Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 21
Morgunblaðið/Ómar
enginn veit af því eða skilur hvernig nota á
tæknina.“
Almannarómur hefur gert tillögur um
næstu máltækniáætlun en boltinn er nú hjá
stjórnvöldum. „Stjórnvöld hafa staðið þétt á
bak við þetta verkefni og í nýjum stjórnar-
sáttmála sjáum við að máltækni á áfram að
vera í forgangi, þannig að ég er bjartsýn á að
ný áætlun verði kynnt einhvern tíma á árinu
sem er að hefjast. En það skiptir ekki síður
miklu máli að innleiða og styðja við notkun
gervigreindar í atvinnulífi og samfélagi, enda
mikið hagsmunamál fyrir samkeppnishæfni
Íslands á svo mörgum sviðum. Að láta gervi-
greind sitja á hakanum væri eins og að hafa
sagt á sínum tíma: Við ætlum ekki að leggja
neina áherslu á netið! Menn geta ímyndað sér
hversu aftarlega við værum á merinni núna
hefði sú afstaða orðið ofan á. Og máltækni er
það svið þar sem hagnýt notkun á gervigreind
er komin lengst.“
Sjálfvirkur yfirlestur
Af þeirri tækni sem þegar hefur verið tekin í
notkun og snýr að neytendum nefnir Jóhanna
Vigdís sjálfvirkan yfirlestur, sem nálgast má á
yfirlestur.is, auk þess sem smíðuð hefur verið
vél á milli ensku og íslensku. Hana má finna á
velthyding.is. „Þetta er bara byrjunin.“
Jóhanna Vigdís bendir á, að Open AI, sem
er eitt af fremstu fyrirtækjum heims á sviði
gervigreindar, hafi nýlega gefið út nýtt gervi-
greindarlíkan þar sem hægt er að spyrja hvaða
spurninga sem fólki detta í hug. Og líkanið svar-
ar. Að vísu er aðeins hægt að gera þetta á ensku
að svo komnu máli en verður vonandi innan tíðar
hægt á íslensku og ýmsum öðrum tungumálum.
Jóhanna Vigdís og fleiri fulltrúar Almannaróms
heimsóttu á sínum tíma Open AI og þekkja vel
til fyrirtækisins. „Sumir halda því í raun fram að
þessi tækni muni taka við af Google-leitarvélinni.
Líkanið gefur þér ekki bara hundrað hlekki,
heldur býr til svar handa þér, sem byggist á
upplýsingum sem það finnur og vinnur úr. Með
þessum hætti er þegar hægt að búa til ýmiss
konar texta og virðast nemendur til að mynda
hafa uppgötvað hæfileika tækninnar þegar
kemur að verkefnaskilum og ritgerðarsmíðum.
Líkanið er fóðrað á upplýsingum og kemur með
tillögur út frá því. Þetta er ótrúleg tækni.“
Mun spara læknum tíma
Hún nefnir heilbrigðiskerfið líka í þessu
sambandi en mikil tækifæri felist í tengingum á
milli kerfa og úrvinnslu upplýsinga. Tæknin sé
orðin það þróuð að greiningarhæfni hennar hafi
á sumum sviðum tekið fram úr greiningarhæfni
manneskju. Jóhanna Vigdís segir þó allar
vangaveltur þess efnis að gervigreindin geri
manneskjuna óþarfa út í bláinn. „Það er alls
ekki rétt enda gefur gervigreindin okkur mann-
fólkinu tækifæri til að einbeita okkur að meira
virðisaukandi verkefnum. Hlutirnir virka best
þegar fólk og tækni vinna saman og við höfum
auðvitað fjöldamörg dæmi um það í sögunni
hvernig vélvæðing breytir því í hvað við getum
notað tímann okkar. Það þarf því enginn að
vera hræddur við gervigreind. Maðurinn þróast
rétt eins og tæknin og finnur sér nýja farvegi.“
Spurð að lokum hvort hún sé bjartsýn fyrir
hönd íslenskrar tungu svarar Jóhanna Vigdís:
„Já, mjög bjartsýn. Unnið hefur verið mikið og
þarft verk undanfarin ár og hópurinn sem komið
hefur að útfærslu máltæknistefnunnar er öflug-
ur, íslenskufræðingar, tölvufræðingar, heimspek-
ingar, eðlisfræðingar, stærðfræðingar og margir
margir fleiri. Fyrir vikið hefur orðið til mikill
mannauður og þekking á þessu sviði sem nýtast
mun áfram vítt og breitt um samfélagið. Þetta
fólk brennur fyrir þessu verkefni. Hættulegast í
stöðunni væri að gera ekki neitt og þannig er það
svo sannarlega ekki; við fljótum ekki sofandi að
feigðarósi. Vilji almennings er líka svo mikill, það
eru allir í þessu liði, íslenskuliðinu.“
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 21
„Mér finnst margt vera að glatast með minni lestri, minni notkun og minni leik,“ segir Stefán
Þór Sæmundsson, íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri.
enda eiga ung börn mjög auðvelt með að vera
tvítyngd. „Er það ekki betra en að vera með
þetta hálfkák í dag, það er að blanda saman
ísl-ensku?“
Hann segir þessa leið umhugsunarverða svo
að íslenskan verði ekki alveg undir enskunni.
Mörg lönd búi að fleiri en einu opinberu tungu-
máli sem eigi sinn rétt. „Við erum eyland og
ferðamannaríki og státum af því að tala ensku
við allt og alla, jafnvel Íslendinga sem villast inn
á ferðamannastaði í bláum anorak, eins og ég
hef oft orðið var við. Hvers vegna ekki að nýta
málhæfileika þeirra ungu og leyfa þeim að vera
tvítyngdir? Þetta er ein leiðin og í mínum huga
eru þessi hreintungustefna, málfasismi og mál-
löggur á netinu ekki að gera neitt gagn. Raunar
meira ógagn. Hæfilegt aðhald og umræða um
tungumálið og að viðurkenna breytileika þess
er miklu vænlegra til árangurs. Við þurfum að
vera duglegri að spyrja okkur: Hvers vegna
ekki?“ segir Stefán sem veltir jafnframt fyrir
sér hvort hið opinbera kerfi fylgist almennt
nógu vel með málþróun í dag.
Þurfa betri úrræði
Að sögn Stefáns Þórs hefur fram að þessu
ekki verið mikið um innflytjendur, með annað
móðurmál en íslensku, í Menntaskólanum á
Akureyri en þeim fer nú fjölgandi og þar hafa
líka stundað nám íslensk ungmenni sem alist
hafa upp erlendis og erlendir skiptinemar
sem vilja fá einingar með sér heim. „Mest
hefur verið um íslenskumælandi nemendur
sem oftar en ekki tala norðlensku, sem er
auðvitað allra best,“ segir hann hlæjandi, „en
þeim fer fjölgandi sem þurfa aðra þjónustu,
svo sem verkefnalýsingar og bækur á ensku
og jafnvel íslenskar bækur þýddar á ensku.
Það hefur í för með sér meiri einstaklings-
miðaða þjónustu og við höfum verið að ræða
innan skólans að við þurfum að eiga betri úr-
ræði fyrir þennan sívaxandi hóp sem er með
íslensku sem annað tungumál. Hérna þarf
opinbera vakningu og auðvitað var stytting
á námi í framhaldsskóla síst til bóta. Þetta
er brýnt að leysa enda ber okkur skylda til
að þjónusta betur með tilliti til tungumálsins
alla þá sem vilja fara í krefjandi bóknám og
útskrifast frá MA.“
Skilja þetta ekki
– Að öllu þessu sögðu, hvort ertu bjartsýnn
eða svartsýnn fyrir hönd íslenskrar tungu?
„Ég er nokkuð viss um að gullaldaríslensk-
an deyr út og verður aðeins til í bókum. Það
að lesa Arnald Indriðason eftir 50 ár verður
eins og fyrir nemendur núna að lesa Laxness
eða jafnvel Íslendingasögurnar. Ég var að lesa
nýjustu bók Arnaldar og á einni blaðsíðu sá
ég býsna mörg venjuleg en frekar gamaldags
orð og hugsaði með mér: Nei, þetta skilja
nemendur ekki! Þannig að íslenskan með
öllum sínum sveigjanleika og fjölbreytileika
deyr út og einsleitnin verður meiri. Við
hættum með allskonar fjúk, skafrenning og
hundslappadrífur og þetta verður allt einn
snjóstormur.“
Að því sögðu er Stefán Þór ekki svartsýnn
fyrir hönd íslenskunnar sem hluta af sjálfs-
mynd þessarar þjóðar. „Við munum áfram
yrkja ljóð og texta og semja á íslensku. Þáttur
tónlistarinnar verður mikill sem fyrr og við
höldum áfram að vera heimsfrægir rithöfund-
ar og krúttleg álfaþjóð með þetta litla sæta
tungumál sem mun fleiri en við brenna fyrir að
verði áfram til og muni varðveitast. Það þykir
merkilega mörgum vænt um íslenskuna og ég
vona að það skili árangri.“
Hlutirnir virka best þegar fólk og tækni vinna
saman og við höfum auðvitað fjöldamörg
dæmi um það í sögunni hvernig vélvæðing
breytir því í hvað við getum notað tímann okkar.
Morgunblaðið/Eggert
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er
verndari verkefnisins.