Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022
TÍMAMÓT VÍTT OG BREITT UM VERÖLDINA
Octavio Jones/Reuters
Haldið verður upp á 100 ára afmæli Disney-kvikmyndaversins árið 2023 með sjónarspili á kvöldin í skemmtigörðum fyrirtæk-
isins, sýningum á munum úr kvikmyndum í söfnum í Bandaríkjunum og erlendis og söngvateiknimyndinni Wish.
Francesca Volpi fyrir The New York Times
Frá og með 16. janúar
munu gestir í Feneyjum
þurfa að skrá sig fyrir fram
og borga gjald fyrir að
heimsækja borgina.
„Stríð, hvaða gagn gerir það?“ söng Edwin Starr fullum hálsi
árið 1970 – eða „War, what is it good for?“ eins og það hljómaði
á ensku.
Svarið er það sama í dag og fyrir rúmum 50 árum. „Nákvæm-
lega ekkert!“ eða „Absolutely nothing!“ Þrátt fyrir það réðst
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að tilefnislausu inn í Úkraínu
og er talið að 40 þúsund almennir borgarar hafi nú þegar látið
lífið og 30 milljónir til viðbótar misst heimili sín. Eftir því
sem átökin teygja sig inn í veturinn hafa Rússar tekið upp þá
hernaðaraðferð að ráðast á lykilinnviði í Úkraínu og hafa millj-
ónir manna verið án rafmagns, hita og vatns langan tíma í senn.
En Pútín fær ekki flúið söguna og innri klofningur og fækkun
íbúa í Rússlandi sýna að þegar kemur að trausti og einingu hans
eigin þjóðar kann hann þegar að hafa tapað.
Utan stríðs Rússa var fátt til að hugga sig við árið 2022. Í
júní sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við úrskurðinum í máli
Roe gegn Wade með þeim afleiðingum að rétturinn til fóstur-
eyðinga er ekki lengur stjórnarskrárvarinn í Bandaríkjunum; í
ágúst ollu flóð hörmungum í mörg hundruð þorpum í Pakistan,
1.500 manns létu lífið og líf 33 milljóna manna fór úr skorðum;
í september lést síðan Elísabet II. drottning, sem hafði verið
kjölfesta bresku konungsfjölskyldunnar og laus við uppnám
og uppákomur ólíkt öðrum í fjölskyldunni um leið og pundið
féll í sögulegar lægðir gagnvart bandaríkjadollar. Þegar leið að
lokum ársins hækkuðu seðlabankar um allan heim vexti til að
hemja verðbólgu og vöruðu við því að samdráttur væri líklegast
í vændum um allan heim.
Nú er árið 2023 komið með okkur í sigtið. Í vændum er allt
frá því að stærsti vindmyllugarður heims verði tekinn í notkun
í Japan til 100 ára afmæla Walt Disney-fyrirtækisins og Warner
Brothers og hátíðar til að hylla hundinn í Nepal. Hér á eftir
fylgja dæmi um þrautseigju og útsjónarsemi í verki.
JANÚAR
KRÓATÍA, 1. JANÚAR: Tæpum áratug eftir inngönguna í
Evrópusambandið ætla Króatar að taka upp evru og verða hluti
af Schengen-svæðinu. Króatar ætla ekki að láta yfirvofandi
samdrátt á evrusvæðinu stöðva sig og vonast til að upptaka
myntarinnar og innganga í Schengen-svæðið, sem opnar fyrir
ferðalög án áritunar, verði til þess að laða ferðamenn í auknum
mæli að strandlífinu við Adríahafið.
ÍTALÍA, 16. JANÚAR: Í Feneyjum verður byrjað að
innheimta gjald af ferðamönnum, sem koma aðeins til borgar-
innar til að dvelja í nokkra klukkutíma, en gista ekki yfir nótt.
Embættismenn borgarinnar hafa verið að undirbúa innleiðingu
gjaldsins, sem á að takmarka fjölda skammtímatúrista, sem
valda miklu álagi á viðkvæma innviði borgarinnar. Gjaldið verð-
ur allt frá þremur til tíu evra á dag og veltur upphæðin á því
hvað mannmargt er í borginni þann daginn.
BANDARÍKIN, 23. JANÚAR OG 4. APRÍL: Tveir risar í
Hollywood verða 100 ára. Það eru auðvitað Warner Brothers og
Disney! Kvikmyndaverin hafa bæði í hyggju að mikið verði um
dýrðir á öllum vígstöðvum, allt frá skemmtigörðum þeirra til
tölvuleikja, sjónvarpsstöðva og streymisþjónusta út árið.
MASHA GONCHAROVA
Er verið að skipuleggja komandi ár? Hér
eru nokkrir eftirtektarverðir viðburðir.
Atburðir sem munu skekja eða
stjaka létt við heiminum 2023