Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 111
sú sé ekki einu sinni raunin hér – þau skipti í raun engu. Því má bæta við að
það er í raun eins gott því væru þau skilin bókstaflega, þannig að dómstólar
endurskoðuðu alls ekki slíkar ákvarðanir, væru þau í andstöðu við 70. gr.
stjórnarskrárinnar. Það kom m.a. fram í greinargerð með 70. gr. stjórnarskrár-
innar að fyrirmæli greinarinnar „girð[i] almennt fyrir að unnt yrði að taka
úrlausnarvald um ákveðna málaflokka undan dómstólum og færa það t.d. í
hendur stjórnvalda“.40 Ákvæði um fullnaðarúrskurðarvald, sem beitt væri
samkvæmt orðanna hljóðan, myndu þannig stangast á við stjórnarskrána.
6. NIÐURSTÖÐUR
Kenningar um takmarkaða endurskoðun dómstóla á stjórnvaldsákvörð-
unum eiga rót sína að rekja til valdgreiningarkenningar Ørsteds, sem var 19.
aldar útlegging á hugmyndinni um þrískiptingu ríkisvaldsins. Valdgreiningar-
kenningunni – í einföldustu mynd þ.e. þeirri hugmynd að greinar ríkisvalds-
ins ættu að láta hver aðra í friði – var hafnað strax um aldamótin 1900, þegar
dómstólar fóru að dæma um stjórnskipulegt gildi laga og enn frekar þegar
þingræði var tekið upp. Hún er því ekki röksemd með því að takmarka endur-
skoðun stjórnvaldsákvarðana – hún á ekki frekar að gilda á þessu sviði en
öðrum. Það eru veikari rök fyrir því að dómstólar fari varlega við endurskoðun
stjórnvaldsákvarðana heldur en er þeir dæma um mjög matskennd atriði sem
snerta stjórnskipulegt gildi laga, því að þingið hefur mun beinna lýðræðislegt
umboð en framkvæmdarvaldshafar.
Réttaröryggissjónarmið, sem m.a. birtast í 70. gr. stjórnarskrárinnar, styðja
það ótvírætt að ekki eigi að takmarka endurskoðunarvald dómstóla að þessu
leyti, sérstaklega þar sem þingeftirlitið er ekki miðað við einstök mál. Stjórn-
arskráin tryggir í 60. og 70. gr. að dómstólar endurskoði a.m.k. hvort máls-
meðferðarreglna hafi verið gætt, ákvörðun sé í lögmætu formi og byggð á
málefnalegum sjónarmiðum, og orðalag 70. gr. styður vissulega að ekki eigi
að takmarka endurskoðunarvald dómstóla gagnvart stjórnvaldsákvörðunum,
þótt í greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum nr. 97/1995 sé dregið
þar í land, eins og áður var rakið.
Það eru þannig ekki góð rök fyrir því að takmarka endurskoðunarvaldið að
þessu leyti. Ég vil líka halda því fram að íslenskir dómstólar meti í raun svo
að segja alla þætti stjórnvaldsákvarðana. Það eina, sem e.t.v. er spurning um,
er hvort það sé endurskoðað hvaða vægi stjórnvöld gefa einstökum lögmætum
sjónarmiðum. Ef eitthvað er eftir, sem ekki er endurskoðað af dómstólum, þá
er það þetta. Þessi takmörkun, ef takmörkun skyldi kalla, byggist á því að
dómstólar fara með dómsvald en ekki framkvæmdarvald samkvæmt 2. gr.
stjórnarskrárinnar Þeir taka því ekki fyrstu ákvörðun, heldur endurskoða þeir
39 Sjá Jon Andersen: „Domstolsprøvelse“. Forvaltningsret. 2. útg. 2002, bls. 838-842.
40 Alþingistíðindi, A-deild, 1994-1995, bls. 2096.
111