Morgunblaðið - 31.12.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 31.12.2022, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 Morgunblaðið/Eggert Börnin örugg á Íslandi APRÍL Fjölmörg börn eru í hópi flóttamanna frá Úkraínu sem tóku að streyma til landsins eftir að stríð braust þar út hinn 24. febrúar. Vel hefur verið tekið á móti flóttamönnunum og ýmislegt gert til að létta þeim lífið í nýju landi. Í byrjun apríl var opnað athvarf fyrir börn frá Úkraínu í Hátúni 2 í Reykjavík í Fíladelfíuhúsinu. Þar er boðið upp á morgunverð og hádegis- verð, aðstöðu fyrir foreldra og leikföng sem börnin geta leikið sér með. Morgunblaðið/Eggert Sinubruni í upphafi árs JANÚAR Nóg var að gera hjá slökkviliðinu fyrsta dag ársins 2022 á höfuðborgarsvæðinu en útköll voru á fimmta tug. Stór sinubruni var í Úlfarsárdal og sást víða að. Varðstjóri á vakt hjá slökkviliðinu á höfuðborgar- svæðinu sagði bókstaflega brjálað að gera hjá sínu liði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Harmleik- ur við Þing- vallavatn FEBRÚAR Fjórir létust þegar lítil flugvél hafnaði í Þingvallavatni þann 3. febrúar 2022. Um borð í vélinni voru flugmaðurinn Haraldur Diego, ásamt þremur erlendum ferða- mönnum frá Bandaríkjunum, Belgíu og Hollandi. Leitin að vélinni var ein umfangsmesta leit síðari ára. Í fyrstu var leitað við Úlfljótsvatn en eftir að vísbending barst beindist kastljósið að Þingvallavatni. Fljótlega varð ljóst að vélin hefði farið þar niður um ís. Nokkrum vikum síðar tókst að hífa vélina upp úr vatninu, en bíða þurfti eftir því að hlýnaði verulega í veðri, en kuldinn og ísinn á vatninu hamlaði því að hægt væri að ná vélinni upp fyrr. Vélin reyndist vera á 48 metra dýpi og aðgerðir við að ná henni upp tæknilega flóknar. Alls tóku um 55 manns þátt í aðgerðunum. FRÉTTAMYNDIR AF INNLENDUM VETTVANGI Morgunblaðið/Árni Sæberg Hermenn stíga á land í Hvalfirði APRÍL Allt gekk að óskum þegar lendingaræfing bandarískra landgönguliða, sem haldin var í tengslum við varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins, Norður-Víking, fór fram á Mið- sandi í innanverðum Hvalfirði í apríl síðastliðnum. Landgönguliðar komu af skipi sjóhersins, sem hélt til í mynni Hvalfjarðar, með þyrlum og svifnökkvum. Þeir sem komu á svifnökkvum fóru á land á bryndrekum en áhöfn þyrlunnar á tveimur jafnfljótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.