Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 75

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 75
um norrænan rétt á þessu sviði. 2. LÖGFESTAR BÓTAREGLUR 2.1 Jónsbók 1281 Heiti 36. kafla landsleigubálks Jónsbókar er „Um hestaat ok taglskurð“ og í honum er m.a. í gildi svohljóðandi ákvæði: Nú tekr maðr hepting af hrossi manns ólofat, gjaldi eiganda eptir dómi ok ábyrgist hross at öllu ok verk þess, til þess er eigandi kemr höndum á … nema inn setji til uslagjalda. Það sem skiptir máli hér er að maður, sem í óleyfi eiganda, leysir hross úr hafti er skaðabótaábyrgur fyrir tjóni er hrossið kann að valda, sbr. orðin „ok verk þess“. Ábyrgðin á skaðaverkum hrossins færist frá eigandanum til þess sem leysti það úr haftinu og ber hann ábyrgðina þar til eigandinn nær hrossinu aftur. Af orðalagi ákvæðisins verður ekki dregin sú ályktun að ábyrgðin á hross- inu verði víðtækari við það að haftið er leyst. Í raun er aðeins um það að ræða að maður, sem á saknæman hátt leysir hross er eigandinn eða annar hafði sett í trygga vörslu, verður ábyrgur fyrir tjóni sem það veldur, ef bótaskylda er á annað borð fyrir hendi. Hvort sem þessi regla væri í gildi í dag eða ekki myndi sá er leysti vera talinn ábyrgur samkvæmt sakarreglunni. Í ákvæðinu er talað um að haft sé leyst af hrossi, en vel gæti verið skilyrði til að lögjafna til þess er bundið hross er leyst eða jafnvel þegar því er hleypt úr haldi. Raunar má geta þess að sjaldgæft mun vera nú orðið að hross séu heft. Orðin „nema inn setji til uslagjalda“ eiga við þau tilvik þegar hross hefur valdið usla, þ.e. tjóni, hefur verið handsamað og sett í vörslu. Tjónþolinn sýnist þá mega halda hrossinu þar til bætur hafa verið greiddar, en eigandinn á síðan endurkröfurétt á hendur þeim er leysti hrossið. Í 16. kafla þjófabálks er svohljóðandi ákvæði: Nú þó at maðr fari með eyk annars manns at láni eða leigu, þá skal sá ábyrgjast, er hest á þó at hann geri nokkrum skaða, ef eigi er af þess völdum ok vangæslu, er með fer. Eykur „eru hestar lítt tamdir, og meir klyfjahestar, en reið megi þá prýða“.3 Hér er um það að ræða að maður sem lánar öðrum hest ber ábyrgð á tjóni því er hesturinn veldur, nema gefa megi lánþeganum það að sök. Ábyrgðin sýnist einskorðuð við áburðar- og dráttarhesta. Það er í samræmi við almennar reglur bótaréttarins að vörslumaður ber ábyrgð á öllu tjóni, er rekja má til vangæslu hans. Hitt er sérstæðara að eigandinn ber ábyrgð á tjóni sem hesturinn veldur og ekki er hægt að rekja til hegðunar vörslumanns. Þessi regla er eðlileg miðað við nútímaviðhorf og má líkja henni við það er maður leigir út vélar. Hann ber 75 3 Páll Vídalín: Fornyrði Lögbókar. Reykjavík 1854, bls. 149.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.