Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 39
James Hill fyrir The New York Times)
Andlát Elísa-
betar II.
SEPTEMBER Elísabet II. Bretadrottning
lést 8. september 96 ára að aldri. Þar með
lauk 70 ára valdatíð sem hófst á einni öld
og lauk á annarri. Viðamikil útför fór fram
19. september eftir 10 daga sorgartímabil.
Talið er að 250 þúsund manns hafi stillt
sér upp til að votta hinni elskuðu og dáðu
drottningu hinstu virðingu. Almenningur
gat kvatt drottninguna í Westminster
Abbey þar sem hún lá fyrir útförina. Þar
gifti hún sig árið 1947 og var krýnd árið
1953. Drottningin var jarðsett í kapellu
heilags Georgs í Windsor-kastala við hlið
manns síns, hertogans af Edinborg, föður
síns, Georgs VI., móður sinnar, Elísabetar,
og systur, Margrétar prinsessu. Í huga
margra, sem þekktu ekki annað en að
Elísabet gegndi keik embætti drottningar,
markar fráfall hennar tíma óvissu, ekki
síst vegna pólitísks usla í Íhaldsflokknum,
sem skipti tvisvar um forsætisráðherra á
nokkrum vikum, og yfirvofandi efnahag-
skreppu. Myndin sýnir mannþröngina
á götum Lundúna þegar fólk stillti sér
upp til að fylgjast með líkfylgd Elísabetar
frá Westminster Abbey til hinstu hvílu í
Windsor-kastala.
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 39
Fredrik Sandberg/Agence France-Presse, gegnum Tt News Agency/AFP gegnum Getty Images
Íhaldsmenn ná naum-
ummeirihluta í Svíþjóð
SEPTEMBER Kosningabandalag hægri- og miðjuflokka tryggði sér í september nauman
þriggja sæta meirihluta á sænska þinginu eftir kosningar, sem víða var grannt fylgst með.
Kosningabandalagið hafði betur en flokkur sósíaldemókrata og naut til þess stuðnings Sví-
þjóðardemókrata, sem lögðu áherslu á andstöðu við innflytjendur og hafa verið litnir hornauga
af öðrum flokkum í landinu. Úrslitin fleyttu Ulf Kristersson, leiðtoga hægri flokksins Modera-
terna, í stól forsætisráðherra 17. október með 176 atkvæðum gegn 173. Kristersson hét hægri
sveiflu í stefnu nýrrar stjórnar í innflytjenda-, glæpa- og orkumálum. Þjóðernishyggja setti líka
mark sitt á kosningarnar á Ítalíu þar sem Giorgia Meloni og hægri flokkur hennar, Bræður Ítalíu,
komust til valda. Þar léku innflytjendamál einnig stórt hlutverk í kosningabaráttunni.Kirill Kudryavtsev/AFP gegnum Getty Images
Körfuboltakona í fangelsi í Rússlandi
ÁGÚST Brittney Griner, leik-
maður í bandarísku kvenna-
deildinni í körfubolta, WNBA,
var dæmd í níu ára fangelsi í
Rússlandi fyrir brot á eitur-
lyfjalöggjöf landsins. Griner er
stjörnuleikmaður og miðherji
liðsins Phoenix Mercury, en
var í Rússlandi að leika körfu-
bolta milli keppnistímabila
í Bandaríkjunum. Hún var
tekin á Sjeremetjevo-flugvelli
í Moskvu og kváðust verðir
hafa fundið rafrettugræju með
leifum af hassolíu, sem er
ólögleg í Rússlandi, í farangri
hennar. Réttarhöldin yfir
Griner fóru fram í skugga inn-
rásar Rússlands í Úkraínu og
spennu milli Bandaríkjamanna
og Rússa. Griner var flutt í
fanganýlendu í nóvember.
Brittney Griner var látin laus
í fangaskiptum 8. nóvember
fyrir rússneska vopnasalann
Viktor Bout. Myndin er af
Griner í réttarsal í Rússlandi.
Athit Perawongmetha/Reuters
Fjöldamorð í leikskóla í Taílandi
OKTÓBER Maður vopnaður skammbyssu og hnífi réðst inn í leikskóla í sveitahéraðinu
Nong Bua Lamphu í Taílandi og skaut og stakk 36 manns til bana, þar á meðal 24 börn.
Eftir ódæðisverkið sneri Panya Kamrab heim til sín og myrti konu sína og ungan son og
svipti sig því næst lífi. Hann var 34 ára gamall. Byssueign í Taílandi er með því mesta sem
gerist í Asíu og ofbeldi með skotvopnum sömuleiðis. Panya hafði skömmu áður verið vikið
úr starfi sem lögregluþjónn eftir að hann var gripinn með metamfetamín í fórum sínum.
Misnotkun á metamfetamíni hefur verið mikið vandamál í Taílandi þrátt fyrir tilraunir stjórn-
valda til að stöðva eiturlyfjasölu og skipulagða glæpastarfsemi. Á myndinni sést syrgjandi
kona leggja blómvönd til minningar um fórnarlömbin á leikskólanum.
Thomas Peter TPX Images of the Day/Reuters
Xi Jinping tryggir sér
þriðja valdatímabilið
OKTÓBER Xi Jinping, leiðtogi Kína, tryggði sér þriðja kjörtímabilið í forustu Kín-
verska kommúnistaflokksins á 20. þjóðþingi flokksins 16. október. Fundurinn stóð
í viku og greindi Xi frá því á hvað hann hygðist leggja áherslu. Nefndi þjóðaröryggi,
tilkallið til Taívans samkvæmt stefnunni um „eitt Kína“, mikilvægi þess að verjast
vestrænum ógnunum og áherslu á að stöðva kórónuveirusmit í fæðingu. Einnig
tryggði hann flokksfélögum, sem honum eru hollir, sæti í fastanefnd stjórnmálaráðs
flokksins. Í fyrsta skipti í marga áratugi var engin kona skipuð í neina af mikil-
vægustu forustustöðunum. Á myndinni heilsar Xi viðstöddum við setningarathöfn
flokksþingsins.