Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022
TÍMAMÓT Í APRÍL VARÐ GRAMMYVERÐLAUNASÖNGVARINN BURNA BOY FYRSTI LISTAMAÐURINN FRÁ NÍGERÍU TIL AÐ
TIL AÐ KOMA FRAM SEM AÐALNÚMER OG SELJA UPP MIÐA Á TÓNLEIKA Í MADISON SQUARE GARDEN Í NEW YORK.
Sara Krulwich/The New York Times
Atriði úr söngleiknum Fela á
fjölum Eugene O'Neil-leik-
hússins í New York frá 2009.
Gulshan Khan/AFP — Getty Images
Yemi Alade, Salif Keita og tveir liðsmenn
Ladysmith Black Mambazo fagna Afríkudegin-
um á Bassline-hátíðinni í Jóhannesarborg 2018.
Temilade Adelaja/Reuters
Listamaðurinn Burna Boy
í hjóðveri sínu í Lagos í
Nígeríu í mars 2021.
Að finna nýja merkingu
í tímalausri tónlist
Ný bylgja listamanna er að breyta
afrískri tónlist í afl sem heiðrar for-
tíðina og nær þvert yfir landamæri.
ANGÉLIQUE KIDJO
er söngvari og lagahöfundur. Hún hefur fimm
sinnum unnið til Grammy-verðlauna og er
velgjörðarsendiherra Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna, UNICEF.
Tónlist tengir svo mörg lífsform á þessari
plánetu – allt frá söngvum fuglanna, brakinu í
krybbunum og væli hvalanna til hjalandi lækja
og þyts í laufi. Fyrir mörg okkar er tónlist undir-
staða minninga og það á líka við ummig. Um
barnæskuna, fullorðinsárin; góða tíma og slæma.
Þegar ég var að alast upp í Benín ung stúlka á
sjöunda áratugnum var tónlist allt í kring um okk-
ur. Þjóðlagatónlistarmenn kenndu okkur falleg lög
um þjóðsögur og ævintýri landsins. Menning okk-
ar var aðmestu leyti í munnlegri geymd þannig
aðmargir kunnumörg hundruð lög og spakmæli
utan að og sungu við fínofið hljómfall. En öfugt
við það sem almennt er talið er þessi tónlist ekki
njörvuð niður. Þótt sumar laglínur hafi lifað um
aldir þróast lögin og þjóðsögurnar stöðugt þegar
þær laga sig að breyttum tímum á ferðalagi sínu.
Það gerir þær tímalausar.
Fyrir nokkrum árum var ég til dæmis
í Salvador í Brasilíu og upplifði athöfn í
Candomblé-sið þar sem afkomendur fólks,
sem hafði sætt þrælkun, sungu trúarsöngva
Yoruba-þjóðarinnar. Mér til furðu þekkti ég
sum lögin. Þau höfðu lifað um mörg hundruð
ár og voru full af nýrri merkingu.
Á yfirborðinu virðist heimurinn breytast
hratt og ekki alltaf til hins betra. Alls staðar er
klofningur og nútímatækni hefur grafið undan
athygli okkar. Horfnir eru dagar átta mínútna
laga með endalausum sólóum. Nú eru mörg lög
aðeins tvær og hálf mínúta eða styttri – þannig
að þau rétt passi í rúllu á Instagram. Í hverri
viku eru þúsundir laga gefnar út. Sum breiðast
út eins og eldur í sinu og til verða nýir straum-
ar og stefnur, sem detta úr tísku jafnharðan.
Allt kann þetta að virðast öðruvísi og yfir-
þyrmandi, en þegar öllu er á botninn hvolft
höfum við verið að leita að því sama allan
tímann og erum enn. Við erum alltaf að leita
að þessu nýja, sem stundum virðist bæði ferskt
og kunnuglegt um leið. Eitthvað sem vekur
spennu og vekur þá tilfinningu að ógleymanleg
minning sé að fæðast. Frá þessu sjónarhorni
er allt það nýja í heiminum – og í tónlist – ekki
slæmt. Það er leið til að hafa meira til að njóta:
meiri tónlist, fleiri minningar, fleiri tengingar
um allan hnöttinn – leið til að tjá okkur með
hljómfyllri og þýðingarmeiri hætti.
Tónlist frá Afríku hefur sérstaklega notið góðs
af þessari hröðu þróun og er svo komið að það er
eins og hún sé að sigra heiminn. Þegar þeir voru
að stíga sín fyrstu skref notuðu listamenn á borð
við Yemi Alade,Wizkid, CKay og Fireboy DML
nýja tækni til að búa til fágaða tónlist án þess að
reiða sig á fúlgur fjár frá stóru útgáfufyrirtækjun-
um. Streymisveitur hafa auðveldað listamönnum
að ná til hlustenda, að snerta fólk beint.
Það hefur verið mér innblástur að vinnameð
þessari kynslóð afrískra listamanna vegna þess
að hvernig tónlist þeirra hljómar og færmig til að
líða er hin fullkomna blanda hins kunnuglega og
ferska. Ungir listamenn eins og Burna Boy, fyrsti
nígeríski listamaðurinn til að vera aðalnúmerið
í Madison Square Garden – og til að selja hvert
sæti – ljóma á heimssviðinu vegna þess að þeir
eru ekki lengur að reyna að líkja eftir vestrænni
tónlist. Þeir leita í hefðbundna tónlist landa sinna
og til þeirramörgu listamanna, sem komu á und-
an þeim, á borð við Fela Kuti, Salif Keita eðamín.
Þeir fylgja ráðinu, sem ég hef oft gefið og
hljómar svona: „Heimurinn þarf ekki annan
Jay-Z – við höfum hann nú þegar. Hefðbundin
tónlist í Afríku er svo auðug að ótrúlegum
töktum. Þið eigið að nota þennan fjársjóð með
sama hætti og Chopin, Gershwin og Bartok
fengu innblástur frá þjóðlögum í sínum heima-
löndum.“
Nú er verið að þýða, flytja og njóta frels-
isins og orkunnar, sem alltaf hefur verið
hryggjarstykkið í afrískri þjóðlagatónlist, um
allan heim. Hljómfall afrósláttarins – þessi
blanda þegar afrísku slagstautarnir mæta
danshallatónlistinni frá Jamaíku, suður-
amerískri tónlist og danstónlist – verður hluti
af meginstraumnum. Þessi ásláttarhljóðfæri
koma til skila kraftinum og hlýjunni sem eru
hjartsláttur Afríku. Bergmálið af þeim er í
okkar sameiginlega erfðaefni því að öll erum
við komin af Afríku og ímynd álfunnar er að
breytast til að endurspegla það.
Hversumikið vatn hefur runnið til sjávar frá
því að fólk í ánauð söng á laun og reynt var að
þurrka út þjóðlög innfæddra um allan heim? Vin-
sældir þessara nýju listamanna eru fyrstamerkið
um djúpstæða breytingu á því hvernig litið er á
meginland Afríku – og sýnir hvernig okkar fólk í
öllum sínum fjölbreytileika í háttum ogmenningu
er að komast til nýrra ogmeiri áhrifa.
Eitt lag getur valdið tímamótum í lífi – það
átti við um mig þegar ég heyrði Miriam
Makeba syngja „Pata Pata“. Lagið vakti þá
tilfinningu að maður hæfist á loft og flygi
þangað sem maður væri hluti af samfélagi og
tilheyrði, jafn vel þótt textinn skildist ekki. Nú
erum við að verða vitni að breytingu í tónlist,
sem ásamt þeim tæknilegu framförum, sem
gera hana mögulega, er að valda straumhvörf-
um um allan heim. Afrísk tónlist er ekki lengur
falin bak við þær stefnur, sem hún hefur haft
áhrif á í meginstraumnum eins og blús, djass
og rokk. Hún er að verða að meginstraumi af
eigin rammleik, geislar þar sem allir sjá til, og
ég vona að það sé til marks um breytingu á
því hvernig litið er á og komið fram við Afríku
í heild sinni um leið og fólk áttar sig á þeim
sameiginlegu rótum sem þar koma fram.
Ef fólk dansar hvarvetna við afrósláttinn,
sama hvert það er eða hvernig það lítur út, þá
eigum við kannski öll meira sameiginlegt en
reynt hefur verið að telja okkur trú um. Allt
þetta hljómfall – hvort sem það er tónlistarinn-
ar, mennskunnar eða minnisins – fer í hringi.
Það er ekki hægt að gleyma því vegna þess að
það nær dýpra og er öflugra en orð. Tónlist
inniheldur minni, teygir sig yfir tíma og landa-
mæri, og heldur til haga bæði hver við erum og
hvernig við höfum breyst.
Vinsældir þessara nýju listamanna eru fyrsta
merkið um djúpstæða breytingu á því hvernig
litið er á meginland Afríku – og sýnir hvernig
okkar fólk í öllum sínum fjölbreytileika í háttum og
menningu er að komast til nýrra og meiri áhrifa.
© 2022 The New York Times Company og
Angélique Kidjo.