Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022
Sunneva Eir Einarsdóttir
áhrifavaldur fékk sér
Pamelu Anderson-hár-
greiðslu á árinu.
Komu 2022 var fagnað af öllu hjarta en ekki
leið á löngu þar til fólk var skipað í enn eina
sóttkvína og hvað þetta allt hét. Í febrúar fór að
rofa aðeins til og þann 25. febrúar var öllum sótt-
varnaraðgerðum vegna kórónuveirunnar aflétt
Fólk komst út úr húsi, gat hitt alla skemmti-
legu samferðamenn sína og endurheimt sína
glitrandi tilveru. Eða það hélt fólk að minnsta
kosti. Á meðan gular viðvaranir mokuðust yfir
þessa litlu eyju í Atlantshafi laumaðist fólk í
símann sinn, hækkaði yfirdráttinn og pantaði
sér ferð til Tenerife. Landsmenn voru þó ekki
lengi í sinni Tenerife-búbblu, því um miðjan
febrúar ákvað Pútín að ráðast inn í Úkraínu. Vi
þekkjum afleiðingarnar af því. Merkilegt er að
þótt fjármálakerfi heimsins haldi því fram að þ
séu skotheld þá þola þau lítið rask. Það þarf ekk
nema einn Rússa á eftirlaunaaldri til að setja
allt í uppnám.
Þótt Íslendingar hafi sloppið nokkuð vel
á styrjaldartímum með sitt ódýra rafmagn
og alla sína ýsu og þorsk sem fiskast upp
úr landhelginni þá hefur þorri þjóðar-
innar verið svolítið öfugsnúinn á köflum.
Það eru líklega tvær ástæður fyrir því.
Önnur ástæðan gæti verið sú að fólk sé að
upplifa „post covid trauma“. Hin gæti verið
stýrivaxtaáfall. Þegar lánastofnanir lánuðu
landsmönnum peninga fyrir húsnæði þá voru
vextir til dæmis 0,75 % í maí 2021. Þessir vext
eru nú 6%. Þar sem fjármálalæsi er ekki kenn
í 7. bekk og fjármál meira feimnismál en kyn-
fræðsla þá er ekki nema von að fólk hafi ekki
vitað nákvæmlega hvernig lán væri farsælast
að taka. Það skiptir kannski ekki máli að taka
lán með breytilegum vöxtum þegar vextir eru
0,75% en breytilegir vextir hafa tilhneigingu til
að breytast.
Í kynfræðslu í 7. bekk þurfa nemendur
að vita hvað það kemur mikið magn úr
miðjuparti karla við sáðlát. Samkvæmt
kennslubókum er það ein teskeið eða svipað
magn og fólk notar af lyftidufti þegar það
bakar súkkulaðiköku. Það hlýtur að þjóna
einhverjum tilgangi að slíkar upplýsingar
séu á vitorði 12 ára barna. Annars væru þau
líklega ekki látin læra um töfra miðjuparts
karla og kvenna utanbókar. Það gæti verið
gagnlegt að þessi hópur lærði líka um lán-
tökur, sparnað og vexti. Það væri hægt að
láta hópinn reikna hvað hægt er að spara
mikla peninga með því að sleppa því að
kaupa einn orkudrykk á dag og kannski
kenna þeim að reikna hvað Playstation-tölva
myndi kosta í dag ef hún hefði hækkað um
6% síðan í maí 2021.
Tásumyndir frá
Tenerife voru
móðins á árinu.
.
ð
au
i
ir
t
Ásgeir Jónsson seðla-
bankastjóri er nýjasta
grýlan í bænum.
Er lífið ekki örugglega núna?
Landsmenn voru fullir af bjartsýni
þegar þeir sprengdu upp 2021 og
hétu sér því að þurfa aldrei framar
að fara í smitgát, í sóttkví og ganga
með grímu. Fólkið í landinu var
komið með nóg af þessu stofu-
fangelsi sem hafði staðið yfir síðan
í febrúar 2020. Nú skyldi slett úr
klaufunum þar sem engin tveggja
metra regla var að rústa lífi fólks.
MARTA MARÍAWINKEL
JÓNASDÓTTIR
er fréttastjóri dægurmála mbl.is og höfundur
Smartlands. Hún hefur starfað hjá Árvakri frá 2011.
Hún hóf blaðamannsferil sinn árið 2001 og hefur
á ferli sínum ritstýrt lífsstílstímaritum og gefið út
fjórar bækur.
Ef millistétt nútímans hefði til dæmis lært
að reikna út verð á Millet-úlpum í 12 ára bekk
þá myndi hún kannski hugsa öðruvísi um
peninga. Setningar á borð við Lífið er núna og
Þetta reddast eru krúttlegar og mjög íslenskar.
Krúttlegheitin afmást þó svolítið þegar snjóar
í hagkerfinu.
Íslendingar eru ekki aumingjar. Þeir eru
harðgerðari en gengur og gerist. Geðlæknir
nokkur lét þau orð falla í einkasamtali okkar
að það væri ekki skrýtið að þjóðin væri með
stjórnlausa fjölathygli. Það hefði enginn hefð-
bundinn meðaljón komið sér upp skipi, fyllt
það af vinum sínum og nokkrum skvísum og
siglt í fússi út á litla eyju í Atlantshafi. Komið
sér upp tilveru þar og neitað að snúa til baka.
Þetta gerir líklega bara fólk með fjölathygli.
Ef við sem þjóð erum með fjölathygli á hærra
stigi en gengur og gerist þá er kannski ekkert
skrýtið að við nennum ekki að setja okkur inn
í áhrif breytilegra vaxta. Þjóðin dettur út um
leið og hún heyrir orðið stýrivaxtahækkun. Og
treystir á að þetta reddist.
Þetta gæti verið ein af ástæðunum fyrir
því að fólk lætur nýjustu grýluna í bænum,
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, ekki
eyðileggja fyrir sér stemninguna. Það finnur
leiðir til þess að vera í stuði þrátt fyrir
stýrivaxtahækkanir. Margir fóru til dæmis
að flytja inn vín eða ólívuolíu og lærðu að
vera markþjálfar eða jógakennarar. Ein-
hverjir komu sér upp TikTok aðgangi og
fóru að safna að sér fylgjendum og fríu dóti
til að maka á sig á meðan aðrir fóru bara
upp í Breiðholt í sveppaseremóníu. Allt í
nafni sjálfsræktar og valdeflingar. Svo voru
einhverjir sem fundu sig uppi á fjöllum með
búbblur í bakpokanum, létu stækka hressi-
lega á sér varirnar og fengu sér Pamelu
Anderson-klippingu.
Restin af þjóðinni fór svo bara til Tene.
Hellti vel í sig af sangríu og passaði að
kaupa nóg af nikótínpúðum í fríhöfninni.
Fólk með púða undir vörinni lítur út fyrir að
vera nýkomið úr varastækkun í heimahúsi.
Svo treysti fólk því bara að þetta myndi allt
saman reddast. Sem það gerir líklega. Ein-
hvern veginn.
Ef millistétt nútímans hefði til dæmis lært að
reikna út verð á Millet-úlpum í 12 ára bekk
þá myndi hún kannski hugsa öðruvísi um
peninga. Setningar á borð við Lífið er núna og Þetta
reddast eru krúttlegar og mjög íslenskar.Krúttleg-
heitin afmást þó svolítið þegar snjóar í hagkerfinu.
TÍMAMÓT REYNT VAR AÐ EYÐILEGGJA STEMNINGUNA MEÐ STÝRIVAXTAHÆKKUNUM EN ÞAÐ TÓKST EKKI.
Unsplash
Það fór helst
enginn út úr
húsi á árinu
nema að vera
með búbblur í
bakpokanum.
AFP
2022 var árið þar sem Pamelu Ander-
son-útlitið varð móðins á ný. Kisu-
lórutoppur og ljósar varir með dekkri
varalitablýanti gerðu allt vitlaust.
Morgunblaðið/Einar Falur
Hér eru íslenskir víkingar
komnir til New York en for-
feður þessara manna voru
líklega með fjölathygli.
Unsplash
Unsplash
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon