Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022
TÍMAMÓT
22 hlutir sem gerðust
fyrsta sinn árið 2022
Óvæntir, alvar-
legir og stundum
kjánalegir við-
burðir og straum-
ar, sem gerðust eða varð
vart við í fyrsta skipti 2022.
Tricia Tisak
Borja Suarez/Reuters
Stjörnuhrap sést á
himni frá Kanaríeyjum
með stjörnur í Vetrar-
brautina í bakgrunni.
Vísindamenn negla niður upphaf mótunar vetrarbrautarinnar
Vísindamenn geta nú útskýrt í fyrsta skipti hvað hratt af stað myndun stjarna í vetrarbrautinni,
samkvæmt grein, sem birtist í vísindatímaritinu Nature í janúar. Vísindamenn segja að keðju-
verkun í sprengistjörnum fyrir 14 milljónum ára hafi leitt til þess að til varð nokkurs konar bóla,
sem var eitt þúsund ljósár á breidd, og í henni miðri liggur vetrarbrautin okkar. Vísindamenn
vissu reyndar að þessi bóla væri til, en áttuðu sig ekki fyrr en fyrir skömmu á því að öll stjörnu-
myndunarsvæði í kringum okkur væru á yfirborði hennar. Ástæðan væri sú að keðjuverkun hefði
orðið til að þrýsta ögnum og gasi, sem þarf til að til verði nýjar stjörnur, út í jaðar bólunnar.
Victoria’s Secret
ræður fyrirsætu með
Downs-heilkenni
Sofia Jirau frá Puerto Rico er fyrsta
konan með Downs-heilkenni, sem verð-
ur fyrirsæta hjá Victoria’s Secret. Hún
kemur fram í auglýsingaherferð tísku-
fyrirtækisins undir merkinu ástarský þar
sem lögð er áhersla á fjölbreytni og að
taka öllum opnum örmum.
Örplast greinist í mannablóði
Í grein sem birtist í tímaritinu Environment
International í mars sagði að fundist hefði
örplast í mannablóði. Um helmingur þátt-
takenda í rannsókninni reyndist vera með
fjöletýlenin tarapþalöt í blóði. Það er fjölliða,
sem notuð er í vatnsflöskur og matarumbúðir.
Vísindamenn höfðu áður komist að raun um
að plast yrði á vegi fólks á margvíslegan hátt
frá degi til dags, í mat, drykk og lofti.
Lamaður maður fær dánaraðstoð á Ítalíu
Federico Carboni fékk dánaraðstoð í júní. Carboni var 44 ára gamall og hafði
verið lamaður í 12 ár eftir að hann lenti í bílslysi. Hann er fyrsti maðurinn, sem fær
dánaraðstoð með löglegum hætti í landinu eftir að Hæstiréttur Ítalíu komst að
þeirri niðurstöðu 2019 að slík aðstoð væri lögleg undir ákveðnum kringumstæðum.
Meirihluti Ítala er katólskur og dánaraðstoð er mjög umdeild í landinu.
Meta greinir frá fyrsta tekjufallinu í ársfjórðungsupp-
gjöri frá því að fyrirtækið fór á markað 2012
Meta, móðurfyrirtæki Facebook, greindi frá því í júlí að tekjur fyrirtæksins hefðu
dregist saman í fyrsta skipti í ársfjórðungsuppgjöri frá því að það fór á markað
fyrir áratug. Fyrirtækið var eitt sinn kallað undrið á Wall Street. Um þessar mundir
eiga sér stað miklar breytingar hjá félagsmiðlinum og er ætlunin að hasla sér völl á
sviði þrívíddartækni í svokölluðum sýndarheimum eða metaverse. Fyrirtækið glímir
einnig við þann vanda að notendum hefur fækkað og þeir eru að eldast auk þess
sem samkeppnin hefur harðnað við smáforrit á borð við TikTok.
Apple verður fyrst félaga á
hlutabréfamarkaði til að ná
þriggja billjóna dollara virði
Í janúar fór andvirði hlutabréfa í Apple
skamma stund yfir þrjár billjónir dollara (429
billjónir króna) og hafði það aldrei gerst áður
hjá fyrirtæki á opnum hlutabréfamarkaði.
Verð hlutabréfa í fyrirtækinu hefur lækkað
aftur síðan þá og þurfa stjórnendur Apple
og annarra fyrirtækja að glíma við styggð
í efnahagslífinu vegna kórónuveirufar-
aldursins og hárrar verðbólgu. Apple var
líka fyrsta fyrirtækið til að ná því að verða
einnar billjónar virði árið 2018 og tveggja
billjóna virði árið 2020. Emma Howells/The New York Times
Verslun Apple í
hverfinu SoHo
í New York.
Silkiþrykk eftir AndyWarhol slær uppboðsmet
í Bandaríkjunum
Silkiþrykk af andliti Marilyn Monroe, „Shot Sage Blue Marilyn“, eftir Andy Warhol
var slegið á 195 milljónir dollara (27,5 milljarða króna) á uppboði hjá Christie‘s í
maí. Þetta er langhæsta verð, sem fengist hefur fyrir bandarískt listaverk á upp-
boði. Fyrra metið var frá 2017 fyrir verk eftir Jean-Michel Basquiat.
Konur dæma á heimsmeistaramóti karla
Stéphanie Frappart frá Frakklandi varð fyrsta konan til að blása í flautuna á heimsmeistara-
móti karla í knattspyrnu þegar hún dæmdi leik Costa Rica og Þýskalands í Katar í desember.
Þetta var einnig í fyrsta skipti sem aðeins konur voru í dómarateyminu á leik á HM karla.
Aðstoðardómarar Frapparts voru Neuza Bak frá Brasilíu og Karen Diaz Medina frá Mexíkó.
Stephanie Frappart
dómari hitar upp
ásamt Neuzu Back og
Karen Diaz Medina
aðstoðardómurum
fyrir leik Costa Rica
gegn Þýskalandi á
HM 1. desember.
Matthew Childs/Reuters
Dr. Christopher A. Shuman, UMBC/NASA gegnum AP
Gervihnattamynd af
Conger-íshellunni í febr-
úar. Hún hrundi í mars.
Íshella hrynur
á austanverðu
Suðurskauts-
landinu
Conger-íshellan hrundi
um miðjan mars. Þetta er í
fyrsta sinn, sem slíkt hrun
á sér stað á austurhluta
Suðurskautslandsins frá því
að byrjað var að fylgjast með
gangi mála þar í gegnum
gervihnött árið 1979. Hrunið
á þessum 725 km langa
kafla íssins átti sér stað fyrr
en vísindamenn áttu von á
og í hluta álfunnar, sem ekki
er talinn jafn viðkvæmur fyrir
áhrifum loftslagsbreytinga
og aðrir hlutar hennar.
Suður-Kórea skýtur á loft gervihnetti með eigin eldflaug
Suður-Kóreumönnum tókst að koma gervihnetti á braut umhverfis jörðu þegar þeir
skutu á loft eldflauginni Nuri, sem geimrannsóknarstofnun suður-kóreska ríkisins smíðaði
í samvinnu við kóresk fyrirtæki. Geimskotið var upphaf nýrrar geimáætlunar landsins og
ríkir mikið stolt vegna hennar heima fyrir. Suður-Kóreumenn stefna á að lenda geimflaug á
tunglinu fyrir 2030.
Fyrstu heimasmíðuðu
geimflaug Suður-Kóreu-
manna, Nuri, skotið á
loft frá Naro-geimmið-
stöðinni í strandþorpinu
Goheung.
Geimrannsóknarstofnun Kóreu/AFP gegnum Getty Images