Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 71 Ed Jones/Agence France-Presse — Getty Images Áhugi á heimsókn til Norður-Kóreu? Ein leiðin er að næla sér í þátttökurétt í Maraþoninu í Pyongyang. Anne-Christine Poujoulat/Agence France-Presse — Getty Images Pompidou-safninu í París verður lokað vegna umfangsmikilla breytinga til að undirbúa hálfr- ar aldar afmæli safnsins 2023. September BANDARÍKIN: Nemendur við sjálfstæða námsbraut Whitney-safnsins fyrir listamenn, sagnfræðinga og safnstjórn- endur munu eiga þess kost að hefja nám í ótrúlegri skólastofu, þökk sé gjöf frá dánarbúi listamannsins Roy Lichtenstein. Um er að ræða rúmlega 800 fermetra vinnustofu listamannsins á þremur hæðum í Greenwich Village í New York. Þar bjó Lichtenstein og starfaði þar til hann lést árið 1997. BANDARÍKIN, 24. SEPTEMBER: OSIRIS-REX, fyrsta geimflaug Bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, sem send hefur verið til að safna sýnum á loftsteini, mun snúa aftur til jarðar. Vísindamenn við tilrauna- og þjálfunarstöð NASA í Utah mynu rannsaka ryk og steina sem OSIRIS-REX safnaði á loftsteininum Bennu í þeirri von að verða einhvers vísari um sólkerfi okkar í árdaga og áhrif af hrapi loftsteina á jörðina í framtíðinni. Október SUÐUR-AFRÍKA, 18. TIL 30. OKTÓBER: Keppendur í þolíþróttum munu leggja leið sína til Kouga í héraðinu Eastern Cape í Suður-Afríku til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í ævintýrakeppni, Adventure Racing World Championship, sem nú verður haldin í Afríku í fyrsta skipti. Keppt verður á fjallahjólum, hlaupum á stígum, kajakróðri á ám og ratleikjum um leið og tekist er á við breytilegt loftslag og dýralíf. Gætu keppendur til dæmis rekist á ljón, hlébarða og nashyrninga í Kouga. Sigurvegarinn fær sjö milljónir króna (50 þúsund dollara) í verðlaun og losnar við að borga skráningargjald fyrir keppnina á þarnæsta ári. Nóvember SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN, 6. TIL 17. NÓVEMBER: Heimsins fyrsti vetnisknúni spaðabátur mun halda í sitt fyrsta „flug“ (eða er það „sigling“?) á loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Farkosturinn, sem kallaður er Þotan, getur flutt allt að 12 farþega og útblásturinn er enginn. Svissneskt sprotafyrirtæki er á bak við Þotuna og hyggst hefja markaðssetningu á henni í Dúbaí fyrir einstaklinga og hótel síðar á árinu. NEPAL: Tihar-hátíðin í Nepal stendur í marga daga. Þar er hinu góða hampað gegn hinu illa líkt og á Diwali, hinni ind- versku hátíð ljósanna. Annar dagur hátíðahaldanna – Kukur Tihar – er helgaður hundum, sem eru taldir helgir sendiboðar Yarma, guðs hinna framliðnu. Þann dag eru heimilis- og flökku- hundar í Nepal baðaðir, gefið gott að éta og blómakransar úr gullfíflum lagðir um hálsa þeirra. Desember ÚGANDA, 7. TIL 10. DESEMBER: Sótt hefur verið að raf- tónlistarhátíðinni Nyege Nyege en nú er ljóst að ekki er öll nótt úti enn. Hátíðin er haldin árlega á bökkum Nílar. Henni var aflýst 2020 og 2021 vegna kórónuveirunnar. Þing Úganda bannaði hátíðina á þessu ári á þeirri forsendu að hún ýtti undir siðleysi. Nú hefur verið leyft að hátíðin verði haldin á næsta ári eftir að aðstandendur hennar settust niður með ráðherra siðgæðis og heilinda í Úganda og settu saman reglur um hátíðarhaldið þar sem meðal annars er kveðið á um lágmarksaldur og klæðaburð. JAPAN: Stærsta sameinaða vindorkuver og orkugeymsla Japana á hafi úti mun komast í gagnið. Verið er undan ströndinni í Ishikari-flóa í Hokkaido og er kennt við flóann. Tekið hefur 15 ár að reisa vindorkuverið og er það eitt af tugum slíkra vera, sem ætlað er að virkja hvassviðrið í Japan. Japanar leggja nú aukið kapp á að finna hreinar orkulindir eftir að hafa gengið í gegnum orkuskort í fyrsta skipti í hitabylgjunni í sumar og gríðarlegar hækkanir á bensíni og olíu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Einhvern tímann á árinu 2023 FRAKKLAND: Nú er rétt að drífa í að fá fylli sína af „Brunninum“ eftir Marcel Duchamp og „Bláu mónókrómi“ eftir Yves Klein vegna þess að Pompidou-listamiðstöðinni í París verður lokað árið 2023 vegna viðhalds og ekki opnað á ný fyrr en á fimmtugsafmælinu árið 2027. NÝJA SJÁLAND: Er hægt að reykja sígarettur og drepa í samtímis? Á Nýja-Sjálandi á að gera tilraun til að gera hvort tveggja með nýstárlegum lögum. Þau kveða á um að þeir sem reyki nú þegar geti haldið því áfram, um leið og komið verði í veg fyrir að ungt fólk ánetjist. Frá og með næsta ári mun lágmarksaldur til að kaupa sígarettur hækka árlega. Ætlunin er sú að þeir sem nú eru 14 ára og yngri muni aldrei á ævinni mega kaupa tóbak. WALES: Fyrirtækið The Royal Mint, sem sér um myntsláttu á Bretlandi, ætlar í samstarfi við kanadíska sprotafyrirtækið Excir að opna verksmiðju, sem á að endurheimta 99 prósent af gulli í rafkerfum tölva og farsíma, sem hent hefur verið á haugana. Talið er að verðmæti góðmálma í hinum ýmsu rafmagnstækjum um heim allan nemi 57 milljörðum dollara (átta billjónum króna). NÍGERÍA: Þjóðarolíufyrirtæki Nígeríu ætlar að taka af skarið um hvort fjárfest verði í 25 milljarða dollara (3,5 billjóna króna) leiðslu til að flytja gas frá Nígeríu til Marokkó og áfram til Ítalíu og Spánar. Ef það verður samþykkt munNígería leggja sitt af mörkum til að draga úr þörf Evrópu fyrir orku frá Rússlandi. Þaðmun þó ekki gerast í bráð. Leiðslanmun í fyrsta lagi komast í gagnið eftir 25 ár. Badru Katumba/Agence France-Presse — Getty Images Afolabi Sotunde fyrir Reuters Kona gengur yfir leiðslur í Oginiland í Nígeríu. Til stendur að leggja nýja leiðslu til að flytja gas frá Nígeríu að Miðjarðarhafi til að losa Evrópu undan því að vera háð Rússlandi. Leiðslan yrði þó ekki tilbúin fyrr en upp úr miðri öldinni. Raftónlistarhátíðin í Úganda er vinsæl og dregur að sér tónlistarmenn og áhorfendur alls staðar að í Afríku þá fjóra daga sem hún stendur. © 2022 The New York Times Company og Masha Goncharova.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.