Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 Morgunblaðið/Eggert Börnin örugg á Íslandi APRÍL Fjölmörg börn eru í hópi flóttamanna frá Úkraínu sem tóku að streyma til landsins eftir að stríð braust þar út hinn 24. febrúar. Vel hefur verið tekið á móti flóttamönnunum og ýmislegt gert til að létta þeim lífið í nýju landi. Í byrjun apríl var opnað athvarf fyrir börn frá Úkraínu í Hátúni 2 í Reykjavík í Fíladelfíuhúsinu. Þar er boðið upp á morgunverð og hádegis- verð, aðstöðu fyrir foreldra og leikföng sem börnin geta leikið sér með. Morgunblaðið/Eggert Sinubruni í upphafi árs JANÚAR Nóg var að gera hjá slökkviliðinu fyrsta dag ársins 2022 á höfuðborgarsvæðinu en útköll voru á fimmta tug. Stór sinubruni var í Úlfarsárdal og sást víða að. Varðstjóri á vakt hjá slökkviliðinu á höfuðborgar- svæðinu sagði bókstaflega brjálað að gera hjá sínu liði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Harmleik- ur við Þing- vallavatn FEBRÚAR Fjórir létust þegar lítil flugvél hafnaði í Þingvallavatni þann 3. febrúar 2022. Um borð í vélinni voru flugmaðurinn Haraldur Diego, ásamt þremur erlendum ferða- mönnum frá Bandaríkjunum, Belgíu og Hollandi. Leitin að vélinni var ein umfangsmesta leit síðari ára. Í fyrstu var leitað við Úlfljótsvatn en eftir að vísbending barst beindist kastljósið að Þingvallavatni. Fljótlega varð ljóst að vélin hefði farið þar niður um ís. Nokkrum vikum síðar tókst að hífa vélina upp úr vatninu, en bíða þurfti eftir því að hlýnaði verulega í veðri, en kuldinn og ísinn á vatninu hamlaði því að hægt væri að ná vélinni upp fyrr. Vélin reyndist vera á 48 metra dýpi og aðgerðir við að ná henni upp tæknilega flóknar. Alls tóku um 55 manns þátt í aðgerðunum. FRÉTTAMYNDIR AF INNLENDUM VETTVANGI Morgunblaðið/Árni Sæberg Hermenn stíga á land í Hvalfirði APRÍL Allt gekk að óskum þegar lendingaræfing bandarískra landgönguliða, sem haldin var í tengslum við varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins, Norður-Víking, fór fram á Mið- sandi í innanverðum Hvalfirði í apríl síðastliðnum. Landgönguliðar komu af skipi sjóhersins, sem hélt til í mynni Hvalfjarðar, með þyrlum og svifnökkvum. Þeir sem komu á svifnökkvum fóru á land á bryndrekum en áhöfn þyrlunnar á tveimur jafnfljótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.