Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 37
EHT Collaboration/National Science Foundation/Útbýtt fyrir milligöngu Reuters TPX Images of the Day
Fyrsta myndin af svartholi íVetrarbrautinni
MAÍ Stjörnufræðingar náðu 12. maí fyrstu myndinni af ljósinu í kringum Sagittarius A*, gríðarstórt svarthol í miðri
Vetrarbrautinni, um 27 þúsund ljósár frá jörðu. Svartholið fannst 1974, en ekki hefur áður verið hægt að staðfesta
tilvist þess með sýnilegum hætti. Stjörnufræðingar höfðu áður tekið eftir að stjörnur væru á braut í kringum ósýni-
legt, gríðarstórt fyrirbæri, sem gaf til kynna að þar væri risasvarthol. Myndin var búin til í samstarfi vísindamanna
sem nefnist Event Horizon Telecope Collaboration og snýst um að nota net kíkja til rannsókna. Sami hópur birti
fyrstu mynd allra tíma af svartholi árið 2019. Það svarthol er 53 milljónir ljósára frá jörðu og 1.500 sinnum stærra en
Sagittarius A*. Rannsóknarhópurinn er stöðugt að víkka út og efla samstarfið til að ná fleiri myndum af svartholum.
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 37
Reuters/Phil Noble
Cristiano Ronaldo setur met
MARS Opinberlega var viðurkennt 12. mars að Cristiano Ronaldo væri sá maður sem skorað
hefði flest mörk í sögu atvinnufótboltans. Metinu náði Ronaldo þegar hann skoraði þrennu
og tryggði Manchester United sigur á Tottenham Hotspur. Hafði hann þá samanlagt skorað
807 mörk. Metið átti Josef Bican. Ronaldo lét fyrst að sér kveða á sviði alþjóðaknattspyrnu
í fyrsta leik sínum fyrir portúgalska landsliðið 2003 þegar hann var 18 ára. Hann hefur síðan
leikið með Manchester United, Real Madrid og Juventus og verið fyrirliði portúgalska lands-
liðsins. Hér sést hann fagna einu marka sinna þegar hann setti metið.
Olivier Douliery/AFP gegnum Getty Images
Musk býður 44 milljarða dollara íTwitter
APRÍL Elon Musk bauð 14. apríl
um 44 milljarða dollara (rúmar
sex billjónir króna) í félagsmiðla-
fyrirtækið Twitter. Stjórn Twitter
samþykkti tilboðið, sem yrði til
þess að fyrirtækið færi af mark-
aði, einróma. Musk lýsti yfir því
að hann myndi hafa málfrelsis-
reglur í hávegum og sakaði
Twitter um að hafa brugðist í
þeim efnum. Hann gaf einnig
í skyn að hann myndi bæta
reiknirita eða algoritma Twitter
til að útiloka rusltilkynningabotta
og staðfesta alla notendur vefs-
ins. 8. júlí tilkynnti Musk að hann
hefði rift samkomulaginu vegna
samningsbrots Twitter, sem
hefði neitað að láta til skarar
skríða til að uppræta reikninga
rusltilkynningabotta. Í samn-
ingnum var riftunarákvæði upp
á einn milljarð dollara. Twitter
höfðaði mál á hendur Musk.
4. október tilkynnti Musk að
hann myndi kaupa Twitter fyrir
þá upphæð sem hann bauð og
hófust þá samningar á ný.
Sergey Ponomarev/The New York Times
Emmanuel Macron endurkjörinn
APRÍL Emmanuel Macron bar sigurorð af Marine Le Pen 24. apríl og varð fyrsti forseti
Frakklands til að ná endurkjöri frá árinu 2002. Í sigurræðu sinni sagði Macron, sem er
Evrópusambandssinni á miðju hins pólitíska litrófs og leiðtogi flokksins La République En
Marché!, að hann væri staðráðinn í að bregðast við þeirri reiði, sem hann hefði orðið var
við hjá gagnrýnendum sínum. Le Pen er leiðtogi Þjóðfylkingarinnar. Hún setti innflytjenda-
mál á oddinn. Munurinn á milli þeirra var mun minni nú en þegar þau leiddu saman hesta
sína árið 2017 þegar Macron sigraði Le Pen fyrst og varð yngsti forseti í sögu Frakklands.
Þrátt fyrir tapið í apríl sagði Le Pen að niðurstaðan væri sigur fyrir stjórnmálahreyfingu
sína. Hér ávarpar Macron stuðningsmenn sína í París eftir sigurinn.
Ruth Fremson/The New York Times
Will Smith rekur Chris Rock kinnhest
MARS Will Smith gekk upp á
svið í miðri 94. Óskarsverð-
launaafhendingunni og rak
Chris Rock kinnhest. Rétt
áður hafði Rock hent gaman
að hárlausu höfði Jödu Pin-
kett Smith, eiginkonu hans,
þegar hann kynnti verðlaunin
fyrir bestu heimildarmyndina.
Smith hrópaði ókvæðisorð
að Rock og sagði honum að
hætta að tala um konu sína.
Síðar um kvöldið hlaut Smith
Óskarinn fyrir bestan leik í
aðalhlutverki, flutti tilfinn-
ingum hlaðna ræðu um að
hann þyrfti að verja fölskyldu
sína og bað bandarísku
kvikmyndakademínuna,
sem stendur að verðlauna-
afhendingunni, afsökunar á
hegðun sinni. Í vikunni á eftir
gekk Smith úr akademíunni
og hlaut 10 ára bann frá
öllum viðburðum á hennar
vegum. Smith bað Rock
síðar afsökunar.
Doug Mills/The New York Times
Biden styður Taívan
MAÍ Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjamenn myndu
skerast hernaðarlega í leikinn ef Kínverjar réðust inn í Taívan. Biden lét
þessi orð falla á blaðamannafundi með Fimuio Kishida, forsætisráð-
herra Japans, í Akasaka-höll í Tókíó og bætti við að þótt Bandaríkja-
menn féllust á stefnu Kína að aðeins væri eitt Kína myndu þeir verja Taí-
van fyrir árásum Kínverja. „Það er skuldbinding, sem við höfum gert,“
sagði Biden. Ekki leið á löngu þar til viðbrögð bárust frá Hvíta húsinu
og virtist þeim ætlað að draga úr þunga orða forsetans. Sagði að stefna
Bandaríkjamanna í þessum heimshluta hefði ekki breyst.