Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 51
óljósum texta refsiheimildar sem birtist borgurunum og refsivörsluaðilum. Athugun á lögskýringargögnum kann hins vegar að vera nauðsynleg og réttlæt- anleg aðferð við mat á lögskýringarsjónarmiðum og vægi þeirra og við val á lögskýringarleið við skýringu refsiheimildar sem fullnægir sem slík meginregl- unni um skýrleika refsiheimilda. 3.3.7 Almennur og sérgreindur óskýrleiki refsiheimildar Úrlausn um hvort tiltekin refsiheimild samrýmist hinni stjórnarskrárbundnu meginreglu um skýrleika refsiheimilda er að jafnaði ráðin endanlega til lykta í sakamáli, sbr. lög nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Í samræmi við stjórnskipulegar skyldur dómstóla til að leysa úr réttarágreiningi, sbr. 2. gr. stjórnarskrárinnar, þ. á m. um sekt eða sýknu einstaklinga vegna ætlaðrar refsi- verðrar háttsemi,100 er viðfangsefni sakamáls við slíkar aðstæður því fyrst og fremst það hvort fyrirliggjandi refsiheimild telst nægjanlega skýr að teknu til- liti til atvika í því tiltekna máli sem fyrir dóminum liggur. Það er með öðrum orðum ekki sjálfgefið að refsiheimild verði við túlkun og beitingu hennar í öllum tilvikum talin of óskýr að teknu tilliti til meginreglunnar um skýrleika refsiheimilda. Óskýrleiki refsiheimildar kann m.ö.o. að teljast sérgreindur þannig að talið verði að það samrýmist ekki meginreglunni að beita refsiheimildinni um það tilvik sem til úrlausnar er. Þessi aðstaða er einkum til staðar þegar refsiheimild virðist ekki í ljósi atvika máls hafa veitt hinum ákærða nægjanlega sanngjarna og eðlilega viðvörun um að háttsemi hans hafi verið refsinæm (viðvörunar- sjónarmiðið). Hinn ákærði er við þær aðstæður sýknaður á þeim grundvelli að slíkur vafi sé til staðar um heimfærslu háttsemi hans undir refsiheimildina að ekki sé fullnægt kröfum um skýrleika refsiheimilda í tilviki hans, sbr. 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar. Af orðalagi sömu refsiheimildar má hins vegar greina ákveðinn kjarna tilvika sem ekki er vafi á að félli undir heimildina ef um þau væri fjallað fyrir dómi. Við slíkar aðstæður væri órökrétt, og raunar í ósamræmi við endurskoðunarvald dómstóla á stjórnskipulegu gildi laga, að forsendur dómsniðurstöðu gæfu til kynna að refsiheimildin væri í öllum til- vikum of óskýr sem grundvöllur að sakfellingu í refsimáli enda væri beiting hennar stjórnskipulega gild þegar um slík kjarnatilvik væri að ræða. Ef niður- staða dóms verður þannig talin fela í sér afstöðu til sérgreinds óskýrleika refsi- heimildar er í sjálfu sér ekki ástæða til þess að stjórnlögum að löggjafinn afnemi eða geri breytingar á refsiheimildinni enda dugar hún þá áfram sem grundvöllur refsiábyrgðar þegar um kjarnatilvikin er að ræða.101 Mörk megin- 100 Um hlutverk dómstóla samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar við ákvörðun refsingar sjá Róbert R. Spanó: „Stjórnarskráin og refsiábyrgð“ (fyrri hluti), kafli 3. 101 Það er hins vegar önnur spurning hvort ekki sé rétt og eðlilegt út frá réttarpólitískum sjónar- miðum að breytingar séu gerðar á slíkri refsiheimild. Grundvallaratriðið hér er hins vegar það að slíkra breytinga er ekki þörf vegna afstöðu dómstóls til þess að refsiheimild teljist ekki nægjanleg skýr um það tilvik sem til úrlausnar er. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.