Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022
TÍMAMÓT SÁ SÖGULEGI VIÐBURÐUR VARÐ Í MARS AÐ CODA VARÐ FYRSTA MYNDIN MEÐ LEIKURUM, SEM
NÁNAST ALLIR ERU HEYRNARLAUSIR, TIL AÐ HLJÓTA ÓSKARSVERÐLAUNIN FYRIR BESTU MYNDINA.
Emmanuel Guimier/Netflix
Omar Sy í hlutverki
Assane Diop í þáttun-
um Lupin á Netflix.
OMAR SY
er leikari og framleiðandi sjónvarpsþátta og
kvikmynda. Hans næsta hlutverk er í kvikmyndinni
Book of Clarence.
Mælikvarði á manndóm
Hvort sem þær fundust í skáld-
skap eða voru sóttar í hryllingsverk
mannkyns geta persónurnar sem við
sjáum á tjaldinu haldið spegli á loft
til að sýna kaldan veruleikann, varpa
ljósi á hina ósýnilegu og raddlausu.
Að bregðast við, að grípa til svara. Að skuld-
binda sig, að velja málstað. Að vera með, að
vinna á móti. Krafan er nánast viðvarandi,
eins og það væri alltaf nauðsynlegt að vera
með sjónarhorn, hafa pólitíska skoðun.
En hvað ef að dreyma væri önnur leið til að
hugsa um heiminn? Hvað ef að segja sögur yrði
til að endurskapa þann heim? Og hvað ef hægt
væri að breyta heiminum á laun með því að
gera kvikmyndir?
Ég er oft spurður hvaða „pólitíska nálgun“
knýi mig áfram – hvaða boðum ég vilji koma á
framfæri með því að gera þessa myndina eða
hina. Þessi spurning hefur alltaf angrað mig
vegna þess að ég spyr mig hennar aldrei. Ég
geri bara bíómyndir.
Til að gera þessar myndir leita ég í líf og
heima sem hreyfa við mér, sem ganga upp
út frá þeirri manneskju sem ég er: Frakki af
senegölskum og máritískum uppruna; múslimi
sem ólst upp í verkamannahverfi; maður sem
nú ver helmingi tíma síns í Bandaríkjunum
og á börn sem hafa gert sér heimili í þremur
heimsálfum.
Ég rek þessa bíósögu til hlutverks míns sem
hinn ólíklegi aðstoðarmaður Driss í kvik-
myndinni Intouchables. Vinsældir persónunn-
ar voru slíkar að það fleytti mér inn í önnur
hlutverk. Ég hef leikið þjófinn Assane Diop í
þáttunum Lupin, samnefndan trúð í myndinni
Chocolat, innflytjandann Samba frá Senegal
í gamandramanu Samba og föðurinn og fót-
gönguliðann Bakary í sagnfræðilega dramanu
Tirailleurs.
Ég fór í fótspor þessara persóna vegna þess
að þeir deila eiginleika sem höfðar sterkt til
mín: Þeir eru fulltrúar ósýnilegs fólks, sem
við komumst að því að á sér nafn, sambönd og
sögu. Fólk sem er til, líf þess skiptir máli og það
á skilið að saga þess sé sögð.
Í gegnum Bakary sagði ég sögu um örlög
manna sem varpað var inn í gleymskunnar
tóm: afrískra fótgönguliða sem í fyrri heims-
styrjöld börðust af hugrekki fyrir Frakkland og
létu lífið í stríði sem var ekki þeirra að heyja.
Í gegnum Assane sagði ég sögu innflytjanda
frá Senegal, sem ólst upp í Frakklandi, en var
þó úti á jaðri samfélagsins.
Hvort sem þær eru afsprengi sögunnar eða
skáldaðar bera þessar persónur vitni mikil-
vægum raunveruleika: Einstaklingar eins og
Assane og Bakary eru allt í kringum okkur, en
stundum sjáum við þá ekki.
Kvikmyndagerð snýst einmitt um það, að búa
til fólk og opna á möguleika. Hún tengir það
ímyndaða við raunveruleikann, smíðar brú þar
á milli og segir: „Komum, við skulum ganga yfir
hana.“
Að deila þessum sögum, hvort sem þær voru
fengnar úr skáldskap eða sóttar í hryllingsverk
mannkyns, er að ryðja brautina milli ótakmark-
aðs draums og skýrt afmarkaðs veruleika.
Þegar ég var barn var ég vanur að sitja
á ganginum í íbúðinni þar sem ég bjó með
foreldrum mínum og systkinum í úthverfinu
Trappes í París. Þar lék ég mér, sleppti fram af
mér beislinu og stökk á milli húsgagna og príl-
aði um leið og ég sagði sjálfum mér sögur. Mér
fannst eins og ég hefði snúið lykli til að aflæsa
dyrum að draumum.
Efniviðinn í þessar sögur sótti ég í umhverfi
mitt. Inni á heimili okkar var stór fjölskylda
í mótun og ómstríð kviða tungumála, allt frá
fúla til frönsku. Utan dyra var látlaus ys og
þys borgar sem var full af gleði og kvíða og
það bergmálaði af veggjunum í okkar daglega
lífi.
Allir þessir þættir mynduðu þægilegt afdrep
einveru og inni í því leitaði ég skjóls. Þar hitti
ég ýmsar persónur. Sviðinu var stillt upp.
Söguþræðir urðu til. Heimar risu.
Ég hafði upplifað veldi og galdur hug-
myndaflugsins. Og þótt ég héldi í mínum
unga huga að ég væri að endurímynda mér
raunveruleikan var ég í raun að flýja fjötra
hans. Ég hafði stigið inn í heim kvikmynd-
anna án þess að vita það.
Þessar sögur, sem ég bjó til í æsku, mótuðu
mig og gerðu að þeim fullorðna manni sem ég
er í dag. Það getur verið að ég hafi yfirgefið
ganginn í íbúðinni, en ég fór ekki úr sköpunar-
kúlunni minni.
Sögurnar sem ég segi nú eru málaðar á
stærri striga og þær eru til langt handan mín.
Er það vegna þess að fólk finnur sjálft sig
þar fyrir? Eða kannast við eitthvað úr sínum
gleymda heimi? Eða sættir það sig við van-
kanta sína? Það er ekki mitt að svara.
Verið getur að fólkið í þessum sögum sé
tilbúningur, en við mótum þær í okkar mynd:
endurvarp og glefsur af öllu því sem við höfum
fengið í fangið og dreymir um að verða; summa
bæði þess sem við erfðum og þeirrar arfleifðar
sem við viljum skilja eftir okkur.
Þegar þeim er deilt taka þessar sögur – þess-
ir draumar – á sig nýja mynd veruleika. Þær
geta gengið manna á milli og vakið tilfinningar.
Þær geta vakið von, geðhrif eða samtök sem
geta hnikað til mörkum. Þær geta varpað ljósi
á þá sem sofa í skuggunum og með hljóðum og
djúpum hætti breytt lífum.
Verið getur að fólkið í þessum sögum sé
tilbúningur, en við mótum þær í okkar
mynd: endurvarp og glefsur af öllu því
sem við höfum fengið í fangið og dreymir um að
verða; summa bæði þess sem við erfðum og þeirr-
ar arfleifðar sem við viljum skilja eftir okkur.
© 2022 The New York Times Company og
Omar Sy.