Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 33
Morgunblaðið/Eggert
Með hækkandi sól í Eurovision
MAÍ Systur komu, sáu og sigruðu í Söngvakeppni Sjónvarpsins með laginu Með hækkandi
sól. Úrslitin voru nokkuð óvænt að sögn Hildar Tryggvadóttur Flóvenz formanns FÁSES, Fé-
lags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Sigga, Beta og Elín Eyþórs-
dætur voru fulltrúar Íslands í Eurovision í Tórínó á Ítalíu í maí og lentu í 23. sæti.
Morgunblaðið/Eggert
Rússneskir hermenn nauðga
MAÍ Mótmæli voru haldin við rússneska sendiráðið á Túngötu í maí. Flóttafólk frá
Úkraínu kom þar saman til að mótmæla stríðinu og var atað rauðri málningu sem tákn
fyrir blóðsúthellinguna sem á sér stað í heimalandinu. Á borða mátti lesa að rússnesk-
ir hermenn nauðgi en úkraínskar konur sem búa við hrylling stríðsins hafa sagt frá
nauðgunum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Selenskí ávarpar Alþingi
MAÍ Í maí ávarpaði Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, íslenska þingmenn og þjóðina
alla. Þetta var í fyrsta sinn sem erlendum einstaklingi er boðið að ávarpa Alþingi. Forset-
inn hefur ávarpað fjölda þjóðþinga frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst 24. febrúar
síðastliðinn. Þar hefur hann óskað eftir auknum stuðningi við Úkraínu vegna innrásarinnar.
Meðal annars hefur hann kallað eftir hertum refsiaðgerðum í garð Rússa.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sveitarstjórnarkosningar í vor
MAÍ Um miðjan maí voru haldnar sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Dagur B. Egg-
ertsson, borgarstjóri í Reykjavík, sést á mynd ávarpa gesti á kosningavöku Sam-
fylkingarinnar. Hann hélt sæti sínu sem borgarstjóri en Einar Þorsteinsson, oddviti
Framsóknarflokksins í borgarstjórn, tekur síðar við keflinu.
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamenn
streyma til
landsins
JÚNÍ Ferðamenn eru til í allt en vilja
hafa vaðið fyrir neðan sig. Þessir
vösku ferðalangar létu veðrið ekki
trufla sig en til að vera öruggir fyrir
veirusýkingum ákváðu þeir að allur
væri varinn góður og báru grímur.
Eða kannski var það bara hlýrra?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Krýsuvíkurkirkja
endurreist
JÚNÍ Krýsuvíkurkirkja hefur verið endurreist eftir
brunann árið 2010. Var hún vígð við hátíðlega
athöfn á hvítasunnudag, hinn 5. júní, en veður-
guðirnir voru ekki sérlega hliðhollir. Kirkjan brann
til grunna í upphafi árs árið 2010 en Vinir Krýsu-
víkurkirkju stóðu fyrir endurbyggingu hennar.