Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 49
gerð hafi formlega verið sett.97 Hins vegar skal vakin athygli á því að 1. desem-
ber 1965 gaf dómsmálaráðuneytið út „leiðbeiningar um meðferð íslenska fán-
ans“ nr. 222/1961 sem birtar voru í B-deild Stjórnartíðinda 5. desember 1966. Í
5. og 6. gr. leiðbeininganna er að finna nánari fyrirmæli um meðferð fánans.98
Með vísan til framangreinda sjónarmiða um tengsl almennra og óljósra hátt-
ernisreglna í settum lögum og framsalsheimilda til útfærslu slíkra fyrirmæla í
stjórnvaldsfyrirmælum er ekki útilokað að fyrirmæli 5. og 6. gr. leiðbeininganna
hefðu þýðingu við heildstætt mat á því hvort 1. mgr. 12. gr. laga nr. 34/1944 yrði
talin standast skýrleikakröfur 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar.
3.3.5 Almennur og hlutlægur mælikvarði en ekki einstaklingsbundinn
Ef horft er til forsendna Hæstaréttar í H 1997 1253 (skoteldar), H 2000 280
(hlutlæg refsiábyrgð skipstjóra) og H 3. apríl 2003 (arnarvarp í Miðhúsaeyjum)
virðist mega draga þá ályktun að mælikvarði sá á fyrirsjáanleika refsiheimildar,
sem lagður er til grundvallar, sé almennur og hlutlægur. Matið er þá miðað við
það hvernig ætla megi að refsiheimildin horfi við venjulegum, sakhæfum ein-
staklingi fremur en að vera einstaklingsbundin, þ.e. miðað við það hvernig
refsiheimildin horfir við hinum ákærða sérstaklega. Að þessu leyti virðist
dómaframkvæmdin í samræmi við þau viðhorf sem lýst er í fræðiskrifum Jón-
atans Þórmundssonar og byggt hefur verið á í norskum, dönskum og banda-
rískum rétti að meginstefnu til.
Því má þó líklega halda fram að dómur Hæstaréttar 11. mars 2004, nr.
380/2003, (skotveiðar við Hvalfjörð) kunni að sumu leyti að ganga í gagnstæða
átt þótt ekki sé þar beinlínis vísað til krafna um skýrleika refsiheimilda. Þar
voru nokkuð fjarlæg tengsl á milli framsalsheimildar um skilgreiningu og
97 Í ákvæði 13. gr. laga nr. 34/1944, fyrir þá breytingu sem gerð var á ákvæðinu með 11. gr. laga
nr. 67/1998, sagði: „Dómsmálaráðuneytið getur, ef þörf þykir, sett með reglugerð sérstök ákvæði
til skýringar á ákvæðum laga þessara“. Í frumvarpi því er varð að lögum nr. 34/1944 sagði meðal
annars um röksemdir að baki reglugerðarheimildinni: „Í lagafrumvarpið hafa verið tekin ýmis
ákvæði, sem eru ekki í fánalögum Norðmanna og Svía; eru sum þeirra í konungsúrskurðum eða
auglýsingum. Alltaf geta komið fyrir ný atvik, sem geri æskilegt að skýra nánar einhver ákvæði lag-
anna eða jafnvel setja ný ákvæði. Hefir því þótt rétt að setja í lögin ákvæði, sem heimili slíkt í öðru
en lagaformi“, sjá Alþt. 1941, A-deild, bls. 159. Með 11. gr. laga nr. 67/1998 var reglugerðarheim-
ildin færð til forsætisráðuneytisins og gerðar á henni orðalagsbreytingar. Af frumvarpi því er varð
að lögum nr. 67/1988 og meðferð þess á Alþingi má ráða að ætlunin með umræddri reglugerðar-
heimild 11. gr. laganna, sbr. 13. gr. laga nr. 34/1944, hafi fyrst og fremst verið sú að fela forsætis-
ráðherra að útfæra nánar fyrirmæli um notkun og meðferð þjóðfánans, sjá Alþt. 1997-1998, A-
deild, bls. 3788. Þá er einkar athyglisvert að með frumvarpinu fylgdi „[tillaga] að reglugerð um
notkun og meðferð þjóðfána Íslendinga“, þar sem er m.a. að finna ítarleg fyrirmæli um „reglur
fánanum til verndar“ og um ýmsa „meðferð fánans“ og skýringar við einstakar greinar.
98 Enda þótt núgildandi 13. gr. laga nr. 34/1944, sbr. 11. gr. laga nr. 67/1998, geri ráð fyrir að for-
sætisráðuneytið setji reglugerð með sérstökum ákvæðum til nánari skýringar laganna verður ekki
af því einu lagt til grundvallar að leiðbeiningar dómsmálaráðuneytisins frá 1966, sem sætt hafa lög-
formlegri birtingu, eigi sér ekki næga stoð í lögunum eftir gildistöku laga nr. 67/1998, sbr. einnig
gagnályktun frá ákvæði til bráðabirgða við lög nr. 67/1998.
49