Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 92

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 92
getur orðið til þess að aðrar kröfur verði gerðar til hans, sbr. það sem segir í fyrr- greinda dóminum hér að framan. Í því tilviki má velta fyrir sér hvort hestseig- andinn hefði orðið bótaskyldur ef hann hefði vitað að hesturinn væri slægur og það þá metið honum til sakar að taka hann með í hópreiðina. Mjög líklega hefði hann verið dæmdur bótaskyldur, þótt atvik kynnu að hafa leitt til sakarskipt- ingar, hinn slasaði hefði t.d. verið talinn hafa riðið of nálægt hestinum sem sló. Dómur þessi hefur verið nefndur sem gott dæmi um áhættutöku tjónþola er tók þátt í hópreiðinni.11 Loks má nefna að maður sem situr hest eða teymir eða fer með annað dýr í bandi verður að hafa fullt vald yfir dýrinu. Má hér aftur nefna það sem segir í 8. gr. samþykktar um hundahald á Akureyri, en þar er boðið að hundur megi aldrei ganga laus á almannafæri heldur vera í fylgd manns er hafi fullt vald yfir honum. Það yrði þannig metið hundaeiganda til sakar að fela barni að fara með hund í gönguferð, sem barnið ræður ekki við, missi það hund- inn og hann veldur tjóni. Víst er að dómstólar myndu líta þannig á málið, hvort sem samskonar ákvæði er í samþykkt um hundahald á þeim stað eða ekki og jafnvel þótt engin samþykkt gilti á viðkomandi svæði. Sökin felst í því að fela manni sem ekki ræður við verkefnið að fara með hundinn. Hér má geta um gamlan danskan dóm í Ufr. 1934:990, en þar hafði 15 ára slátraralærlingi verið falið að teyma kú úr stíu og yfir í slátrunarsal. Kýrin reif sig lausa og náði að stanga mann svo tjón hlaust af. Húsbónda lærlingsins var metið það til sakar að láta svo ungan pilt teyma kúna og var hann dæmdur bótaskyldur. Þessi sjónar- mið gilda einnig um önnur dýr, eins og t.d. hesta sem menn lána eða leigja öðrum. Það verður að gera þá kröfu til manna, sem leigja eða lána hesta, að þeir kanni getu lánþegans og velji honum hest við hæfi. Á sama hátt ber þeim, sem hestinn fær, að leggja raunsætt mat á eigin getu og reynslu. Lánþegi sem t.d. gerir mikið úr reiðmennskureynslu sinni og fær þess vegna til reiðar fjörhest, sem hann ræður ekki eða lítið við, yrði einn ábyrgur fyrir tjóni, sem rekja mætti til vangetu hans við að hafa vald á hestinum. Rétt er hér að ítreka það sem bent var á í inngangi að veruleg vandkvæði geta verið á sönnun varðandi þessi atriði, en það er utan efnisins að fjalla um þau vandamál. Hér fyrr var fjallað um dóm í H 1976 145. Þar var um að ræða tjón af völdum apa í búri. Dýr eru einnig sýnd á þann hátt að maður fer með þau og stjórnar þeim, oftast án þess að sitja þau. Ef sýningardýrin eru höfð í taumi eða tengd á annan hátt við stjórnandann, yrði það metið til sakar hefði hann ekki fullt vald yfir dýrinu, það slyppi frá honum og ylli tjóni, hvort sem það væri vegna vangetu mannsins eða að festingar gæfu sig. Eins og áður hefur komið fram verður að meta getu stjórnandans og festingarnar með hliðsjón af tegund dýrsins og einnig umhverfinu. Augljóst er þannig að allt aðrar kröfu verður að gera til þess sem stjórnar birni eða ljóni, heldur en til þess sem stjórnar hundi. 92 11 Sjá Arnljótur Björnsson: „Accept af risiko (risikosovertagelse) og samtykke som civil- og strafferetligt problem“. Forhandlinger på Det 32. nordiske juristmøde i Reykjavík den 22.-24. aug- ust 1990. Del II. Reykjavík 1993, bls. 384-390.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.