Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 22
að teknu tilliti til þýðingar og gildis 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu fyrir þróun norsks refsiréttar.42 Enda þótt fræðimenn hafi þannig tekið undir það við- horf Andenæs að refsiheimild kunni að vera að vikið til hliðar vegna óskýrleika á grundvelli 96. gr. norsku stjórnarskrárinnar hafa norskir dómstólar til þessa þó veitt löggjafanum talsvert svigrúm í þessu efni eins og eftirfarandi forsendur úr riti Ståle Eskeland Strafferett frá árinu 2000 bera með sér:43 Utformingen af straffelovgivningen viser at hensynet til hva lovgiveren anser som nødvendig eller hensiktmæssig utformning oft har hatt større vekt enn de prinsipielle hensyn som ligger bak § grl. 96. Og det finnes ikke noe eksempel på at Høyesterett har tilsidesatt en straffebestemmelse fordi den overlater for stor skjønnsmyndighet til domstolene. Tvert imot finnes en lang tradisjon for at Høyesterett godtar de skjønns- messige straffebestemmelser som Stortinget gir – som regel uten at spørgsmål om lovkravet i grl. § 96 er overholdt – blir reist. Í nýlegum dómi Hæstaréttar Noregs, Rt. 2001, bls. 1303, var ágreiningur um hvort endurskoðandi gæti orðið refsiábyrgur á grundvelli hlutafélagalaga fyrir að hafa verið hlutdeildarmaður í þeim verknaði stjórnarmanna í hlutafélagi að hafa gefið stjórnvöldum ranga yfirlýsingu um innborgað hlutafé. Var ákærði sýknaður þar sem ekki var talið að tiltekið ákvæði laganna hefði að geyma hátt- ernisreglu sem beint væri að stjórn hlutafélags. Væri því háttsemi endurskoð- andans ekki heldur refsinæm. Forsendur dómsins virðast benda til þess að viðhorf Johs. Andenæs um að ekki sé fyrir að fara neinni fortakslausri reglu um skýrleika refsiheimilda í norskum rétti sé enn nokkuð ríkjandi hjá dómendum. Þó sé ljóst að á sviði sér- refsilaga, þar sem aðeins er fyrir að fara almennu refsiákvæði vegna brota á lög- unum, verði að vera nokkuð skýrt hvort tiltekin efnislýsing hafi að geyma lýsingu á refsinæmri háttsemi og þá að hverjum henni er beint:44 For ileggelse af straff gjelder ikke noe absolutt krav om at hjemmelen må være klar, jf. Andenæs, Alminnelig strafferett, 4. utgave, side 108 flg. Innen spesiallovgivning- 22 42 Sjá hér t.d. Jørgen Aall: Rettergang og menneskerettigheter. Universitetsforlaget. Bergen (1995), bls. 279-283; Nicolai V. Skjerdal: Kvalitative hjemmelskrav. Tano Aschehoug. Osló (1998), bls. 46-50; Ståle Eskeland: Strafferett. Cappelen Akademisk Forlag. Osló (2000), bls. 94 og 102-106, og Asbjørn Strandbakken: „Grunnloven § 96“. Jussens Venner. Hefti 3-4. 39. árg. (2004), bls. 195-202. 43 Ståle Eskeland: Strafferett, bls. 105. 44 Rt. 2001, bls. 1303 (1304). Sjá Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 168: „Það er sérstaklega í sérrefsilöggjöfinni, sem þess gætir í allríkum mæli, að lögð sé refsing við brotum á lögum, án þess að um sjálfstæðar brotalýsingar sé að ræða og oft þannig, að hátternisreglur laga, sem refsiábyrgð getur byggst á, lýsa skyldum manna með mjög almennum orðum. Algeng eru refsiákvæði í lokaköflum laga, er segja það eitt, að brot á lögunum varði sektum, og eftir atvikum fangelsi að tilteknu marki … Þarf því að ráða það af einstökum hátternisreglum þessara laga, hvort og að hve miklu leyti þær geta orðið grundvöllur refsiábyrgðar, ef út af þeim er brugðið. Þetta getur reynst erfitt, sérstaklega ef löggjöf er ný eða réttarframkvæmdin hefur ekki látið brot á lögum til sín taka nema að takmörkuðu leyti“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.