Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 61
konungi, gengu þau aldrei í gildi sökum þess að gildistaka þeirra var háð tiltek- inni stjórnarskrárbreytingu sem fékk það sama ár ekki hljómgrunn meðal dönsku þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu 23. maí 1939. Þannig gengu almenn lög um ráðherraábyrgð ekki í gildi í Danmörku fyrr en 11. maí 1964.123 Þau lög eru að efni til nokkuð frábrugðin íslensku rbl.124 Fyrsta ákvæðið sem vert er að skoða hér er 4. gr. rbl. en þar segir orðrétt: Séu embættisathafnir, sem atbeina forseta þarf til, vanræktar, hvílir ábyrgð vegna þeirrar vanrækslu á ráðherra þeim, sem málefnið heyrir undir. Enn fremur hvílir ábyrgð á hverjum þeim ráðherra, sem stuðlað hefur að þeirri vanrækslu. Samkvæmt orðalagi tilvitnaðrar 4. gr. rbl. virðist ekki vera alfarið girt fyrir að ráðherra geti orðið refsiábyrgur á grundvelli þess fyrir einhverjar þær em- bættisathafnir forseta sem vanræktar eru enda þótt ráðherra hafi ekkert um þær vitað, m.ö.o. að ráðherra geti gerst sekur á hlutlægum grundvelli. Það er hins vegar ljóst að skýra verður þetta ákvæði með hliðsjón af hinu almenna ákvæði 2. gr. laganna um að ráðherra verði að hafa gerst sekur um verknað á grundvelli ásetnings eða stórkostlegs hirðuleysis. Auk þess leiðir af forsendum í H 2000 280 (hlutlæg refsiábyrgð skipstjóra) að ákvæði 4. gr. rbl. yrði ekki talið nægj- anlega skýrt til þess að leggja grunn að hlutlægri refsiábyrgð ráðherra eins og það verður skýrt samkvæmt orðalagi sínu og lögskýringargögnum.125 Þegar maður horfir til orðalags 8. og 9. gr. rbl. verður ekki staðhæft að af þeim leiði slíkur vafi um inntak þeirra að líkur séu á því að kröfur 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar um skýrleika refsiheimilda yrðu ekki taldar uppfylltar. Enda þótt fylla verði efnislýsingar þessara ákvæða að verulegu leyti með sam- ræmisskýringu við fyrirmæli stjórnarskrárinnar eða viðkomandi ákvæða lands- laga annarra fer slík aðstaða að jafnaði ekki í bága við meginregluna um skýrleika refsiheimilda, sjá kafla 3.3.9 hér að framan. Rétt er hins vegar að taka 10. gr. rbl. um brot á góðri ráðsmennsku til sér- stakrar athugunar. Ákvæðið er svohljóðandi: Loks verður ráðherra sekur eftir lögum þessum: a. ef hann misbeitir stórlega valdi sínu, enda þótt hann hafi ekki beinlínis farið út fyrir embættistakmörk sín; b. ef hann framkvæmir nokkuð eða veldur því, að framkvæmt sé nokkuð, er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þess sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir. 123 Jens Peter Christensen: Ministeransvar. Jurist- og Økonomforbundets forlag. Árósum (1997), bls. 39. 124 Jens Peter Christensen: Ministeransvar, annar hluti. 125 Sjá hér nánar umfjöllun í kafla 3.3.6 í greininni. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.