Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022
Isabel Infantes/Reuters
Smali horfir á hveitiakur í ljósum
logum í héraðinu Zamora á Spáni í
annarri hitabylgjunni í landinu í sumar.
Meridith Kohut fyrir The New York Times
Sjálfboðaliðar hjá matarhjálp í
Houston í Texas hlaða matvælum
í bíla fjölskyldna í vanda í ágúst.
Anna Rose Layden fyrir The New York Times
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Banda-
ríkjaþings, fagnar samþykkt laga um að draga
úr verðbólgu ásamt samherjum á þingi.
Á vegasalti milli vonar og örvænt-
ingar á viðsjárverðum tímum
Svo lengi sem við gerum okkar
besta og kunnum að meta lífið til
fulls munum við skilja við heiminn
betri stað fyrir börnin okkar.
Sagan færir okkur margan lærdóm, en stóra
myndin er alltaf flæktur hnykill af marglitri
ull. Hvert hún leiðir ræðst af garninu, sem við
veljum að rekja – sá bjartsýni mun alltaf velja
þráð, sem hinn svartsýni forðast með gát.
Bjartsýnismanninum finnst að nú sé allt
betra en fyrir jafnvel 25 árum. Dregið hefur úr
fátækt, fleiri njóta skólagöngu og læsi vex jafnt
og þétt. Færri mæður þurfa að óttast að lifa ekki
af fæðingu barna sinna. Lífslíkur hafa aukist og
dregið hefur úr barnadauða um allan heim.
Vitaskuld veit bjartsýnismaðurinn að
áhyggjuefnin eru mörg á okkar tímum: Stríðið
í Úkraínu er opin holund. Kórónuveirufaraldr-
inum virðist aldrei ætla að linna. Verðbólgan
er há og þrálát og tillögur seðlabankans á
borð við að búa til samdrátt hljóma eins og
að valda eigi flóði til að slökkva skógareld. Í
stjórnmálum er uppgangur hjá hægri öflum í
Bandaríkjunum og víðar um heiminn. Svo eru
loftslagsbreytingar í ofanálag. Liðið sumar var
eins og víti víða í Asíu, Evrópu og Norður-Am-
eríku. Hitastigið rauk upp fyrir 40 gráður á
selsíus (50 gráður víða á Indlandi) og hélst
þannig svo vikum skipti. Sumarið gerði að
verkum að nánast ógerningur er að horfa fram
hjá margboðaðri loftslagskreppu.
En sá bjartsýni veit að við höfum áður þurft
að kljást við kreppur. Í dag minnumst við fyrri
hluta sjöunda áratugarins vegna brossins á
vörum Johns F. Kennedys og Jackie O., en
þá var líka tími margvíslegs háska: Í Kúbu-
deilunni vorum við á barmi kjarnorkustyrj-
aldar; „dóminókenningin“ sagði fyrir um að
kommúnismi myndi breiðast út eins og farald-
ur; Víetnamstríðið var að gerjast; fólksfjölgun í
heiminum, matvælaframleiðsla, sem hafði ekki
við, og hungursneyðirnar, sem þetta tvennt
leiddi af sér, þar á meðal hungursneyðina
miklu í Kína sem við komumst að síðar að hefði
orðið til þess að hátt í 30 milljónir manna sultu
í hel. Áttundi áratugurinn var ekki mikið betri.
Það voru ár napalms, Watergate, Pol Pots og
Bokassa og gleðin sem fylgdi frelsi nýlendanna
var smám saman að víkja til hliðar.
Bjartsýnismanneskjan veit að við komumst
út úr þessum vandamálum og hún sér því
enn framfarir í dag: Bandaríkjaþing sam-
þykkti loks mikilvæg lög til að berjast gegn
loftslagsbreytingum; dauðsföllum vegna
kórónuveirunnar hefur fækkað og bóluefnin
hafa enn sem komið er náð í skottið á nýjustu
afbrigðunum; erfiðleikar Rússa í Úkraínu ættu
að vera þeim sem hyggja á að beita valdi víti
til varnaðar. Sú bjartsýna er á því að jákvæð
tímamót hljóti að vera handan við hornið.
Sá svartsýni gengst við mörgu af því sem
mannkyn hefur afrekað, en óttast að við höfum
verið leidd áfram af græðgi og neysluhyggju,
miskunnarlausum metnaði og samviskulausum
yfirgangi. Í hans huga erum við háð þeirri til-
veru að því marki að jafnvel þótt það boði okkur
öllum glötun getum við ekki breytt hegðun okk-
ar. Yfirborð sjávar mun rísa og stríð brjótast út
þegar hinir hröktu reyna að ná fótfestu annars
staðar, en þau okkar sem eru svo heppin að
eiga enn heimili munu halda áfram að bíða eftir
kraftaverki vegna þess að við getum eða viljum
ekki breyta því hvernig við lifum.
Svartsýnismaðurinn veit einnig að Bandaríkj-
unum og Sovétríkjunum tókst einhvern veginn
að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina og
trúir því að ekki hafi sama ástríða búið að baki
hjá ráðamönnum þeirra ríkja vegna Kúbu og
Víetnams og hjá Kínverjum vegna Taívans á
okkar tímum. En vegna þess að sá svartsýni
trúir því að bæði Bandaríkjamenn og Kínverjar
séu staðráðnir í að vera stórveldi og langrækni
Kínverja geri að verkum að þá svíði enn undan
heimsveldastefnu Vesturlanda og hefur hann
áhyggjur af að þriðja heimsstyrjöldin gæti að
þessu sinni verið óumflýjanleg. Hann telur að
við séum þegar komin á nöfina og líkar ekki
hvert stefnir.
Okkar faglega afstaða hefur alltaf verið
að kappræðan milli bjartsýnismannsins og
bölsýnismannsins bjóði ekki upp á neina lausn
ESTHER DUFLO OG
ABHIJIT BANERJEE
eru nóbelsverðlaunahafar í hagfræði.
– til þess er of mikill moðreykur í heiminum.
En við getum (og ættum ef til vill) haldið
okkar striki ágætlega án þess að vita svarið.
Í millitíðinni er, eins og Birtingur Voltaires
boðaði, fyrir bestu að við ræktum garðinn
okkar. Við gerum okkar besta, leysum þau
vandamál, sem hægt er að leysa, höfum augun
opin og einbeitum okkur að þeim gögnum, sem
fyrir liggja. Þessi lífsregla hefur hjálpað okkur
að lifa hamingjuríku og fullnægðu lífi. Okkur
hefur jafnvel tekist að telja okkur trú um að
við séum að leggja eitthvað af mörkum til
velferðar heimsins.
Faraldurinn breytti því og ef til vill var það
vegna þess að við höfðum of mikinn tíma til að
velta okkur upp úr slíkum hlutum. Suma daga er
erfitt að hugsa um annað en hina yfirþyrmandi
stóru mynd. Stundum er annað okkar bjartsýnt,
stundum bæði. Verst er þegar við erum bæði
svartsýn; bölsýnin nærist á sjálfri sér þegar
enginn er til að halda hinu gagnstæða fram.
Stundum bjargar vinnan okkur. Vandamál
til að glíma við, nógu viðamikið til að valda
höfuðverk án þess að vera yfirþyrmandi, getur
orðið til þess að við sjáum heiminn í samhengi
á ný. En sá friður er í besta falli brotthættur og
viðhaldið með því að skammta okkur aðgang
að fréttum. Lítið þarf til að steypa okkur aftur
í hringiðuna – kæruleysisleg athugasemd í há-
deginu, brandari, sem er ekki alveg brandari,
samtal um ferðaáætlanir.
Við bregðumst við með ólíkum hætti. Annað
okkar spáir dómsdegi hárri röddu í þeirri von
að bölvuninni verði aflétt með því að tala um
hana upphátt. Hitt lætur lítið fyrir sér fara og
fer að brjóta saman nærföt fjölskyldunnar.
Það er klisja að börnin muni bjarga okkur.
Því miður stenst hún ekki. Börn hafa líka
áhyggjur og við höfum áhyggjur með þeim
því við vitum að komandi ár eru frekar þeirra
framtíð en okkar. En ef til vill eru þau líking við
hæfi til að minna okkur á það eina sem getur
bjargað okkur: lífsfyllinguna. Á meðan beðið
er eftir pípulagningamanninum sem aldrei
kemur höfum við samband við hálfgleymdan
vin. Barn grætur, að því er virðist óhuggandi,
þar til minnst er á ís. Ringulreiðinni sem fylgir
því að elda kvöldmat fyrir 20 manns fylgir
hinn ánægjulegi eftirleikur, að tína upp síðustu
bitana af biryani-réttinum, finna fyrir höfgi
vínsins og flissa kjánalegum hlátri. Hlutirnir
verða óskýrir og sagan leysist upp í pár barns
og það er engin ein lína, sem hægt er að fylgja
alla leið að bugðu eða beygju.
Við bregðumst við með ólíkum hætti. Ann-
að okkar spáir dómsdegi hárri röddu í
þeirri von að bölvuninni verði aflétt með
því að tala um hana upphátt. Hitt lætur lítið fyrir sér
fara og fer að brjóta saman nærföt fjölskyldunnar.
TÍMAMÓT HAMINGJUSKÝRSLA HEIMSINS – THE WORLD HAPPINESS REPORT – TÍU ÁRA.
© 2022 The New York Times Company og
Esther Duflo og Abhijit Banerjee