Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 96
hættulegur. Öðru máli kann að gegna um hættuleg dýr sem smyglað hefur verið
til landsins, en af og til berast fréttir af slíku. Menn sem umgangast slík dýr taka
áhættu og gætu því vart átt bótarétt þótt þeir slasist af þeirra völdum. Sem dæmi
má nefna mann er kemur á heimili annars sem hefur eiturslöngu að gæludýri,
gesturinn fer að handleika hana og hún bítur hann. Hvort sem eigandinn hefur
varað gestinn við slöngunni eða ekki verður áhættutakan augljós. Hafi eigand-
inn hins vegar sagt slönguna hættulausa, og jafnvel hvatt gestinn til að hand-
leika hana, vaknar spurning um sök eigandans, en jafnframt eigin sök gestsins.
Við mat á eigin sök í þessu tilviki verður að líta til hvers má vænta af slöngum
almennt, en jafnframt til þess hverrar varúðar mátti ætlast til að gesturinn sýndi
þrátt fyrir hvatningu eigandans. Dómurinn í H 1968 470 fjallar um áhættutöku
hestamanns sem tók þátt í hópreið og var þar um mjög dæmigerða áhættutöku
að ræða.
Svipuð sjónarmið geta vissulega átt við varðandi umgengni við íslensk dýr.
Það hefur t.d. lengi þótt góð og gild regla, þótt óskráð sé, að vera ekki að „káss-
ast“ upp á ókunnuga hunda. Almennt má segja að menn eigi að sýna varúð í
samskiptum við dýr sem þeir þekkja ekki. Þannig á maður sem leigir sér reið-
hest að vera við öllu búinn. Hann þekkir ekki hestinn og hesturinn ekki hann.
Leigutakinn tekur því áhættu í samskiptum við hestinn sem gæti orðið til þess
að hann yrði að bera tjón sitt sjálfur. Á leigusalanum hvílir hins vegar sú skylda
að upplýsa um eiginleika hestsins og hvort eitthvað sé að varast í fari hans.
Í inngangi greinarinnar var lítillega fjallað um eðli dýra en í stuttu máli má
segja að ekki sé til nein staðalmynd af dýrum af hverri tegund fyrir sig, heldur
geta einstaklingarnir verið misjafnir. Þeir sem umgangast ókunnug dýr leggja
sig í áhættu sem er mismikil eftir tegund og eðli dýranna. Það er ekki ósann-
gjarnt að gera þá kröfu til þeirra, sem umgangast dýr annarra, að sýna hæfilega
varúð. Eigendurnir geta á hinn bóginn með réttu gert ráð fyrir að þeir sem
umgangast dýr þeirra átti sig á því að ákveðin áhætta sé í því fólgin að umgang-
ast dýr sem þeir þekkja ekki. Það er einnig ljóst að á dýraeigendum hvílir sú
skylda að vara við dýrum sínum ef tilefni er til. Hversu langt eiga þeir að ganga
í þeim efnum? Dugir það manni sem á grimman hund að tjóðra hann í garði
sínum og setja upp skilti er á stendur: Varúð – hundurinn bítur!? Ef tekið er mið
af dóminum í H 1976 145 dugir skiltið ekki, nema garðurinn sé mannheldur eða
svo gott sem. Fræðimenn hafa haldið fram þeirri reglu að vara beri menn við
hættu þar sem þeir eiga hennar ekki von.15 Fljótt á litið gæti dómurinn stangast
á við þessa reglu. Svo er þó ekki þegar litið er til þess að ekki er hægt að bera
saman t.d. opinn skurð í götu án viðvörunarmerkja og lifandi dýr. Nokkuð getur
verið fyrirsjáanlegt hvað gæti gerst ef maður gengur um götuna og gætir ekki
að sér, en aldrei er fullkomlega hægt að sjá fyrir viðbrögð dýrs, eins og áður
hefur verið fjallað um.
15 Sjá Gizur Bergsteinsson: „Nokkur sjónarmið í skaðabótarétti“. Úlfljótur. 2. tbl. 1963, bls. 91.
96