Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022
Með leyfi Liu Cixin
„Rannsóknarstofa hugsana“
Að segja sögur – nota hugmyndaflugið til að búa til
sýndarheima utan veruleikans – er mikilvægur og
einstakur hæfileiki mannsins. Enn sem komið er bend-
ir ekkert til að nokkur önnur tegund á jörðinni búi yfir
þessum mætti.
Sýndarheimarnir, sem mynda kjarna mannlegra
frásagna, kunna stundum að virðast líkir hinum raun-
verulega heimi, en þeir geta líka átt lítið sameiginlegt
með honum Sagan verður að búa yfir nógu miklum
líkindum með hinum raunverulega heimi til að fólk finni
snertifleti, en nógu ólíkir til að bjóða upp á rannsóknar-
leiðangra.
Þessi sýndarheimur – sagan – þjónar margvíslegum
mikilvægum tilgangi. Í fyrsta lagi er hann framlenging
á hinu raunverulega lífi. Fólk býr til eða nýtur þess að
reyna hluti í sögu, sem ekki geta verið til í raunveruleikanum. Þannig getur maðurinn orðið fyrir
andlegri og tilfinningalegri reynslu í þessu rými sem ekki er hægt í öðru samhengi.
Sögur gefa fólki líka kost á að skilja heiminn frá öðru sjónarhorni. Sýndarheimur myndaður
úr sögum er rannsóknarstofa hugsana þar sem náttúran getur farið sínu fram í jaðarástandi af
ýmsum toga. Með því að rannsaka mörk hins náttúrulega heims í þessari sýndarstillingu er hægt
að afhjúpa hliðar á grundvallarþáttum hans, sem ekki hafa verið prófaðir í raunveruleikanum.
Sögur eru ekki bara til í sýndarheimi. Með þeim er hægt að búa til tengingar í raunheimi. Þegar
fólk les eða heyrir sömu söguna fer það inn í sýndarveröld, sem það deilir. Þessi hópreynsla
getur orðið til þess að til verður tengt samfélag í raunheimi byggt á því að fólk hittist í þessari
sýndarveröld.
Liu Cixin er vísindaskáldsöguhöfundur og skrifaði skáldsöguna The Three-Body
Problem, sem fékk Hugo-verðlaunin og verið er að gera eftir þætti fyrir Netflix.
Liu Cixin
„Gáttin að því að segja sannleikann“
„Maður getur ekki horfið burt á sama hátt og maður
kom,“ segir persónan Willy Loman í leikriti Arthurs
Millers, „Sölumaður deyr“. „Það gengur ekki, maður
verður að skilja eitthvað eftir sig.“
Í hvert skipti sem ég kem fram í þessu hlutverki í
uppfærslunni, sem nú er sýnd á Broadway, minnir
það mig á hina meðfæddu löngun mannsins til að
hafa varanleg áhrif á heiminn áður en við kveðjum
hann. Sem listamaður hefur mér alltaf fundist það
forréttindi að segja sögur, hvort sem það hefur verið
með því að taka upp tónlist, vera þulur í heimildar-
mynd eða fara í hlutverk persónu á skjánum. Að
segja söguna af ferðum okkar gefur lífi okkar tilgang,
merkingu og endingu, veitir innsýn í hlutskipti
mannsins, sem hægt er að deila með komandi kyn-
slóðum og felur í sér máttinn til að breyta sjónarhorni fólks.
Að segja sögur er einnig gáttin að því að segja sannleikann, sem hjálpar okkur að móta
skoðanir okkar með upplýstum hætti, taka ákvarðanir og sjá okkur sjálf. Með því að segja
sögur getum við náð saman, sagt hver okkar gildi eru og breytt í samræmi við þau. Án þess
að segja sögur hefðum við ekki öll þau lög sögunnar, sem setja mark sitt á samtímann og
Wendell Pierce
Með leyfi Naomi Watanabe
„Sögur eru arfur lífsins“
Sögurnar eru jafn margar og fólkið í heiminum. Ég vil
heyra og læra af jafn mörgum og hægt er. Sem lista-
maður á sviði og á skjánum hitti ég fyrir marga, ólíka
einstaklinga og hlusta á frásagnir þeirra. Mig langar til
að heyra af ævintýrum þeirra og skilja hvernig þeir lífa
og hvernig þeim líður.
Sögur veita tækifæri til að sjá heiminn með ólíkum
hætti. Hvert okkar kemur að borðinu með einstakan
bakgrunn. Það getur verið erfitt að fara út úr sinni kúlu
og setja sig inn í sjónarhorn annarra. En lífið er stutt
þannig að mig langar til að kynnast innsýn allra í það
sem er að gerast í heiminum í kringum mig.
Mín saga varð ekki aðeins til úr minni persónulegu
lífsreynslu; sögur allra blandast við mína og verða hluti
af minni sögu. Þessar sögur annarra geta hjálpað okkur að finna tilgang og öðlast lífsfyllingu – ef
við kjósum að læra af þeim. Þess vegna eru frásagnir allra mér verðmætar.
Þessar frásagnir gefa okkur kost á að stíga út fyrir okkur sjálf og horfa á okkar veruleika af
nýjum krafti. Hugsið um lífið eins og hlaðborð og þið fáið að bragða á því sem það hefur upp á
að bjóða. Þú gætir stundum áttað þig á að þú hafir viljað borða eitt, en nú viljir þú bragða annað
í staðinn. Þú yfirgefur hlaðborðið með fullan disk, hlaðinn réttum, sem ekki er víst að þú hefðir
smakkað annars. Það sama á við um okkar hversdagslíf. En því miður gleymum við okkur svo oft
við að einblína á stóru myndina að við missum af smærri augnablikunum, sem geta veriö alveg
jafn verðmæt, augnablik, sem móta sögu okkar. Þess vegna reyni ég að setja færslur á Instagram.
Ég nota félagsvefi til að taka upp og deila því sem verður á vegi mínum í mínu daglega lífi.
Sögur eru arfur lífsins. Þeim vindur fram á hverjum degi, hverri mínútu, hverri sekúndu. Sögur
færa okkur mikla, sameiginlega reynslu og kjósum við að opna hug okkar og hjarta fyrir þessum
ómissandi erfðagripum munu þeir auðga líf okkar svo um munar.
Naomi Watanabe er skemmtikraftur.
Naomi Watanabe
Doug Watkins
„Hvernig við gerum okkur heil“
Við segjum sögur vegna þess að við viljum sjá
mynstur. Allir spyrja mig: „Hvernig fórstu úr því að
vera vísindamaður í að vera rithöfundur?“
„Skrifaði bók,“ svara ég og yppti öxlum. „Maður
þarf ekki að fá leyfi.“
Listir og vísindi eru ekki ólíkir hlutir, satt að segja;
þau eru tvær hliðar á sama peningi. Og það sama
og gerir einhvern að góðum rithöfundi – eða hvers
konar listamanni – er það sama og gerir einhvern
að góðum vísindamanni: hæfileikinn til að greina
mynstur í því sem lítur út eins og glundroði.
Vísindamaður skoðar ytri heiminn og vinnur með
því að einangra afmarkaðan glundroða (segjum
vistkerfi, plánetur, lífveru eða byggingu örvera) og
greina mynstrin í honum. Það er svipað því sem listamaðurinn gerir, nema hann leitar í innri
heim síns persónulega glundroða.
Mynstur eru rökbygging jafnt hins efnislega sem hins andlega heims og með sögum sýn-
um við hvert öðru þessa rökbyggingu. Með hverju mynstri skýrum við og tengjum, fyllum
inn í eyður og búum til stökkpall að einhverju meira.
Með sögum gerum við okkur heil.
Diana Gabaldon er rithöfundur. Nýjasta skáldsagan hennar heitir Go Tell
the Bees That I Am Gone og er níunda bókin í bókaflokknum Outlander.
Diana Gabaldon
Angela Sterling
„Hið kvalafulla fárviðri
hlutskiptis mannsins“
Við segjum sögur vegna þess að það er auð-
veldara að skilja djúpan sannleik í gegnum
goðsagnir, þjóðsögur og altækar hugmyndir.
Vegna þess að tónlist og hreyfing eru altæk,
jafnvel frumhvatir, kviknar okkar djúpi skilningur
á því hvernig saga rís og hnígur sérstaklega með
dansi.
Maður á von á því að öll dramatíkin í ballett-
frásögn komi fram þegar saman fara spor og
tónlist. En augnablik án hreyfingar getur líka verið
kraftmikið. Tökum þriðja þáttinn í hinni klassísku
uppfærslu sir Kenneths MacMillans á ballettinum
Rómeó og Júlíu. Eftir að Tíbalt deyr fyrir hendi
Rómeós og Júlía sér fram á að verða neydd til að
giftast París kýs MacMillan kyrrðina til að lýsa þjáningum Júlíu.
Eftir að hafa dregið fram ofsafengnar ástríður söguhetjanna af slíkri fagmennsku
með því að tvinna saman klassísk spor ballettsins og tónlist Sergeis Prokofjevs kýs
MacMillan að sýna okkur ólgandi ráðabrugg Júlíu með því að láta hana einfaldlega sitja
fremst á rúmi sínu. Hún haggast ekki, með ristarnar beinar og tærnar saman og niður.
Meira að segja augnaráðið er óhuggulega kyrrt þannig að hljómusli strengjahljóðfær-
anna og ómstríð blásturshljóðfærin fá að segja frá og túlka hugsanir hennar um leið og
tilfinningareið hennar tekur á sig mynd.
Hver einasti snúningur, í hvert einasta skipti sem hún var hafin á loft færðumst við
nær þessu augnabliki þar sem hreyfingarleysið ríkir. Þetta er fallegt dæmi um hvernig
hreyfing – og augnablikin þar á milli – endurómar í okkur í djúpum tilfinninganna. Dans
getur enduspeglað ótta, ást eða gleði, eða jafnvel kafað dýpra í hið kvalafulla fárviðri
hlutskiptis mannsins.
Christopher Wheeldon er danshöfundur og leik-
stjóri. Hans nýjasta verk er MJ: The Musical.
Christopher Wheeldon
hafa áhrif á framtíðina. Það er ógerningur að ímynda sér heim þar sem forfeður okkar deildu
ekki reynslu sinni af þrældómi, ofsóknum, hryllingi, heiðri, von og sigrum.
Hugsið um hvert landslag frásagnarinnar í djassi – hugmyndin um frelsi og form fær tilveru
hlið við hlið í listinni – væri án listamanna á borð við Miles Davis, Ellu Fitzgerald og Lou-
is Armstrong. Án þeirra væri enginn Terence Blanchard, Cécile McLorin Salvant, Wynton
Marsalis eða allir þeir tónlistarmenn, sem haldið hafa djassinum á lofti fram á þennan dag.
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á varð það að segja sögur tignaður vettvangur huggunar
og sköpunar. Við uppgötvuðum nýja höfunda og kvikmyndagerðarmenn, enduruppgötvuðum
bíómyndir og uppáhaldssjónvarpsefni og fórum á sýningar leikhúsa um allan heim á netinu.
Ég fann mína gátt að því að segja sögur þegar ég var að vaxa úr grasi sem drengur í New
Orleans með innblæstri frá hinu sögulega Free Southern Theater og á 40 ára ferli mínum hef
ég lært að meta kraft þess til fullnustu. Í hvert einasta skipti, sem ég stíg á svið fyrir framan
myndavél, er ég að búa til samband við áhorfendur í þeirri von að þegar við skiljum og sýn-
ingunni er lokið hafi þeir sína eigin sögu að segja.
Að standa daglega á sviði í Sölumaður deyr, í klassísku hlutverki Willys Lomans, eru ekki
aðeins tímamót í mínu lífi og ferli, heldur bætir einnig við sögulegum kafla og opnar dyr fyrir
fjölda ólíkra radda og listamanna til að segja þessa sögu. Ég vona að með hverri sýningu
brennum við til grunna hús, sem hefur verið eins og spennitreyja, og reisum stærra heimili
þar sem fleiri eiga athvarf – þar sem er að finna nærandi umhverfi til að fagna allri þeirri
sagnaauðgi sem við búum yfir.
Wendell Pierce er leikari og tónlistarmaður. Hann leikur um þessar
mundir í nýrri uppfærslu af Sölumaður deyr á Broadway.
TÍMAMÓT STÓRA SPURNINGIN