Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 18
er. Matsgrundvöllur lögreglu og ákæruvalds við framkvæmd þess verkefnis er
fyrst og fremst sú verknaðarlýsing sem fram kemur í viðkomandi refsiheimild.
Óskýr refsiheimild kann því að leiða til þess að teknar séu handahófskenndar
ákvarðanir í refsivörslukerfinu um hvort og þá hvernig beri að túlka og beita til-
tekinni refsiheimild. Ætla verður aftur á móti að skýr refsiheimild leiði til auk-
innar samkvæmni og fyrirsjáanleika við framkvæmd refsivörslu. Þetta verður
hér kallað refsivörslusjónarmiðið.
Í tilvitnuðum athugasemdum úr riti Gunnars G. Schram er sá mælikvarði sem
lagður er til grundvallar í þessu efni mjög strangur, sbr. orðalagið „lýsing á
refsiverðri háttsemi [verður] að vera svo skýr og ótvíræð að ekki geti verið
neinum vafa undirorpið hvað átt er við“. Þannig verði borgararnir að vita
„nákvæmlega hvað er átt við með skilgreiningu á refsiverðri háttsemi ...“. (let-
urbr. höf.) Eins og nánar verður rakið í kafla 3.3.3 virðast forsendurnar í dómi
Hæstaréttar 3. apríl 2003, nr. 449/2002 (arnarvarp í Miðhúsaeyjum) bera þess
merki að sambærilegur mælikvarði hafi þar verið lagður til grundvallar þeirri
niðurstöðu að hugtakið lífsvæði dýra í þágildandi 2. mgr. 6. gr. laga nr. 64/1994
um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum væri ekki í
samræmi við kröfur um skýrleika refsiheimilda.
3.1.3 Danskur réttur
Í dönskum rétti hefur tiltölulega lítið verið ritað heildstætt um meginregluna
um skýrleika refsiheimilda. Þá hafa danskir dómstólar að því er virðist ekki til
þessa komist að þeirri niðurstöðu að á skorti að refsiheimild fullnægi kröfum
um skýrleika þannig að hún sé að vettugi virðandi.
Í grein frá árinu 1982 fjallaði Vagn Greve m.a. um þróunina í danskri dóma-
framkvæmd hvað varðar skýrleika refsiheimilda. Tók hann fram að upphaf
þeirrar þróunar mætti rekja til hæstaréttardóms frá árinu 1948 þar sem því hafi
verið slegið föstu að frávik frá hefðbundinni tilhögun refsiábyrgðar samkvæmt
almennum reglum hegningarlaga, t.d. í formi hlutlægrar ábyrgðar, yrðu aðeins
viðurkennd ef refsiheimildin væri skýr.32 Því næst tekur hann svo til orða:33
Det er ingen grund til at antage, at vi standser her. Hensynet til borgernes muligheder
for at forudse en retsafgørelses resultat kan uanstrengt komme til at begrunde nye
principper. Når domstolene kræver, at gerningsindholdet skal være beskrevet præcist,
er de på vejen til en fortolkningsgrundsætning, om at der i tvivlstilfælde skal vælges
det for tiltalte gunstigste resultat. Princippet minder om procesrettens „in dubio pro
reo“. I strafferetten er det blevet benævnt in dubio mitius. ... § 1 opfattes ikke læn-
18
32 Vagn Greve: „Om hjemmelen for administrative straffebestemmelser“, bls. 125. Í greininni er
ekki að finna tilvísun til þess dóms frá 1948 sem greinarhöfundur vísar til í þessu samhengi. Í
íslenskum rétti er vægi og gildi meginreglunnar um skýrleika refsiheimilda, þegar um er að ræða
frávik frá hefðbundinni tilhögun refsiábyrgðar, staðfest í H 2000 280 (hlutlæg refsiábyrgð skip-
stjóra), en um þennan dóm er fjallað nánar í köflum 3.2 og 3.3.6 í greininni.
33 Vagn Greve: „Om hjemmelen for administrative straffebestemmelser“, bls. 125-127.