Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 104

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 104
úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefði verið rétt að fella úr gildi byggingarleyfi, en afturköllunin var m.a. byggð á breyttu mati á nábýlissjónar- miðum. Byggjandinn hélt því fram að úrskurðarnefndinni hafi verið „óheimilt að … endurskoða hin matskenndu sjónarmið nábýlisréttarins, sem legið hafi til grundvallar ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík“.13 Hæstiréttur tók fram að: Í skipulags- og byggingarlögum er ekki að finna sérstakar takmarkanir á endurskoð- unarheimild úrskurðarnefndarinnar, en til hennar má skjóta ágreiningsmálum á sviði skipulags- og byggingarmála. Um stjórnvaldsákvarðanir á því sviði gilda stjórn- sýslulög nr. 37/1993 með þeim viðbótum og breytingum sem af sérreglum skipu- lags- og byggingarlaga kunna að leiða. Bar nefndinni því að endurskoða þau atriði sem ákvörðun byggingaryfirvalda var reist á og var ekki bundin við athugasemdir kærenda við byggingarleyfið, sbr. 7. og 10. gr. greindra laga.14 Þarna kemur vissulega samband stjórnvalds og stjórnvalds á kærustigi inn í myndina, en það var sem sagt dæmt um það hvort úrskurðarnefndin hefði átt mat um tiltekin atriði eða hefði átt að byggja á mati lægra stjórnvalds. Þegar stjórnvöldum er falið mat, meta dómstólar hiklaust hvort stjórnvöld hafi byggt mat á málefnalegum sjónarmiðum. Í samkeppnismáli frá árinu 2001 sagði Hæstiréttur að hann: hef[ði] áður játað samkeppnisyfirvöldum rúmar heimildir til mats um það, hvenær aðgerða gegn misbeitingu markaðsyfirráða er þörf, en slík yfirráð eru ekki ólögmæt í sjálfu sér … Þetta mat verður þó að vera málefnalegt og fara að reglum stjórnsýslu- réttar, en dómstólar dæma um valdmörk samkeppnisyfirvalda í þessu efni sam- kvæmt 60. gr. stjórnarskrárinnar.15 Dæmin eru miklu fleiri. Þetta er gríðarlega mikilvægt vegna þess að það er ómögulegt að telja ómálefnaleg sjónarmið svo tæmandi sé enda er breytilegt hver þau eru. Það þarf einnig að hafa í huga að það eru ekki bara sjónarmið sem aldrei gætu orðið málefnalegur grundvöllur ákvörðunar, t.a.m. kynþáttur, sem eru ómálefnaleg heldur geta sjónarmið verið ómálefnaleg ef stjórnvald sem hefur fleiri en einn hatt er með rangan hatt þegar það tekur ákvörðun – byggir t.d. á sjónarmiðum sem eru byggð inn í önnur lög en þau sem ákvörðun er byggð á eða á sjónarmiðum sem miða að því að ná fram markmiði sem öðru stjórnvaldi ber að vinna að.16 Hér verður hins vegar ekki farið nánar út í kenn- ingar um ómálefnaleg sjónarmið. 13 Sjá H 2001 2917, bls. 2927. 14 Sama heimild, bls. 2922. 15 H 2001 3723, bls. 3725. 16 Sjá um aðgreiningarreglur t.d. Jon Andersen: „Udfyldning“. Forvaltningsret. 2. útg. 2002, bls. 333-340. 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.