Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 8
8
horfa íslenskra og erlendra fræðimanna6 og dómaframkvæmdar í dönskum,
norskum og bandarískum rétti og hjá Mannréttindadómstóli Evrópu.
Í kafla 2 verður lýst réttargrundvelli meginreglunnar. Í því sambandi verður
leitast við að svara þeirri spurningu hvort meginreglan um skýrleika refsiheim-
ilda teljist sjálfstæð réttarregla eða hluti af grunnreglunni um lögbundnar refsi-
heimildir. Í kafla 3 verður gerð grein fyrir viðhorfum íslenskra og erlendra
fræðimanna um þetta efni og dómaframkvæmd í dönskum, norskum og banda-
rískum rétti og hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Þá verður dómaframkvæmd
hér á landi lýst með það fyrir augum að draga ályktanir um þau meginsjónar-
mið sem talin verða ráðandi við beitingu meginreglunnar í íslenskri réttarfram-
kvæmd. Í kafla 4 verður síðan byggt á þeim fræðilegu niðurstöðum sem kom-
ist verður að í kafla 3 og vikið sérstaklega að verknaðarlýsingum laga nr.
4/1963 um ráðherraábyrgð og þær metnar á mælistiku meginreglunnar um
skýrleika refsiheimilda, sbr. 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar.7 Er þá m.a. horft
til þess að í skýrslu nefndar forsætisráðherra um starfsskilyrði stjórnvalda o.fl.,
sem lögð var fram á Alþingi árið 1999, er því lýst að vafi kunni að leika á því
hvort efnisreglur laganna, einkum 10. gr., teljist nægjanlega skýrar refsiheim-
ildir.8 Í kafla 5 verða niðurstöður dregnar saman.
6 Úr dönskum rétti: Vagn Greve: „Om hjemmelen for administrative straffebestemmelser“. Lov
og frihet. Festskrift til Johs. Andenæs. Universitetsforlaget (1982), bls. 123-138; Vagn Greve,
Asbjørn Jensen & Gorm Toftegaard Nielsen: Kommenteret straffelov – Almindelig del. Jurist-
og Økonomforbundets Forlag. Kaupmannahöfn (2001), bls. 96-97; Knud Waaben: Strafferettens
almindelige del I. Ansvarslæren. GadJura. 4. útg. Kaupmannahöfn (1997), bls. 74-75, og eftir sama
höfund: „Lovkravet i strafferetten“. Nordiskt Tidsskrift for Kriminalvidenskab. 1. tbl. 81. árg.
(1994), bls. 130-139. Úr norskum rétti: Johs. Andenæs: Alminnelig strafferett. Universitetsfor-
laget. 3. útg. Osló (1989), bls. 113-115, og eftir sama höfund: Statsforfatningen i Norge. Universi-
tetsforlaget. 8. útg. Osló (1998), bls. 354-355; Jørgen Aall: Rettergang og menneskerettigheter.
Universitetsforlaget. Bergen (1995), bls. 279-283; Nicolai V. Skjerdal: Kvalitative hjemmelskrav.
Tano Aschehoug. Osló (1998), bls. 46-50; Ståle Eskeland: Strafferett. Cappelen Akademisk For-
lag. Osló (2000), bls. 94 og 102-106; Asbjørn Strandbakken: „Grunnloven § 96“. Jussens Venner.
Hefti 3-4. 39. árg. (2004), bls. 195-202. Sjá loks eftirfarandi fræðirit að því er varðar kröfuna um
skýrleika refsiheimilda í Mannréttindasáttmála Evrópu: Peer Lorenzen, Lars Adam Rehof, Tyge
Trier, Nina-Holst Christensen, Jens Vedsted-Hansen: Den Europæiske Menneskerettighedskon-
vention. Jurist- og Økonomforbundets Forlag. 2. útg. Kaupmannahöfn (2003), bls. 49-55, og um þá
kröfu í tengslum við 10. gr. mannréttindasáttmálans um vernd tjáningarfrelsis: Kyrre Eggen: Ytr-
ingsfrihet. Cappelen Akademisk Forlag. Osló (2002), bls. 206-211. Sjá hér einnig Ben Emmerson
& Andrew Ashworth: Human Rights and Criminal Justice. Sweet & Maxwell. London (2001),
bls. 282-289 og D.J. Harris, M. O’Boyle & C. Warbrick: Law of the European Convention on
Human Rights. Butterworths. London (1995), bls. 389-391.
7 Kafli 4 í ritgerðinni er að stofni til unninn upp úr fyrirlestri höfundar: „Lagareglur um ráðherra-
ábyrgð og kröfur stjórnarskrárinnar – Er breytinga þörf á lagareglum um ráðherraábyrgð í ljósi
meginreglunnar um skýrleika refsiheimilda, sbr. 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar“, sem haldinn var
í málstofu lagadeildar Háskóla Íslands í stjórnskipunarrétti, Lögbergi, 12. febrúar 2003.
8 Hinn 2. júní 1998 var samþykkt þingsályktun á Alþingi um könnun á starfsskilyrðum stjórnvalda,
eftirliti með starfsemi þeirra og viðurlögum við réttarbrotum í stjórnsýslu, sjá Alþt. 1997-1998, A-
deild, bls. 525 og 6072. Af þessu tilefni skipaði forsætisráðherra 19. ágúst 1998 nefnd til að annast
það verkefni sem ályktunin kvað á um. Lauk nefndin störfum á árinu 1999 með útgáfu skýrslu sem
lögð var fyrir haustþing Alþingis það ár, sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 2549-2645.