Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022
Phill Magakoe/AFP gegnum Getty Images
Herir Eþíópíu ogTigray gera vopnahlé
NÓVEMBER Lýðfrelsisfylking Tigray og stjórnvöld í Eþíópíu féllust á vopnahlé eftir tíu
ára samningalotu í Pretoríu í Suður-Afríku þar sem Afríkusambandið hafði milligöngu.
Samkomulagið kom á óvart og var gert aðeins einum degi áður en tvö ár voru liðin frá
upphafi átakanna, sem hafa verið blóðug og leikið næst fjölmennasta ríki Afríku grátt.
Þúsundir manna hafa látið lífið og milljónir eru á vergangi. Áður en stríðið hófst hafði mikil
spenna ríkt á milli Abiys Ahmeds forsætisráðherra og eþíópíska þjóðarhersins annars
vegar og hins vegar Lýðfrelsisfylkingarinnar, sem áður hafði ráðið lögum og lofum í landinu
í þrjá áratugi. Á myndinni sjást fulltrúar eþíópískra stjórnvalda og uppreisnarmanna í Tigray
skiptast á eintökum af friðarsamkomulaginu eftir undirritun í Pretoríu 2. nóvember. Jenn Ackerman fyrir The New York Times
Varað við þreföldum faraldri
DESEMBER Heilbrigðissér-
fræðingar vöruðu við því að
álag á bandarískt heilbrigð-
iskerfi, sem þegar glímir við
þreytu vegna faraldursins og
kulnun starfsmanna, gæti enn
aukist út af þrefaldri veiruógn
og almenningur ætti því að hafa
varann á yfir vetrarmánuðina.
Deildir fylltust á barnaspítölum
vegna tilfella af kvefveirunni
RSV í mörgum ríkjum Banda-
ríkjanna í haust og flensutilfell-
um fór fjölgandi. Læknum var
brugðið vegna þess að þetta
tvennt fór saman og að auki var
spáð að kórónuveiran yrði að-
sópsmeiri þegar kólnaði í veðri.
Litlar eða engar hömlur eru á
ferðalög og litlar sem engar
nálgunarreglur. Árstíðabundnir
sjúkdómar á borð við flensuna
og RSV hafa tekið rækilega við
sér eftir að fólk tók aftur upp
sömu lífshætti og fyrir kórónu-
veirufaraldurinn. Á myndinni
er verið að bólusetja barn í
verslunarmiðstöðinni Mall of
America í Minnesota.
Ilvy Njiokiktjien/The New York Times
Orkukreppa í
Evrópu
DESEMBER Með metframleiðslu á
vind- og sólarorku tókst að draga úr
áhrifum orkukreppunnar í Evrópu.
Kreppan orsakaðist af því að Rússar
drógu úr framboði á ódýru, náttúrulegu
gasi eftir að þeir réðust inn í Úkraínu
í febrúar. Í Evrópu var einnig aukinn
innflutningur á gasi frá Noregi og
Norður-Afríku. Einnig var flutt inn gas í
flutningaskipum, einkum frá Bandaríkj-
unum. Þessar tilraunir til að draga úr
því hvað Evrópa er háð rússnesku gasi
hafa dugað til að koma á jafnvægi í bili.
Í álfunni er þó mikið undir að tryggja
aðrar orkulindir og hefur verð á gasi
og rafmagni náð sögulegum hæðum.
Óttast er að það ásamt stjórnlausri
verðbólgu gæti grafið undan stuðningi
í Evrópu við að verja Úkraínu gegn
Rússum. Sérfræðingar hafa áhyggjur af
að áframhaldandi óvissa í orkumálum
gæti orðið til þess að menn neyðist til
að skera niður framleiðslu í orkufrekum
iðngreinum. Á myndinni sjást vindmyllur
í hafnarborginni Eemshaven í Hollandi.
FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI
Kosningar
valda sundr-
ungu í Brasilíu
NÓVEMBER Þúsundir stuðningsmanna
Jairs Bolsonaros tókust á við lögreglu í
Sao Paulo snemma í nóvember eftir að
vinstri frambjóðandinn Luiz Inácia Lula
da Silva sigraði í forsetakosningunum
í Brasilíu. Þeir voru fullir reiði og héldu
fram að úrslitum hefði verið hagrætt í
kosningunum. Mikill fjöldi þyrptist til
höfuðborgarinnar, Brasilíu, og kröfðust
sumir þess að herinn tæki völdin þar
til kosið hefði verið aftur. Öðrum þótti
sú krafa váleg tíðindi, minnugir þess
að í tvo áratugi bjuggu Brasilíumenn
við herforingjastjórn. Brasilía er fjórða
stærsta lýðræðisríki heims. Vandamálin
eru mörg, þar á meðal mikið atvinnu-
leysi og háar skuldir hins opinbera.
Þá hefur stefna Brasilíustjórnar vegna
regnskóganna, sem gengur á jafnt og
þétt, vakið gagnrýni víða um heim. Á
myndinni sjást lögreglumenn í borginni
Brasilíu í viðbragðsstöðu andspænis
stuðningsmönnum Bolsonaros.Victor Moriyama/The New York Times