Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 TÍMAMÓT MEÐ LINSU LISTAMANNSINS Judy Watson, shadow bone, með leyfi Milani-gallerísins í Brisbane. Á þessari stillu úr mynd Watson, shadow bone, er skjölum úr ríkisskjalasafni Queensland og teikningum úr teikniblokk ungs manns úr röðum frumbyggja blandað saman við röntgenmynd af tanngarði. Í mynd Judy Watson eru röntgenmyndir notaðar til að tákna morð á svörtu fólki og frumbyggjum sem áttu sér stað á nýlendutímanum í Ástr- alíu. Í þessari stillu minnir Watson áhorfendur á að horfa ekki fram hjá sögu frumbyggja með því að setja röntgenmynd ofan á söguleg skjöl. Þessi marglaga mynd úr shadow bone spilar á ljós og skugga. Í myndinni eru meðal annars myndskeið þar sem listamaðurinn, Judy Watson, sést opna lófa og kreppa til að sýna hvernig hylmt hefur verið yfir ógeðfellda atburði úr fortíðinni bæði vísvitandi og með því að hafast ekkert að. Ljósi varpað á gleymda sögu Það er ekki langt síðan okkur var aðeins kennd hvítþvegin útgáfa af sögunni þar sem ekki var minnst á grimmdarverkin, sem framin voru á ástralskri grund. Nú er að verða til eining í ástralskri þjóðarvitund um að afhjúpa grafin sannindi, sem eitt sinn ollu þrætum og deilum. Nýlegt verk mitt, sem nefnist shadow bone (skuggabein), er myndband þar sem skjölum er fléttað inn frá Ríkisskjalasafni Queensland. Í sumu af þessu efni eru rakin í smáatriðum fjöldamorð á frumbyggjum í Ástralíu á tímabili sem nefnist „drápstíminn“. Í myndinni eru einnig myndir úr skissubók ungs frumbyggja, sem heitir Oscar og lifði í Far North Queensland seint á níunda áratug nítjándu aldar og teiknaði það sem hann mundi frá þessum grimmilegu atburðum. Að sögn sagnfræðingsins Johnathans Richards má rekja ofbeldi á hendur áströlskum frumbyggjum til 1606 þegar hollenski stýrimað- urinnWillem Janszoon tók land í Ástralíu. Of- beldi „drápstímans“ færðist í vöxt eftir að fyrsti breski flotinn kom 1788. Síðustu fjöldamorðin á frumbyggjummeð opinberu leyfi áttu sér stað 1928, en það gætu hafa verið framin óskráð morð síðar á tuttugustu öld. Þótt reynt sé að afmá það sem gerðist úr sumum sögulegum frásögnum vegna skammar hverfa jarðneskar leifar ekki svo auðveldlega. Ég lét röntgenmyndir af bæði beinum og tönnum frá fjölskylduminni fylgja í myndinni minni. Tann- læknirinnminn bauðmér jafnvel röntgenmyndir af tönnunum sínum þegar ég útskýrði verkið fyrir honum. Hann er frá Taívan og skilur mikilvægi þess að gangast við hrikalegri sögu nýlendu- væðingarinnar. Tennur og bein eru ekki aðeins áþreifanlegar leifar tiltekins fólks; þau eru einnig táknræn fyrir öll þau líf svartra og frumbyggja sem áströlsku nýlenduyfirvöldin þurrkuðu út. Mörgum beinanna hefur ekki verið skilað þangað sem þau með réttu eiga heima. Hetti Perkins, safnstjóri arfleifðar Arrernte- og Kalkadoon-þjóðflokkanna, skrifaði að með því að vísa til jarðneskra leifa forfeðranna í söfnum sýndi ég „beinagrindurnar í skápum ykkar“. Um allan heim eru samfélög fólks, sem fyrir var þegar nýlenduveldin létu til skarar skríða, að semja um að fá jarðneskar leifar forfeðra sinna og listmuni aftur heim. Til að fylgja hugsjónum verður að taka áhættu. Þar sem hefðbundnir miðlar duga ekki til þarf að nálgast hlutina með nýrri fjölmiðlun. Listamenn blómstra þegar þeir geta gert tilraunir með um- byltandi eiginleika miðla, efna og hugmynda til að breyta um lögun og form. Þeir þrýsta á mæri kynþáttar, kyns og valds, afhjúpa faldar sögur og stórslys í umhverfis- og heimsmálum. Í „skuggabeininu“ sjást lófar mínir opnast og kreppast í geislum sólar. Ég tók myndskeiðið þar sem sólin dansar á vatninu í Warrane (höfninni í Sydney) á snjallsímann minn. Í bakgrunni heyrist umferðarniðurinn af brúnni við höfnina í Sydney. Einnig má heyra öldugjálfrið í grjótinu fyrir neðan brúna. Vinur minn og listfélagi, Rosemary Laing, hallaði sér yfir axlirnar á mér og teygði úr og dró saman hendurnar til að hleypa sólarljósinu að. Ég vildi sýna í verki aðgerðir og aðgerðaleysi í að útiloka ósmekklega atburði og staðreyndir sem erfitt er að kyngja. Með þessari hreyfingu er sótt í merkingu þessara harmleikja út frá fortíð, samtíð og framtíð. Enn deyja svartir í haldi lögreglu. Stríð voru háð gegn frumbyggjum í Ástralíu og það þarf að gangast við þeim. Það kann að vera erfitt að rifja hana upp, en við eig- um sameiginlega sögu, sem þarf að gangast við og muna. Myndskeiðið mitt er samofið nýjustu sýningunni minni, „beinagrindur“, sem Amanda Hayman stýrði. Hún er stolt kona úr þjóðflokk- umWakkaWakka og Kalkadoon og meðstjórn- andi ráðgjafarfyrirtækisins Blaklash Creative. Langalangammamín, Rosie, sem lifði af fjöldamorð í Boodjamulla (Lawn Hill) í norðvest- urhluta Queensland, hefur veitt mér innblástur í lífi og starfi. Hún faldi sig í vatni með því að fergja sig niður með grjóti og anda í gegnum strá. Við erum hér vegna þess að hún lifði af. Nú er undir okkur komið að færa þessar sögur um að lifa af fram í ljósið. JUDYWATSON er listamaður úr röðum Waanyi og býr í Bris- bane í Ástralíu. Amanda Hayman stýrði sýningu hennar, skeletons (beinagrindur), sem sjá má í Ríkisskjalasafni Queensland í Brisbane. Amanda Hayman og Johnathan Richmand lögðu sitt af mörkum til greinarinnar. Sögulegar upplýsingar fengust í Ríkisskjalasafninu í Queensland. Í nýrri stuttmynd listamanns, shadow bone, eru grafin sannindi nýlendutímans afhjúpuð. Langalangammamín, Rosie, sem lifði af fjöldamorð í Boodjamulla (Lawn Hill) í norðvesturhluta Queensland, hefur veitt mér innblástur í lífi og starfi. Hún faldi sig í vatni með því að fergja sig niður með grjóti og anda í gegnum strá.Við erum hér vegna þess að hún lifði af. © 2022 The New York Times Company og Judy Watson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.