Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 75
um norrænan rétt á þessu sviði.
2. LÖGFESTAR BÓTAREGLUR
2.1 Jónsbók 1281
Heiti 36. kafla landsleigubálks Jónsbókar er „Um hestaat ok taglskurð“ og í
honum er m.a. í gildi svohljóðandi ákvæði:
Nú tekr maðr hepting af hrossi manns ólofat, gjaldi eiganda eptir dómi ok ábyrgist
hross at öllu ok verk þess, til þess er eigandi kemr höndum á … nema inn setji til
uslagjalda.
Það sem skiptir máli hér er að maður, sem í óleyfi eiganda, leysir hross úr
hafti er skaðabótaábyrgur fyrir tjóni er hrossið kann að valda, sbr. orðin „ok
verk þess“. Ábyrgðin á skaðaverkum hrossins færist frá eigandanum til þess
sem leysti það úr haftinu og ber hann ábyrgðina þar til eigandinn nær hrossinu
aftur. Af orðalagi ákvæðisins verður ekki dregin sú ályktun að ábyrgðin á hross-
inu verði víðtækari við það að haftið er leyst. Í raun er aðeins um það að ræða
að maður, sem á saknæman hátt leysir hross er eigandinn eða annar hafði sett í
trygga vörslu, verður ábyrgur fyrir tjóni sem það veldur, ef bótaskylda er á
annað borð fyrir hendi. Hvort sem þessi regla væri í gildi í dag eða ekki myndi
sá er leysti vera talinn ábyrgur samkvæmt sakarreglunni. Í ákvæðinu er talað um
að haft sé leyst af hrossi, en vel gæti verið skilyrði til að lögjafna til þess er
bundið hross er leyst eða jafnvel þegar því er hleypt úr haldi. Raunar má geta
þess að sjaldgæft mun vera nú orðið að hross séu heft.
Orðin „nema inn setji til uslagjalda“ eiga við þau tilvik þegar hross hefur
valdið usla, þ.e. tjóni, hefur verið handsamað og sett í vörslu. Tjónþolinn sýnist
þá mega halda hrossinu þar til bætur hafa verið greiddar, en eigandinn á síðan
endurkröfurétt á hendur þeim er leysti hrossið.
Í 16. kafla þjófabálks er svohljóðandi ákvæði:
Nú þó at maðr fari með eyk annars manns at láni eða leigu, þá skal sá ábyrgjast, er
hest á þó at hann geri nokkrum skaða, ef eigi er af þess völdum ok vangæslu, er með
fer.
Eykur „eru hestar lítt tamdir, og meir klyfjahestar, en reið megi þá prýða“.3
Hér er um það að ræða að maður sem lánar öðrum hest ber ábyrgð á tjóni því
er hesturinn veldur, nema gefa megi lánþeganum það að sök. Ábyrgðin sýnist
einskorðuð við áburðar- og dráttarhesta. Það er í samræmi við almennar reglur
bótaréttarins að vörslumaður ber ábyrgð á öllu tjóni, er rekja má til vangæslu
hans. Hitt er sérstæðara að eigandinn ber ábyrgð á tjóni sem hesturinn veldur og
ekki er hægt að rekja til hegðunar vörslumanns. Þessi regla er eðlileg miðað við
nútímaviðhorf og má líkja henni við það er maður leigir út vélar. Hann ber
75
3 Páll Vídalín: Fornyrði Lögbókar. Reykjavík 1854, bls. 149.