi þessarar byltingar hef ég velt fyrir mér hvers vegna margir nafntogaðir vestrænir femínistar og málsvarar kven- réttinda hafa þagað og átt að því er virðist erfitt með að kveðja sér hljóðs opinberlega og styðja byltinguna okkar. Ég hef búið svo lengi í vestrinu að ég átta mig á hve erfitt það hlýtur að vera fyrir þessa femínista að skilja dýpt og sögulegt mikilvægi þess sem er að gerast í Íran. Óskiljanleg þögn öflugra kvenna Ég fagna því að ykkur snúist hugur. Mér finnst mér bera skylda til að segja ykkur að á þessum upphafsdögum sinnar blóðugu baráttu fannst systrum mínum að hinir miklu vest- rænu femínistar hefðu snúið við sér baki. Þögn öflugra kvenna var þeim óskiljanleg. Þær veltu fyrir sér hvers vegna karlar á borð við Trevor Noah, Justin Bieber eða Chris Martin og félaga hljómsveitarinnar Coldplay lýstu yfir stuðningi í upphafi, en þær heyrðu ekki frá nógu mörg- um frægum konum. Hvernig mátti það vera að ungar konur, þar á meðal Nika Shakarami sem var 16 ára og Mahsa Amini sem var 22 ára, voru myrtar með grimmilegum hætti án þess að margar bandarískar konur, sem voru í fararbroddi í mest áberandi kvennahreyf- ingunum, segðu aukatekið orð? Í Íran á sér nú stað barátta um frelsi og jafn- rétti. Þetta er ekki stríð gegn slæðunni, híjab, eða gegn körlum. Þetta er stríð gegn fáfræði. Þess vegna nýtur það ekki síður stuðnings karla en kvenna. Systur mínar eru að mörgu leyti að berjast baráttu allra kvenna fyrir réttindum sínum og jafnrétti. Eini munurinn er að þær hætta lífi sínu á hverjum degi. Þið getið verið viss um að áhrifin af þessari hreyfingu eru ekki bundin við landamæri Írans. Hún mun hafa áhrif um allan þennan heimshluta og gefa von öðrum konum, sem láta sig ekki einu sinni dreyma um að hefja upp raust sína gegn öllum þeim birtingarmyndum kúgunar, sem þær þurfa að búa við hvern einasta dag lífs síns. En þessi hreyfing mun falla án ykkar. Við þurfum ekki hernaðaríhlutun. Margir í Mið-Austurlöndum líta jafnvel pólitíska íhlutun augum tortryggni. Erlend aðild að valdaráninu árið 1953 þegar Mohammad Mossadegh var steypt af stóli er greypt í íranska þjóðarsál. Hreyfing eins og þessi þarf stuðningsraddir. Þögn er samsekt. Í mínum augum jafngildir það að virða vettugi íranskar konur og hugrakka baráttu þeirra því að snúa baki við margra alda baráttu kvenna fyrir frelsi og jafnrétti. Systur mínar eru að mörgu leyti að berj- ast baráttu allra kvenna fyrir réttindum sínum og jafnrétti. Eini munurinn er að þær hætta lífi sínu á hverjum degi. Mótmælandi í Stokkhólmi skerðir hár sitt til stuðnings írönskum konum. Hárið er oft tengt fegurð og kvenleika og í Íran eru konur skyldaðar til að hylja hár sitt undir slæðu. Christophe Archambault/AFP gegnum Getty Images TÍMAMÓT MAHSA AMINI LÉST 22 ÁRA GÖMUL Í VARÐHALDI HJÁ ÍRÖNSKU SIÐGÆÐISLÖGREGLUNNI Í TEHERAN EFTIR AÐ HÚN VAR HANDTEKIN FYRIR AÐ BRJÓTA STRANGAR REGLUR UM KLÆÐABURÐ SEM SKYLDA KONUR TIL AÐ BERA HÖFUÐKLÚT. ANDLÁT HENNAR VAR KVEIKJAN AÐ KRÖFTUGUM MÓTMÆLUM UM ALLT ÍRAN OG KOM FÓLK SAMAN TIL STUÐNINGS UM ALLAN HEIM. © 2022 The New York Times Company og Golshifteh Farahani.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.