Morgunblaðið - 31.12.2022, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 65
Broti valdasprotans sjónvarpað
Broti valdasprotans var sjónvarpað í fyrsta skipti á Bretlandi. Chamberlain lávarður braut
sprotann, sem var tákn um vald Elísabetar II. drottingar, ellefu dögum eftir andlát hennar í
september. Þessi táknræna athöfn, sem markar endalok valdatíma drottningar, fór fram í
kapellu heilags Georgs í Windsor.
Chamberlain lá-
varður brýtur valda-
sprota Elísabetar II.
við útför hennar.
Jonathan Brady/Reuters
Fleiri Bandaríkjamenn reykja marijúana en sígarettur
Í skýrslu frá Gallup, sem birt var í ágúst, kom fram að í Bandaríkjunum reykja nú
fleiri marijúana en sígarettur. Það hafði ekki gerst áður. Um 16% þeirra, sem spurð-
ir voru í könnun Gallup, kváðust reykja marijúana, en 11% sögðust reykja sígar-
ettur. Dregið hefur jafnt og þétt úr sígarettureykingum frá því að þær náðu hámarki
um miðjan sjötta áratuginn þegar 45% Bandaríkjamanna kváðust reykja.
Katólikkar orðnir fleiri en mótmælendur á
Norður-Írlandi
Samkvæmt manntali, sem birt var í september, búa nú fleiri katólikkar á Norður-Ír-
landi en mótmælendur. Það er í fyrsta skipti síðan Norður-Írland var stofnað með
lagasetningu á breska þinginu árið 1920. Þessi tímamót hafa orðið tilefni vanga-
veltna um að efna til þjóðaratkvæðis um að sameinast Írlandi á ný.
Svifhjólið Xturismo fer í
fyrstu opinberu flugferðina
Japanskt sprotafyrirtæki sýndi svifhjól
sitt í fyrsta sinn á bílasýningunni í Detroit
í september. Svifhjólið nefnist Xturismo
og getur verið á lofti í 40 mínútur. Það
kostar rúmlega hálfa milljón dollara (rúm-
lega 70 milljónir króna) þannig að ekki er
það ókeypis. Ráðgert er að setja rafknúið
svifhjól á viðráðanlegra verði á mark-
að. Það mun væntanlega kosta 50.000
dollara (um sjö milljónir króna).
NASA flaug geimflaug á
loftstein í tilraunaskyni
Bandaríska geimvísindastofnunin,
NASA, flaug nýrri geimflaug með vilja
á loftstein í september. Við áreksturinn
breyttist stefna loftsteinsins. Þessi tilraun
er hluti af rannsókn á því hvernig megi
breyta stefnu loftsteina, sem gætu ógnað
jörðinni. NASA nefnir verkefnið DART
sem stendur fyrir The Double Asteroid
Redirection Test og segir að þarna hafi
farið fram „fyrsta geimvarnartilraunin“.
Frakkar senda gas til Þýskalands
Í fyrsta skipti dældu Frakkar náttúrulegu gasi beint til Þýskalands í staðinn fyrir
rafmagn. Bæði lönd eru að laga sig að nýrri stöðu í orkumálum eftir að Rússar
skrúfuðu fyrir gasflutninga til Evrópu, sem gagnrýnendur sögðu að væri ætlað að
refsa Vesturlöndum fyrir refsiaðgerðir út af innrás Rússa í Úkraínu.
Jarðneskar leifar Neanderdalsmanna finnast
í helli í Rússlandi
Vísindamenn fundu fyrstu jarðnesku leifar hóps Neanderdalsmanna í helli í Rúss-
landi. Sagt var frá þessu í grein í tímaritinu Nature í október. Þessi fundur hefur gert
kleift að ráðast í umfangsmestu erfðarannsókn sögunnar á hópi Neanderdalsmanna. Í
hópnum voru 11 manns, þar á meðal faðir og dóttir hans. Talið er að dauða þeirra hafi
borið að á svipuðum tíma fyrir 54 þúsund árum og þau hafi jafnvel dáið úr hungri.
Heimsmeistaramót FIFA í knattspyrnu haldið
í Mið-Austurlöndum í fyrsta sinn
Katar hélt heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Mótið hafði aldrei verið haldið áður þar í
landi og ekki heldur í Mið-Austurlöndum. Þetta var líka í fyrsta skipti sem HM hefur verið
haldið að vetri til á norðurhveli jarðar. Katar varði milljörðum dollara í að reisa leikvanga og
styrkja innviði fyrir mótið.
Konur skipaðar í háar stöður í Páfagarði og Al Azhar
Í fyrsta skipti hafa þjár konur, systir Raffaella Petrini, systir Yvonne Reungoat og hin
leika Maria Lia Zervino, verið skipaðar í nefndina í Páfagarði, sem veitir Frans páfa ráð um
vænleg efni í biskupsstöður í katólsku kirkjunni. Og í Egyptalandi skipaði Al Azhar-moskan
konu, Dr. Nahla al-Saeedy, ráðgjafa æðsta predikarans, Ahmeds el-Tayebs sjeiks. Hafði
það ekki gerst áður í þúsund ára sögu þeirrar íslömsku stofnunar.
Frans Páfi heilsar
systur Raffaellu
Petrini, sem er ítölsk
nunna og fyrsta
konan til að gegna
næstæðstu stjórn-
unarstöðu Páfagarðs.
Vatican Media gegnum Reuters
Í fyrsta skipti leiðir hörundsdökkur maður
breska ríkisstjórn
Rishi Sunak fæddist í suðurhluta Englands. Foreldrar hans fluttu frá nýlendum Breta
í Austur-Afríku og afar hans og ömmur voru frá Punjab-héraði í Indlandi. Í október var
brotið blað í sögunni þegar hann varð fyrsti hörundsdökki maðurinn til að verða for-
sætisráðherra Bretlands. Hann er líka fyrsti forsætisráðherra landsins, sem er hindúa-
trúar, og gæti jafnvel líka verið sá fyrsti til að gegna embættinu sem er auðugri en
breska konungsfjölskyldan. Talið er að auðæfi Sunaks, sem er fyrrverandi bankamað-
ur, og konu hans, sem er dóttir annars stofnanda tæknifyrirtækisins Infosys, nemi 730
milljónum punda (127 milljörðum króna). Eignir Elísabetar II. drottningar voru metnar
á 370 milljónir punda (64 milljarða króna) samkvæmt ríkra manna tali blaðsins Sunday
Times. Sunak var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnsons. Hann tók við af Liz
Truss, sem mikill styrr stóð um og var aðeins forsætisráðherra í 44 daga.
Rishi Sunak, nýr leiðtogi breska Íhalds-
flokksins, veifar fyrir utan kosningaher-
búðir flokksins í London 24. október.
Maja Smiejkowska/Reuters
Smásjármynd í þrívídd
af bakteríunni Thiom-
argarita Magnifica, sem
sjá má með berum aug-
um. Hún er ekki aðeins
um 5.000 sinnum stærri
en flestar aðrar bakter-
íur, heldur er bygging
hennar flóknari.
Jean-Marie Volland/Lawrence Berkeley National Labor/AFP gegnum Getty Images
Vísindamenn greina
frá bakteríum
sem sjást með
berum augum
Vísindamenn birtu í júní grein í
tímaritinu Science þar sem sagði
frá tilveru baktería, sem hægt
er að sjá án hjálpar smásjár.
Með því var snúið á hvolf þeirri
viðteknu hugmynd að bakteríur
væru örverur, sem ekki sæjust
með berum augum. Aðmeðaltali
verður bakterían Thiomargarita
magnifica 9.000 míkron eða 0,9
cm á lengd. Þótt Thiomargarita
magnifica hafi fyrst fundist árið
2009 í fenjaviði í frumskógi á
eyjunni Guadeloupe í Karíbahaf-
inu, tók það vísindamenn sinn
tíma að átta sig á að um bakteríu
væri að ræða vegna þess hvað
hún var furðulega stór.
Vísindamenn ná mynd af svartholiVetrarbrautarinnar
Vísindamenn birtu í maí fyrstu myndina af Sagittarius A*, svartholi í miðri Vetrarbraut-
inni. Myndbirtingin var hluti af alþjóðlegu verkefni, sem nefnist á ensku Event Horizon
Telescope. Árið 2019 birti sami hópur vísindamanna fyrstu myndina af svartholi í miðri
stjörnuþokunni M87. Það svarthol er 1.500 sinnum stærra en Sagittarius A*.
© 2022 The New York Times Company og Tricia Tisak